Siglfirðingur


Siglfirðingur - 07.04.1945, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 07.04.1945, Blaðsíða 2
2 SIGLFIEÐINGUR ÚRIÐ Það er vitað með vissu, að hinar elztu menningarþjóðir, eins og Egyptar og Kaldverjar, kunnu að nota sólúrið, og mjög snemma var einnig vatnsúrið fundið upp. Platon talar um vatnsúr, þar sem flautuverk gaf til kynna tímann. Einnig þekktist í fornöld tíma- glasið með sínum tveim hylkjum, þar sem sandurinn skipti um stöðu á ákveðinni stundu. Hjólúrið halda menn, að Serkir hafi fundið upp, og hafi það síðan flutzt til Evrópu með krossförunum. Hið fyrsta vasaúr er haldið að Peter Hele frá Núrnberg hafi smíðað um 1519, órói þess hélzt á hreyfingu með svínsbusta í stað fjaðrar. 1657 fann hinn frægi eðlisfræðingur Hayghens ,,dingulinn“ og þarmeð var hægt að framleiða miklu ná- kvæmari tímamælir en áður hafði þekkzt. Samt sem áður voru marg- ir gallar við úrin, sérstaklega við notkun á sjónum við ákvörðun á tímalengdum. Til þess þurfti að hafa sérstaklega nákvæmt úr ef hreyfingar skipsins og umbreyti- leiki hita og kulda, raka og þurrks átti ekki að hafa áhrif á það. Eigin lega héldu menn verkefnið óleys- anlegt, en þar sem þetta vanda- mál hafði mikla þýðingu, þá hét enska parlamentið (löggjafar- þingið) hverjum þeim 360.000 kr. sem gæti smíðað slíkt úr. Þrautin var leyst af John Harrison (f. 1693 d. 1776) Hann var timbur- smiður en einnig vélasnillingur og hafði frá barnæsku haft áhuga fyrir úrsmíði. Þetta mikla verk- efni var samt mjög erfitt að leysa af hendi og Harrison var fátækur og án nokkurra tækja. Fyrst eftir þrjátíu ára stanzlaust starf hafði hann loks fullgert skipssæúr, sem hann vár ánægður með. En nefnd sú, sem hafði með málið að gera var ekki sérstaklega áköf í að reyna úrið og fyrst eftir nokkur ár var úrið reynt í herskipinu ,,Septford“, er var á ferð til Ind- lands, það reyndist vera miklu ná- kvæmara en farið var fram á af nefndinni, þrátt fyrir það fékk Harrison ekki peninga upphæðina útborgaða. Nefndin kom alltaf með nýja og nýjar kröfur. Harrison, sem var nú orðin 72 ára gamall missti loks þolinmæðina og skrif- aði nefndinni mjög harðort bréf, sem að lokum bar ávöxt. Fékk hann þá einhver hluta af upphæð- inni borgaðan, en afganginn fékk hann ei fyrr en 1773! Þrem árum seinna dó hann, þá 83 að aldri. ★ Fréttir Aðalfundur Félags ungra Sjálf- stæðismanna Þann 12. febr. s. 1. var haldinn aðalfundur í Félagi ungra Sjálf- stæðismanna. Stjórn félagsins skipa nú þessir menn: Kjartan Friðbjarnarson, form. Alfreð Jónsson, gjadkeri. Óli Blöndal, ritari. Sem fulltrúar í fulltrúaráð Sjálf- stæðisfélaganna voru kosnir þeir: Helgi Sveinsson Arthur Sumarliðason Evert Þorkelsson Jónas Björnsson Ný Rauðkustjórn. Á fundi bæjarstjórnar Siglu- fjarðar, sem haldinn var s.l. mið- vikudag, úrskurðaði forseti bæjar- stjórnar, Þ. E., að kosning í Rauðkustjórn, sem fram fór 17. og 27. jan. s. 1. væri ólögleg. Ósk- aði forseti eftir listum, því ný kosning skyldi fara fram í stjórn- ina. Tveir listar komu fram, á öðrum listanum voru þeir Gunnar Jóhannsson Ragnar Guðjónsson Ottó Jörgensen en hinum A. Schiöth Sveinn Þorsteinsson Þar sem fleiri listar komu ekki fram, úrskurðaði forseti þessa menn rétt kjörna í stjórn Rauðku. Allsnarpar umræður urðu á fundinum, og skiptar skoðanir um lögmæti kosninganna, og réttmæti úrskurðar forsetans. Nokkrir bæj- arfulltrúar lýstu