Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.07.2011, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Mikið annríki er í húsnæðiríkissáttasemjara, enunnið er að því hörðumhöndum að klára kjara- samninga og er fundað í öllum her- bergjum. Þegar hafa um 150 samn- ingar verið undirritaðir í yfirstandandi lotu og er gengið frá langstærstum hluta þeirra í Karphús- inu. Embætti ríkissáttasemjara ber að halda utan um alla gerða kjara- samninga í landinu og er samningsað- ilum skylt að tilkynna um og senda inn undirritaða samninga til embætt- isins. Lauslega má áætla að enn eigi eftir að ganga frá á milli fimmtíu og hundrað samningum en þar af eru rúmlega 50 á forræði fimm stærstu viðsemjenda launþega. Þetta eru Samninganefnd ríkis- ins, Samtök atvinnulífsins, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök fyr- irtækja í heilbrigðisþjónustu og Reykjavíkurborg. Það er ekki bara fjöldi þeirra samninga sem þessir að- ilar gera sem endurspeglar stærð þeirra, heldur fjöldi launþega sem standa að baki þeirra félaga sem sam- ið er við. Búið að semja fyrir flesta Hjá Sambandi íslenskra sveitar- félaga er búið að ljúka 30 samningum af 43, við 59 af 69 viðsemjendur. Samninganefnd ríkisins hefur gengið frá samningum við 96 stéttarfélög og á eftir um það bil 19 samninga við 19 félög en búið er að semja við mikinn meirihluta þeirra starfsmanna sem þarna eru á bakvið. Samtök fyrirtækja í heilbrigðis- þjónustu eiga einn samning eftir af sex, en þau eru næst stærsti viðsemj- andi Eflingar, en félagsmenn stétt- arfélagsins eru um 18.500. Hjá Reykjavíkurborg hefur verið gengið frá samningum við 24 félög af 29, en af 29 er samið við sex þeirra í samein- ingu við Samband íslenskra sveitarfé- laga. Samtök atvinnulífsins eru einn stærsti aðilinn sem hefur samnings- umboð fyrir atvinnurekendur og gerði 75 kjarasamninga árin 2008- 2009. Þessi tala samsvarar þeim fjölda samninga sem er nú til end- urnýjunar og er búið að ganga frá langstærstum hluta þeirra. Í þessari tölu eru ekki þeir samningar sem skrifað var undir 5. maí. Eitt mál eftir frá 2010 Af þeim viðræðum sem enn á eftir að ljúka hefur 17 verið vísað til ríkissáttasemjara og voru fundir í 11 málum í dag. Ein deila er óleyst frá 2010, en hún varðar samning Sjúkra- liðafélags Íslands við Reykjavíkur- borg. Félagið gerir samning við fjóra stærri aðila fyrir hönd félagsmanna sinna: ríkið, borg, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélagsins, segir samninginn við ríkið vera í atkvæða- greiðslu og að viðræður við sveit- arfélögin, og sjálfseignarstofn- anirnar, sem afriti samning ríkisins að mestu, gangi vel. Viðræður við borgina séu hins vegar í hnút. „Samningur okkar við borgina rann út 2009 og við höfum óskað eftir því að þeir gangi frá tímabilinu 2009-2010 við okkur og þá færi málið út af borði sáttasemjara. Við gætum þá hafið hinar eig- inlegu viðræður um þriggja ára samning fram í tímann,“ segir Kristín. Krafan í þeim viðræðum verði að launamun- ur milli sjúkraliða sem starfa fyrir ríki annars vegar og borg hinsvegar heyri sögunni til. Samningasumarið mikla vel á veg komið Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Vöfflur Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, og Garðar Hilmarsson, for- maður StRv, gæða sér á hinum ómissandi samningavöfflum í Karphúsinu. 