Morgunblaðið - 13.08.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.08.2011, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011 Aftur í menninguna Númi siglir til hafnar framhjá Hörpu eftir hvalaskoðunarferð. Númi er eikarbátur, smíðaður í Stykkishólmi en honum var breytt fyrir hvalaskoðun og sjóstangveiði. Árni Sæberg Kerfiskarlarnir eru sjálfum sér samkvæmir í ofstjórnuninni og eftirlitskerfið er öfgafullt og heimaríkt. Nú er víst ólöglegt að baka í eldhúsinu heima ef klein- urnar og flatkökurnar með hangikjöti og hnallþórurnar eiga að fara í góðgerðastarf og seljast almenningi. Hverjum hefði dott- ið í hug nema eftirlitskerfinu að halda því fram að eldhús heim- ilanna væru bráðhættuleg til baksturs? Eldhúsið hennar mömmu er í huga flestra besti staður lífsins og þar var ekkert að óttast og alls ekki bakkelsið. Þúsund ára hefð er rofin í nafni matvælaöryggis. Kvenfélögin, íþróttafélögin, skát- arnir og skólafélögin eða kór- arnir, allir sitja eftir með sárt ennið, hin dauða hönd hefur sleg- ið af bæði skemmtun og öflugt fjáröflunarstarf frjálsra félaga í landinu. Heimabakaðar múffur á Akureyri gáfu í fyrra fjögur hundruð þúsund sem runnu til fæðingardeildarinnar, já, félagsleg samhjálp til að skapa öryggi verðandi mæðra bönnuð í ár. Ég hef aldrei heyrt um að kökubasar hafi valdið matareitrun. En ég hef séð hamingju fólksins sem bakaði heima fyrir gott málefni og hinna sem komu að kaupa góðgætið. Ég held að þarna séu fyrst og fremst íslenskir offarar að verki, sem túlka lög og reglur út í ystu æsar. Þetta er ekki einu sinni komið frá Evrópusambandinu. Eitt sinn kom ég sem ferðamaður í stórt bæjarfélag á landsbyggðinni. Þar hafði það gerst á vínbar bæjarins að heilbrigðisfulltrúinn hafði fyrirskipað þjónustufólkinu á barnum að bera hárnet við störf sín. Þetta var auðvitað alíslensk uppfinning til að verja gestina og stóðst ekki. Ætli réttarsúpan verði bönnuð í haust? Heilbrigðisráðherra Guðbjartur Hannesson sem er skáti og ber mannlegt yfirbragð og góðan vilja hlýtur að yf- irfara reglugerðina og veita undanþágu frá svona leiðindum og öfgum sem eiga ekkert skylt við matvælaöryggi. Látum kerfiskarlana ekki baka okkur þessi vandræði, bökum áfram í eldhúsinu heima. Eftir Guðna Ágústsson » Látum kerf- iskarlana ekki baka okk- ur þessi vand- ræði, bökum áfram í eldhús- inu heima. Guðni Ágústsson Höf. er fyrrv. alþm. og ráðherra. Er eldhúsið heima eitrað? „Aðild snýst fyrst og fremst um hvort við viljum skipa okkur í sveit með öðr- um Evrópuþjóðum og leggja okkar af mörkum til að skapa okkur öllum hag- sæld og farsæld …með aðild að ESB fáum við stórkost- legt tækifæri til að taka þátt í að móta framtíð Evrópu og um leið heimsins alls,“ segir lögfræðingur og stuðnings- maður „Já Ísland“. Það er stórt nafn Hákot. Undirritaður er ekki trúaður á, að án aðildar að ESB missi þjóðin af stórkostlegu tækifæri til að móta framtíð Evrópu og heimsins alls. Ef Íslendingar eiga að hafa jákvæð áhrif á aðrar þjóðir verður það einungis gert með því að þeir taki til heima hjá sér, áður en þeir fara að laga til hjá öðrum. Þeir eiga nokkuð langt í land með þá tiltekt. Í hugleiðingum um stöðu Íslands gagn- vart Evrópusambandinu, sem undirrit- aður hefur birt hér í blaðinu, hafa verið vegin og metin nokkur þau rök sem færð hafa verið fyrir aðild Íslands að ESB. Er þar einkum um að ræða efnahagslegar forsendur og tengsl stjórnmála við legu landsins, menningarsögu og hug- myndafræði. Þótt ekki gefist tilefni til að fara nákvæmlega yfir afstöðu þeirra sem óska aðildar að sambandinu verður hér tæpt á nokkrum sjónarmiðum. Allmargir þeirra, sem telja Íslandi best borgið innan ESB, bera fyrir sig almenna röksemd um samleið með Evrópuríkjum „Ég er fylgjandi aðild að Evrópusam- bandinu, því ég vil að þjóð