Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 40
FRÁ MANCHESTER Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Björk okkar Guðmundsdóttir hélt fjórðu tónleikana af sjö í hinni svo- kölluðu Biophiliu-tónleikaröð í gær, fimmtudag, á listahátíðinni Man- chester International Festival (upprunalega áttu þeir að vera sex en einum tónleikum hefur verið bætt við samkvæmt heimasíðu há- tíðarinnar). Umfang og metnaður þessa verkefnis er gríðarlegur þar sem ólíkum miðlum er stefnt saman í rannsókn á tengslum tónlistar, tækni og náttúru, allt saman hlutir sem hafa verið söngkonunni hug- stæðir. Verkefnið hefur Björk unnið með vísindamönnum, rithöfundum, upp- finningamönnum, tónlistarmönnum og hljóðfærasmiðum. Viðrit/smáforrit Platan Biophilia kemur svo út í haust, en þar er engin venjuleg plata á ferðinni. Lög hennar eru ekki „endanleg“ í viðteknum skiln- ingi, hlustendur geta unnið með þau áfram og gefið þeim nýtt og annars konar líf. Fyrsta smáskífan, „Crystalline“, var t.a.m. unnin með hliðsjón af viðriti/smáforriti (app) fyrir pöddu eða iPad. Björk hefur þá sagt að hún sé að hugsa um hegðun nótna og hljóma í tengslum við innri lögmál alheimsins, hvort sem um sólkerfið eða atóm er að ræða. Já, það er allt undir hérna! Blaðamaður Morgunblaðsins renndi í hlað Manchesterborgar í fyrradag og ræddi þá við nokkra tónlistaráhugamenn á götum úti. Skemmst frá að segja var meðvit- undin um veru Bjarkar í þessari miklu tónlistarborg mikil og spenn- an yfir verkefninu umtalsverð. Hinn virti tónlistarblaðamaður Simon Reynolds skrifar þá grein í Guardian um þetta efni og stað- hæfir þar að enginn komist nálægt Björk hvað listræna leit og fram- sækni varðar, þau þrjátíu ár sem hún hefur starfað í poppheimum. „Hvað næst? hlýtur maður að spyrja. Eitthvað magnað í öllu falli. Þessi einstaki listamaður hrein- lega getur ekki gert neitt rangt eins og enskir segja, ástand sem hefur varað frá upphafi ferils. Ótrúlegt.“ Svo spurði ég í niðurlagi dóms um tónleika Bjarkar í Langholts- kirkju í ágúst 2008. Eitthvað magn- að, svo sannarlega. Ýtarlega verður fjallað um þessa fjórðu Biophiliutónleika, svo og hugmyndafræðina á bakvið verkið, í Sunnudagsmogganum. Björk vefur Manchester um fingur sér  Björk flytur Biophiliu í Manchester  Umfang verkefnisins og metnaðurinn er nánast með ólík- indum  „Merkasti og framsæknasti popptónlistarmaður allra tíma,“ segja uppnumdir Bretar m.a. 40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011 HHHH - BOX OFFICE MAGAZINE TRANSFORMERS 3D kl. 4:45 - 6:45 - 8 - 10 12 SUPER 8 kl. 8 - 10:30 12 MR. POPPER´S PENGUINS kl. 5:30 L THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12 KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 4:45 L PIRATES OF THE CARIBBEAN 3D kl. 5 10 / ÁLFABAKKA / EGILSHÖLL TRANSFORMERS 3 3D kl. 5 - 8 - 10 12 KUNG FU PANDA 2 3D Ísl. tal kl. 4 - 6 L TRANSFORMERS 3 kl. 5 - 8 VIP KUNG FU PANDA 2 M/ísl. tali kl. 4 - 6 L BEASTLY kl. 8 10 PIRATES OF THE CARIBBEAN kl. 5 - 8 - 10:40 10 SUPER 8 kl. 5 - 8 - 10:20 12 THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12 SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG SELFOSSISÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL á allar sýningar merktar með grænu1.000 kr.SPARBÍÓ 3D HHH „ÞÚ MUNT EKKI SJÁ FLOTTARI HASAR Í SUMAR, OG ÉG VERÐ MJÖG HISSA EF VIÐ SJÁUM BETRI BRELLUSÝNINGU ÞAÐ SEM EFTIR ER AF ÁRINU“ -T.V. KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ OG HEYRT „THE BEST 3D SINCE AVATAR“ - SCOTT MANTZ, ACCESS HOLLYWOOD HHHH - R.M. - BÍÓFILMAN.IS HHHH - TIME OUT NEW YORK SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI FLOTTASTAHASARMYNDSUMARSINS „JAW=DROPPING AMAZING 3D!!!“ - HARRY KNOWLES, AINTITCOOL.COM „THIS TRANSFORMERS IS EASILY THE BEST OF THEM ALL! A SUMMER SPECTACULAR THAT REALLY DELIVERS“ - PETE HAMMOND, BACKSTAGE MAGAZINE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.