Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011 Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Endurskipulagningu Eikar fast- eignafélags er lokið. Samningarnir fela meðal annars í sér að eigendur skuldabréfaflokksins sem félagið gaf út breyttu óveðtryggðum kröf- um sínum í hlutafé. Á sama tíma hafa veðtryggðir kröfuhafar skuld- breytt kröfum sínum og lengt í lán- um. Stærstu eigendur óveðtryggða skuldabréfaflokksins voru lífeyris- sjóðirnir, en fjármálastofnanir voru ráðandi í hóp veðtryggðra kröfu- hafa. Fyrir endurskipulagninguna námu heildarskuldir Eikar ríflega 18 milljörðum króna. Í kjölfar efna- hagshrunsins blasti við að félagið réði ekki við þessa skuldsetningu og því var gengið til viðræðna við kröfuhafa. Samkomulagið felur í sér að skuldir Eikar lækka um 3,4 millj- arða og verða því um 14,5 milljarð- ar. Hlutafé félagsins hefur verið hækkað um 90 milljónir og er það nú um 800 milljónir. Þess má geta að nafnvirði skuldabréfaflokksins sem Eik gaf út nam 1,3 milljörðum, en krafan vegna hans nam 2,2 milljörð- um þegar henni var breytt í hlutafé. Samkvæmt upplýsingum frá félag- inu var 98% af skuldabréfaflokknum breytt í hlutafé. Eigið fé auk tekjuskattsskuldbindinga hefur hækkað um 3,2 milljarða er nú 4,6 milljarðar eftir endurskipulagn- inguna. Miðað við þetta má sjá að gengið á bréfunum við breytinguna á óveðtryggðum kröfum í hlutafé er 5,75 og innra virði Eikar er metið á 4,6 milljarða króna. Hluthafar félagsins eftir endur- skipulagninguna eru nú um 20. Samkvæmt upplýsingum frá Eik fara 10 lífeyrissjóðir með um 40% af hlutafé en aðrir eigendur eru fjár- málafyrirtæki og eignarhaldsfélög. Eitt fárra dæma um úrvinnslu með frjálsum samningum Garðar Hannes Friðjónsson, for- stjóri Eikar, segir niðurstöðuna fagnaðarefni enda sé um að ræða eina af fáum endurskipulagningum á íslenska fjármálamarkaðnum sem lýkur með frjálsum samningum. Það er hans mat að horfurnar á fast- eignamarkaðnum séu teknar að glæðast og telur hann framtíð fé- lagsins bjarta. Innra virði Eikar fasteignar metið á 4,6 milljarða króna  Gengið frá endurskipulagningu skulda  Kröfum breytt í hlutafé á genginu 5,75 Fasteignir Búið er að ganga frá endurskipulagningu Eikar. Morgunblaðið/ÞÖK STUTTAR FRÉTTIR ● Hagnaður, sem nam 4,4 millj- ónum evra, jafn- virði rúmlega 730 milljónum króna á núverandi gengi, var af rekstri Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmannaeyjum á síðasta ári. Árið 2009 var hagn- aður af rekstrinum tæpar 5,6 millj- ónir evra. Stjórn fyrirtækisins lagði til að greiddur yrði 18% arður af nafnvirði hlutafjár. Alls voru hluthafar 257 í lok árs. Eiga tveir hluthafar meira en 10% hlutafjár, það eru Stilla útgerð ehf. með 25,7% hlut og Seil ehf. með 24,8%. Rekstrartekjur Vinnslustöðv- arinnar námu 81,6 milljónum evra á síðasta ári, 13,6 milljörðum króna, en voru 55,8 milljónir evra árið áður. Vinnslustöðin hagnast um 730 milljónir króna ● Miðað við horfur í einkaneyslu og fjárfestingu er líklegt að magn og verðmæti sjávarafurða muni gera út- slagið um hvort og þá hversu mikill vöxtur verði í íslensku efnahagslífi á næstu misserum. Þetta kemur fram í nýrri umfjöllun hagdeildar Samtaka atvinnulífsins um hagvaxtarhorfur á vefsíðu samtakanna. „Það skýtur því skökku við að á sama tíma gangi stjórnvöld fram fyr- ir skjöldu og leggi til breytingar á stjórn fiskveiða sem draga verulega úr rekstrarhagkvæmni fyrirtækja í sjávarútvegi og leiða til minnkandi verðmætis sjávarfangs. Slík stefna gengur þvert á mark- mið nýgerðra kjarasamninga um styrkingu gengis krónunnar, hjaðn- andi verðbólgu og aukinn kaupmátt launa,“ segir ennfremur á vefsíðu SA. Sjávarútvegur geri útslagið um hagvöxt staðar í Þýskalandi, en mikill kraft- ur í útflutningsiðnaði landsins hefur dregið