mín fylli flokk þeirra þjóða, sem búa við mest og best lýðræði, mannréttindi, velferð, öryggi og hagsæld,“ skrifar þjóðkunnur listamaður fyrir nokkru. Nú er ekki nema gott eitt að segja um yfirlýsingar af þessu tagi. Hvort þær geta flokkast undir sterk rök er annað mál. Fáum dylst að hagsæld er meiri í Noregi og í Sviss en í löndum ESB. Bæði þessi lönd búa við lýð- ræði, mannréttindi, velferð, öryggi og hagsæld. Við Ís- lendingar deilum ekki síður gildum með Kanadamönn- um en ESB-löndum, þótt við eigum meiri viðskipti við þau síðarnefndu. Stjórnmálalíf Kanadamanna og viðhorf til samfélagsmála standa Ís- lendingum nær en lýðræð- ishefð Búlgaríu, svo dæmi sé tekið. Hrun fjármálamarkaða, sem kom mjög illa við Ísland, kom í fyrstu allmörgum Íslendingum til að trúa því að þeir ættu ekki annars úrkosti en að sækja um aðild að ESB. Fyrrverandi þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem virðist telja okkur betur borgið innan sambandsins, benti á að kreppan, sem dunið hefði yfir Íslendinga og leikið þá grátt, gæfi vís- bendingar um að það væri þjóðinni hollt að hafa einhvern sem gætti okkar og liti yfir öxlina á okkur. Af þessu og ýmsu í svipuðum dúr, sem birst hefur op- inberlega, er ljóst að nú á 68. aldursári lýðveldisins eru í gangi alvarlegar hug- leiðingar um að Íslendingar hafi alls ekki til þess getu og burði að reka sjálfstætt ríki. Hér hefur sem sagt verið reistur gunnfáni getuleysisins. Málsmetandi menn hafa skipað sér undir hann. Við þetta viðhorf er ýmislegt að athuga. Fyrir það fyrsta er vegferð okkar, frá því í lok 19. aldar og fram undir fjár- málaáfallið, eitthvert mesta framfara- skeið í sögu þjóðarinnar. Þótt á ýmsu hafi gengið er erfitt að neita því að Íslend- ingar hafa byggt upp sterkt þjóðfélag á eigin forsendum, ef frá er talin Marshall- aðstoðin. Á tíu ára tímabili, frá 1991 að telja, leystist úr læðingi mikill sköp- unarkraftur í íslensku atvinnulífi, hag- vöxtur var mikill og að miklu leyti tókst að greiða niður skuldir ríkisins. Ísland var fram undir 2008 skólabókardæmi innan OECD um vel heppnaða efnahagsstjórn. Þótt sú ágæta stofnun hafi ekki séð fyrir efnahagskreppuna sem skall á heiminum og hafi ekki áttað sig á því sem var að ger- ast innan íslensku einkabankanna, þá er enginn vafi á því að hún mat rétt í aðal- atriðum jákvæða efnahagsþróun á Ís- landi. Það verður einnig að gjalda varhug við þeirri uppgjöf og uppáskrift á hug- myndafræði getuleysisins, að Íslendingar þurfi stóra bróður til að horfa yfir öxlina á sér til að eiga sér framtíð. Hver á að horfa yfir öxlina á okkur? Ljóst er að Evrópu- sambandið á fullt í fangi með að glíma við þá falsmynd, sem sköpuð hefur verið um styrkleika evrunnar. Eru það Bandaríki Norður-Ameríku sem eiga að horfa yfir öxlina á Íslendingum og kenna þeim þá dyggð að safna ekki ríkisskuldum og stofna ekki til viðskiptaskulda? Hafa yf- irleitt einhverjar þjóðir áhuga á því að horfa yfir öxlina á Íslendingum og segja þeim til? Telja einhverjar þjóðir eða ríkja- sambönd það vera í verkahring sínum? Svo gæti virst, að lánsfjárkreppan og erfiðleikar Íslendinga í kjölfar hennar, bæði aðfengnir og heimatilbúnir, hafi ver- ið nokkur hvalreki á fjörur þeirra sem óska aðildar að ESB. Þótt rétt sé að bægja þeirri hugsun frá sér er mikilvægt að gera sér sem skýrasta grein fyrir því hvaða lærdóm er hægt að draga af erf- iðleikum okkar. Það gerum við síst af öllu með því að fyllast vanmetakennd. Eftir Tómas Inga Olrich »Ef Íslendingar eiga að hafa jákvæð áhrif á aðr- ar þjóðir verður það ein- ungis gert með því að þeir taki til heima hjá sér, áður en þeir fara að laga til hjá öðrum. Tómas Ingi Olrich Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Úr hugmyndabanka aðildarsinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.