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Framganga ís-lenska for-sæt- isráðherrans gagnvart óskum starfsbróður hans í Kína hefur vakið mikla furðu, ann- arra en íslenska Ríkisútvarpsins, sem enn hef- ur ekki frétt af málinu. Hafin var skipulagning á móttöku viðskiptasendinefndar sem myndi verða í för með for- sætisráðherranum. Var þar rætt um eitt hundrað þátttak- endur, þar á meðal 7-8 aðstoð- arráðherra, eins og forsvars- menn Íslandsstofu hafa m.a. greint frá. En forsætisráð- herrann hefur svo bætt gráu ofan á svart með því að neita að veita fjölmiðlum og almenningi svör um hvað hafi leitt til þess- arar sérkennilegu og skaðlegu niðurstöðu. Eftir að hafnað var að taka á móti forsætisráðherra Kína um miðjan júlí eins og var heppilegast fyrir þá var af hálfu Kínverja stungið upp á annarri dagsetningu til vara (23. júlí). Íslenska forsætis- ráðuneytið hafnaði einnig þeim hugmyndum, skv. heimildum Morgunblaðsins. Forsætisráð- herrann hefur í heila viku forð- ast fréttamenn og augljóst má vera að ráðuneytinu og spuna- meisturum þess og aðstoðar- mönnum hefur enn ekki tekist að kokka upp frambærilegar skýringar á þessu klúðri. Það blasir við hverjum manni að heimsókn for- sætisráðherra Kína og yfir 100 manna föruneytis hans, þar með talin öflug við- skiptasendinefnd, fól í sér þýðingarmikið tækifæri fyrir Ísland og viðskiptalíf þess sérstaklega. Við þær að- stæður sem eru í landinu nú verður að líta svo á að það feli í sér alvarleg afglöp af hálfu forsætisráðherrans að kasta slíku tækifæri frá sér. Þegar Icesave-málið var uppi var sláandi að forsætis- ráðherrann virtist hvorki hafa löngun né getu til að tala fyrir málstað Íslands, þótt miklir hagsmunir væru í húfi. Ýmsir töldu að forseti Íslands hefði verið kominn út fyrir vald- mörk forsetaembættisins þeg- ar hann steig inn í það tóma- rúm sem þannig myndaðist. Hvað sem því álitaefni líður, þá var samdóma álit að honum hefði farið það vel úr hendi og hefði styrkt álit landsins út á við á viðkvæmu augnabliki. Í því máli sem nú hefur því mið- ur komið upp hefðu aðrir að- ilar stjórnkerfisins þurft að grípa inn í fyrst forsætisráð- herrann brást svo illa í sínu hlutverki. Forsætisráðuneytið hefur enn ekki fund- ið frambærilegar skýringar á Kína- klúðri sínu} Eiga engar skýringar Náttúruvernder mikilvægt viðfangsefni, bæði hins opinbera og einstaklinga. Virðing fyrir nátt- úrunni er nokkuð sem allir ættu að tileinka sér og leggja sig fram um að ganga vel um landið. Um leið er sjálfsagt að nýta þær auðlindir sem náttúran hefur upp á að bjóða og hér á landi eru auðlindirnar sann- arlega ríkulegar, jafnt á land- inu sjálfu, í iðrum þess og í sjónum umhverfis það. Í fyrradag skilaði verkefn- isstjórn skýrslu um 2. áfanga rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarð- varma og þar með lauk vinnu sem staðið hefur yfir um ára- bil. Þessi þáttur vinnunnar hófst fyrir fjórum árum og átti að taka tvö ár og hefði því átt að ljúka árið 2009. Vinnan tafðist; það verður að teljast afar óheppilegt eins og árar í efnahagslífinu. Hættan er jafnframt sú að tafirnar verði enn meiri og raunar er þegar lagt upp með að afgreiðsla Al- þingis á sameiginlegri þings- ályktunartillögu frá umhverf- isráðherra og iðnaðarráðherra um áætlun um vernd og orkunýt- ingu landsvæða geti frestast fram í febrúar á næsta ári. Öll vinna ríkisins, líka sú sem snýr að vernd og nýtingu orkuauðlinda, hlýtur að taka meira mið af því efnahags- ástandi sem ríkir í þjóðfélag- inu. Þar með er alls ekki sagt að allt skuli virkjað og engu eirt, aðeins að nauðsynlegt er að hafa hraðar hendur. Tryggja þarf að opnað verði fyrir þau verkefni þar sem hægt er að ná samstöðu um að umhverfisáhrif séu í ásætt- anlegu hlutfalli við efnahags- legan ávinning af virkjun auð- lindarinnar. Seinagangur og tafir eru alls ekki til marks um vönduð vinnubrögð eða umhyggju fyrir náttúrunni. Og frestun ákvarðana ber enn síður vott um skilning á aðstæðum þeirra þúsunda sem misst hafa vinnuna og bíða nú með hendur í skauti eftir því að ráðherrar ríkisstjórnarinnar taki af skarið og leyfi hjólum atvinnulífsins að snúast á nýj- an leik. Áframhaldandi