Siglfirðingur


Siglfirðingur - 07.04.1945, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 07.04.1945, Blaðsíða 1
 [ Siglfirðingur |: Blað Sjálfstæðismaima í I; Siglufirði. Ábyrgðarmaður: JÓN JÓHANNESSON I Sigluf jarðarprentsmiðja 14. tbl. Laugardaginn 7. apríl 1945 18. árgangur. Stíflugarður Skeiðsfossvirkjunarinnar Þverskurður af aðrennslispípunni. út í ystu æsar, alla þá möguleika, sem það býður Siglfirðingum. Það þarf að modernisera bakaríin, taka kolaofna með öllu þeirra ryki og skít, og fá rafmagnsofna í staðinn, það þarf að koma rafmagnselda- vélum í hvert einasta eldhús í bænum, og þvottavélum í hvert þvottahús, og ef vel ætti að vera, ætti öll húsahitun að vera með raf- magni. Möguleikarnir til aukinna þæg- Aðrennslispípa frá stíflu að stöðuvatni 1 tilefni af því, að rafmagnið frá Skeiðsfossvirkjuninni er nú þegar komið til bæjarins, og að nú má búast við því, að þau miklu skil- yrði, til aukinnar atvinnu, og meiri og meiri þæginda, sem stöðugt fylgja nægu rafmagni, fari að sjázt í framkvæmdum, — þá snéri blaðið sér til bæjarstjórans, Ó. Hertervig, og óskaði eftir því, að fá hjá honum upplýsingar um virkjunina. Bæjarstjóri segir að nú sé búið að keyra vélamar við Skeiðsfoss til reynslu í fullar þrjár vikur, og og hafi þær reynst að öllu, svo sem vonir stóðu til. Þær framleiði nú 1500—1800 hestafla orku, en muni géta framleitt allt að 2300 hestöfl, eftir að stíflugarðurinn hafi verið hækkaður um sex metra, en það verði gert í sumar. Eftir að búið er að koma hinni vélasamstæðunni fyrir er reiknað með að hestaflatala virkjunarinn- ar verði alls ca. 6000 hestöfl. Aðrennslispípan, sem er hið mesta mannvirki, 650 metra löng og 2,10 m. í þvermál, er byggð fyrir að flytja nægilegt vatnsmagn fyrir báðar samstæðurnar. Hún er úr steinsteypu, og sézt kafli af henni á mynd hér í blaðinu, ásamt byggingarmeisturunum, Sveini Ás- mundssyni og Gísla Þorsteinssyni, sem höfðu verkið með höndum. Leiðslurnar frá stöðinni við Skeiðsfoss hingað til Siglufjarðar hafa reynst ágætlega. Þær eru 22,8 km. að lengd og var fullklárað að leggja þær í haust. Rafmagnsverkfræðingarnir, þeir Eiríkur Briem og Jakob Guðjohns- sen hafa verið hér undanfarið, við að eftiriíta vélar og leiðslukerfi. ★ Það er öllum Siglfirðingum mik- ið ánægjuefni, að þetta mikla mann virki, sem hefur tekið svona lang- an tíma að fullgera, og hefur kost- að okkur svona mikla peninga, skuli nú verið farið að gefa eitt- hvað af sér. Það urðu mörgum að vísu von- brigði, að rafmagnið skyldi ekki lækka, frá því sem það var, en það er þó talsverð raunabót að vita það, að ef rafmagnig frá Skeiðs- foss hefði ekki komið nú, þá hefði óhjákvæmilega orðið að hækka raf magnstextan allverulega, vegna stórkostlegrar hækkunar á olíu, og einnig vegna þess, að rafstöðin bar sig engan veginn fyrir hækkun ina á olíunni. Það, að ^afmagnið frá Skeiðsfoss er selt eftir gamla textanum, er því í raun og veru lækkun á rafmagnsverðinu, miðað við aðstæðurnar. ★ Rafmagnið er nú komið til bæjar ins, og nú er um að gera að nota inda, aukins þrifnaðar, og bættra atvinnuskilyrða, eru ótæftiandi, þar sem nægilegt rafmagn er fyrir hendi. Siglfirðingar geta því litið ánægðir og vongóðir fram í tím- ann, allstaðar blasa við ný verkefni sem bíða úrlausnar fyrir starfs- glaðan hug, og starfandi hönd. ★

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.