hagvaxtarvagninn á evru- svæðinu undanfarin misseri. Hins vegar má sjá merki um frekari sam- drátt í öðrum stórum hagkerfum evrusvæðisins. Framleiðsluvísitalan á Spáni og á Ítalíu fór undir 50 í júní- mánuði og er það sterk vísbending um samdrátt í hagkerfinu.Við þetta bætist að skuldakreppan herðir nú tökin. Ástandið á fjármálamörk- uðum nálgaðist suðumark fyrr í vik- unni þegar matsfyrirtækið Moody’s setti lánshæfiseinkunn stjórnvalda í Lissabon í ruslflokk og lýsti yfir að Það kom engum á óvart að Evrópski seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 25 punkta eftir vaxtaákvörðunar- fund sinn í gær. Stýrivextir á evru- svæðinu eru 1,5%. Ástæðan fyrir því að vaxtahækkunin kom ekki neinum í opna skjöldu er sú að verðbólga hefur farið vaxandi á evrusvæðinu og mælist nú um 2,7%. Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, hefur ítrekað að bankinn muni ekkert gefa eftir í baráttunni við verðbólguna og hefur jafnframt lýst áhyggjum sín- um af hættunni á víxlverkunum hækkandi verðlags og launa. Sú hætta er fyrst og fremst til þau kynnu að þurfa annað neyðarlán líkt og grísk stjórnvöld. Þrátt fyrir þetta gaf Trichet sterklega til kynna á fundi með blaðamönnum í gær að frekari vaxtahækkanir kynnu að vera í píp- unum á næstunni. Þessi afstaða bendir til þess að seðlabankinn líti á baráttuna við verðbólgu sem ein- angrað mál í skuldakreppunni og hyggist beita sértækum úrræðum varðandi hana. Ákvörðun ECB um að gera ekki lengur neinar láns- hæfiskröfur á portúgölsk ríkis- skuldabréf þykir til marks um það. ornarnar@mbl.is Boðar frekari hækkanir  Evrópubankinn hækkar vexti í 1,5% Trichet ýjar að frekari hækkunum þrátt fyrir tvísýnt efnahagsástand Reuters Yfirvegun Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, á fundi með blaðamönnum í kjölfar vaxtaákvörðunarinnar í gær. Ferðamenn skýla sér fyrir brennandi heitri sólinni í skugga trés fyrir ofan Aþenuborg. Efnahagsvandræði Grikkja hafa varla farið framhjá neinum, en þjóðin gengur nú í gegnum verstu kreppu undanfarinna 40 ára. Greiðslufall blasir við gríska ríkinu, enda er skuldastaða þess vart sjálfbær, og óeirðir hafa geisað vegna fyrirhugaðs niðurskurðar, í tengslum við lána- pakka frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í miðjum þessum hörmungum bárust þó þær já- kvæðu fréttir í gær, að tekjur ferðaþjónustunnar í Grikklandi stefni í að hækka um 10% í ár, eftir 25% samdrátt árin 2009-2010. ivarpall@mbl.is Sjaldheyrðar góðar fréttir í Grikklandi Reuters Formleg sala á starfsemi Ice- landic Group í Bandaríkjunum er hafin. Bank of America Merrill Lynch hefur ver- ið falið að annast söluna. Um er að ræða tvö fyrir- tæki, Icelandic USA og Icelandic Northwest, en þau hafa verið talin til verðmætustu rekstrareininga samstæðunnar. Þessum einingum fylgir jafnframt starfsemi í Asíu, þar á meðal í Kína. Haft var eftir Brynjólfi Bjarna- syni, forstjóra Icelandic, í Morg- unblaðinu í síðasta mánuði að vinna bankans við að meta væntanlega kaupendur að starfseminni vest- anhafs væri hafin. Þeirri vinnu er nú lokið en búist er við því að hægt verði að ganga frá sölunni í haust. Í júní seldi Icelandic Group dótt- urfyrirtæki sín í Frakklandi og í Þýskalandi. Að sögn Brynjólfs létti sú sala mjög á skuldastöðu móð- urfélagsins og í kjölfarið sýndu er- lendir bankar áhuga á lánveit- ingum og endurfjármögnun. Sala á verk- smiðjum vestra hafin Brynjólfur Bjarnason                                           !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +0/-12 +34-4+ 33-+5. 3+-2./ +0-+15 +2.-3/ +-/305 +0/-40 +5,-2. ++5-43 +0,-20 +34-25 33-323 3+-/2. +0-3/1 +2.-53 +-/230 +0/-52 +5,-02 33+-352, ++5-24 +0,-02 +34-.+ 33-31. 3+-,44 +0-243 +20-44 +-/2.4 +0,-+0 +55-31 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.