tafir eru ekki til marks um mikinn áhuga á náttúruvernd } Meiri tafir og lengri frestir Þ rátt fyrir að veðrið hafi leikið við okkur undanfarna daga getur ver- ið auðvelt að láta undan þrúgandi andrúmslofti stjórn- og efnahags- mála. Tæpum þremur árum eftir að bankahrunið varð og þrátt fyrir að tækni- lega sé heimurinn kominn út úr kreppunni horfir að minnsta kosti eitt Evrópuríki fram á gjaldþrot og tala alvarlegir menn með alvar- legum hætti um að evran sjálf sé í hættu. Vestanhafs er staðan vissulega eitthvað skárri, en samt ekki svo að miklu muni. Skuld- ir alríkisins eru komnar yfir 14.000 milljarða Bandaríkjadala (um það bil ein og hálf grilljón íslenskra króna) og bætast um 1.000 millj- arðar dala við þá upphæð á ári hverju. Hér heima verður að viðurkenna að þjóð- argjaldþrot er ekki hinum megin næstu hæð- ar, en sumir, einkum þeir sem eru hægra megin við miðju í stjórnmálum, hafa hins vegar miklar áhyggjur af þróun mála og óttast það að þótt dauðdaginn verði meira hægfara en hjá frændum okkar í Grikklandi verði hann alveg eins óþægilegur. Eins og ég sagði við upphaf þessa pistils er margt hægt að draga fram til að gera mann niðurdreginn og vonlítinn. Slíkar hugsanir gera hins vegar ekkert annað en að minnka lífsgæði okkar og fólksins í kringum okkur án þess að við fáum nokkuð í staðinn. Alkóhólistar eru, skiljanlega, miklir aðdáendur æðruleysisbænarinnar, sem segir að við eigum ekki að eyða tíma og orku í að hafa áhyggjur af því sem við getum ekki breytt. Við fáum tækifæri til að breyta ein- hverju eftir tvö ár þegar gengið verður til kosninga – ef við á annað borð teljum þörf á breytingum. Hvað varðar þróun mála í Evr- ópu og Bandaríkjunum höfum við nákvæm- lega engin tæki til að hafa áhrif og því er eng- in ástæða til að velta sér upp úr því. Það getur verið erfitt að hunsa eitthvað svo gríðarstórt og grafalvarlegt og hugsanlegt hrun evrunnar, svo dæmi sé tekið, og ég er svo sem ekki að mæla með því að fólk loki augunum fyrir því sem er að gerast í kringum okkur – þó ekki nema bara vegna þess að ef nógu margir loka augunum er hætt við því að ég missi vinnuna vegna verkefnaskorts. Þess í stað er nauðsynlegt að njóta þess litla í lífinu. Þetta er ein af þessum klisjum sem venjulega fara gríðarlega í pirrurnar á mér, en ég geri undantekningu í þessu tilviki. Að fara út og hlaupa í góðu veðri, baka brauð, drekka kaffi í góðum félagsskap, ganga á fjöll eða skreppa í sund. Þetta eru allt litlir hlutir sem tæknilega skipta engu máli. Það gefur enginn upp öndina þótt hann lesi aldrei góða bók eða baki köku. Samfélagið leggst ekki á aðra hliðina þótt almenningur hætti að drekka kaffi eða að ganga á fjöll. þessir litlu hlutir geta engu að síður haft gríðarleg og jákvæð áhrif á líðan okkar. Áhrifin kunna að vera skammvinn, en þau eru engu að síður raunveruleg og vel þess virði að eltast við þau. bjarni@mbl.is Bjarni Ólafsson Pistill Æðruleysið og litlu hlutirnir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Eitt þeirra mála þar sem virð- ast mætast stálin stinn er í deilu leikskólakennara og sveit- arfélaganna. Leikskólakennarar hafa farið fram á að fá 11% hækkun umfram þau 12% sem aðrir hafa verið að semja um. „Við erum búin að dragast langt aftur úr viðmið- unarstéttum, t.d. grunn- skólakennurum,“ segir Har- aldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, og segir ástæðuna þá að grunn- skólakennarar hafi samið fyrir hrun en samningur FL hafi verið laus eftir hrun. Enginn afsláttur verði gefinn. „11% ofan á laun flugmanna væri mikið en 11% ofan á laun leikskóla- kennara eru 15 þúsund krónur í vasann,“ segir hann. Þetta sé réttlætismál. „Gefum ekkert eftir“ LEIKSKÓLAKENNARAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.