því yfir, að þeir mundu ekki una við niðurstöðu úr- skurðar forseta, um ólögmæti fyrri kosningar 1 Rauðkustjórn, en á- fríja honum til Félagsmálaráðu- neytisins. Þakkir færðar. Brezki sendiherran hefir að til- hlutan yfirmanns brezka flúghers- ins á íslandi beðið forsætisráð- herra að færa Eymundi Sigurðs- syni, Eyjólfi Runólfssyni og Ár- sæll Guðjónssyni í Höfn beztu þakkir sínar og flughersins fyrir veigamikla aðstoð, er þeir^létu í té 16. janúar 1945. Sex’ brezkir flugmenn höfðu strandað á Hafn- artanga.. Veður var mjög kalt, hvasst var, straumþungi og ísrek á firðinum, op voru flugmennirnir allir holdvotir og teknir að þjást af kali, er þeir komust í land. Boyce flugforingi, yfirmaður flughersins hefir látið þess getið, að mjög mikil vinsemd ríki milli flugliðsmanna í Höfn og Islend- inga þar, og hafi þeir gert margt ÚTSALA öll vetrarkápuefni seld með 20% afslætti. Verzlun Jenny Stefánsdóttur H. F. Stóraukning á vatns- veitukerfi bæjarins. Fyrir nokkru síðan var ákveðið að stækka vatnsveitukerfi bæjar- ins að miklum mun, með því að stífla Leiningsána, og leiða vatnið úr henni til bæjarins. Aukning vatnsveitunnar hefur verið mjög aðkallandi um langantíma, þarsem heil hverfi í bænum hafa verið svo að segja vatnslaus, mikinn hluta dagsins. Má því segja, að ekki hafi verið vanþörf á að ráðast í þessa aukn- ingu nú, þó að bærinn hafi staðið, og standi enn í miklum stórræðum. Áætlaður kostnaður við aukn- inguna er 500 þúsund krónur, og munu Síldarverksmiðjur ríkissins lána Siglufjarðarkaupstað pening- ana, gegn fyrsta veðrétti í vatns- veitukerfi bæjarins. Byrjað er að grafa fyrir leiðsl- unum og vatnsgeymir, sem á að standa fyrir ofan Höfn. Leiðslurn- ar eru 10 þumlunga víðar, og ca 4,5 km. langar. Ráðgert er að ljúka verkinu fyr- ir sumarið, eða áður en síldarverk- smiðjurnar hefja bræðslu, en þær þurfa eins og kunnugt er afar mikið vatn við vinnslu síldarinnar. KAUPIÐ LESIÐ OG UTBREIÐIÐ SIGLFIRÐING til að létta einveru Bretanna á þessari varðstöð. Hafa íslendingar jafnan verið skjótir til hjálpar, þegar á hefir þurft að halda. (Tilkynning frá ríkisstjórninni) Hjónaband. Síðastliðinn laugardag voru gef- in saman í hjónaband ungfrú Hrefna Hermannsdóttir frá Mói í Fljótum og hr. Jónas Björnsson skrifst.m. Siglfirðingur óskar brúðhjónun- um hjartanlega til hamingju. T V Ö herbergi á neðstu hæð til leigu ef rnn semst. Ilentugt húsnæði fyrir skrif- stofur eða iðnað. Semja ber við Hallgrím Márusson mvíífflE AMERISKA SMJORIB er komið Selt aðeins gegn stofnauka no. 1 Kjötbúð Siglufjarðar Hernámid Um það leyti sem ísland var hernumið, var mjög um það rætt, hve mikið lið Bretar. hefðu sett hér á land. Voru uppi hinar ólík- ustu getgátur,, en ekki hefir Sigl- firðingi borizt til eyrna, að almenn- ingi hérlendis hafi verið gert heyrinkunnugt svar við þeirri spurningu. Nýlega hefur oss borizt í hendur litil amerísk alfræðabók — The New Modern Encyclopedia — gefin út árið 1943. Þar segir meðal ann- ars svo um ísland: „Hinn 10. maí 1940 voru um 70 þúsund brezkra hermanna sett á land á Islandi." Þá er sagt að Bandaríkjaher hafi lent hér 7. júlí 1941, en því miður er tala þeirra hermanna ekki tilgreind. Vera má, að hér sé ljóstrað upp hernaðarleyndarmáli, en Siglfirð- ingur selur það ekki dýrara en hann keypti og ber enga ábyrgð á sannleiksgildi þess.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.