Morgunblaðið - 13.08.2011, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.08.2011, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011 Amma mín var stórkostleg og yndisleg kona. Hún tók alltaf vel á móti mér og mínum vinum, meira að segja hundarnir fundu fyrir hlýjunni og gestrisn- inni. Hún passaði alltaf að til væri nammi fyrir þá og sendi mig jafn- vel með nesti fyrir þá. Gamlir nemendur hennar sögðu mér að þeir hefðu verið svo hræddir við ömmu því hún hefði verið svo ströng. Aldrei gat ég skilið þetta því ég mátti gera allt hjá henni og hún brosti alltaf bara til mín. Mér leið svo vel hjá henni og oftar en ekki sofnaði ég í sófanum og þá breiddi hún teppið yfir mig og leyfði mér að sofa. Ég hálf- skammaðist mín fyrir þetta en amma brosti bara og sagði að það væri svo gott að hafa mig hvort sem ég væri sofandi eða vakandi. Við amma vorum eins að því leyti að okkur fannst gott að vaka langt fram eftir nóttu og horfa á sjónvarpið í stað þess að fara að sofa. Þegar ég gisti hjá henni var alltaf vídeókvöld og lágum við saman og horfðum á myndir löngu eftir háttatíma. Amma dekraði mikið við mig þegar ég var í pössun hjá henni og mamma og pabbi voru erlendis. Þá fór hún með mig í Húsdýra- garðinn á hverjum degi því ég vildi sjá stóra svínið og svo fórum við í sund og vorum þar megnið af deginum. Amma hjálpaði mér í gegnum nánast allt sem ég hef gengið í gegnum og fullvissaði mig alltaf um að ég gæti treyst henni fyrir öllu og það gerði ég. Við gátum setið og talað langtímum saman, bæði slúðrað og talað um lífið og tilveruna. Þegar ég var fyrir norð- an hringdi ég í hana og alltaf lifn- aði yfir henni þegar hún heyrði röddina mína. Hún var pínu-sár yfir því að hafa frétt það frá pabba að ég væri komin með kærasta. Það breyttist fljótt og vildi hún vita allt um þennan unga mann. Þegar ég mætti svo með Snævar tók hún á móti honum opnum örmum, faðmaði hann og var hann þá formlega kominn í fjölskyld- una. Hún fylgdist vel með öllu. Þeg- ar ég kom í nýjum fötum tók hún strax eftir því og sagði álit sitt á þeim og vildi vita hvaðan þau væru. Hún þekkti fræga fólkið og hafði oft sterkar skoðanir á því og vorum við nú oftast sammála um ágæti þess. Hún sagði alltaf að ég hefði erft þessa óstjórnlegu forvitni frá henni en fyrir vikið vissum við bara ýmislegt og því væri þetta bara alls ekki svo slæmt. Elsku besta amma mín, mikið á ég eftir að sakna þín, þú varst svo stór hluti af mínu lífi og ein af mín- um bestu vinkonum. Það var lang- skemmtilegast að slúðra með þér yfir nokkrum kókglösum, Sunn- eva átti alltaf fullt í fangi með að fylgjast með slúðrinu okkar. Nú ertu komin til Dóru og þið eruð eflaust að prakkarast og hlæja saman. Við Arna Sif munum Þórunn H. Felixdóttir ✝ Þórunn HelgaFelixdóttir fæddist í Reykjavík 21. júlí 1935. Hún andaðist á Landspít- alanum 6. ágúst 2011. Útför Þórunnar var gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík 12. ágúst 2011. alltaf heiðra vinskap ykkar og halda hon- um á lofti. Minningarnar um þig eru svo margar og munu alltaf fylgja mér og gleðja. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér, allar stundir sem við áttum sam- an og alla hjálpina í gegnum tíðina. Mig langar að kveðja þig með bæninni sem þú kenndir mér: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þitt englabarn, Áslaug. Nafn Þórunnar Felixdóttur er órjúfanlega tengt Verzlunarskóla Íslands. Þangað sótti hún mennt- un sína og ávann sér sæti meðal dúxa. Hún réðst til starfa á skrif- stofu skólans og Verslunarráðs Ís- lands að loknu námi. Hún var lengi vélritunarkennari með af- burða árangri og lauk störfum með því að taka að sér forvarn- arstarf og námsráðgjöf við nem- endur skólans og mótaði það starf sem þá var að hefjast. Undirritaður kynntist Þórunni þegar hann var framkvæmda- stjóri Verslunarráðsins, ekki þó beint heldur þannig að þegar mik- ið lá við var hringt í Þórunni og hún beðin að útvega góðan vélrit- ara. Það brást ekki að þeir sem hún sendi reyndust allir afburða fólk. Síðar kynntist ég Þórunni bet- ur og sá hvernig hún fór að því að hefja kennslu í vélritun til þeirrar virðingar sem raun var á í Versló. Vélritun er ekki námsgrein sem nemendur vilja endilega leggja sig fram við að læra. En það gerðu þeir hjá Þórunni og aðferð hennar við kennsluna var skýr og einföld. Það lá ljóst fyrir í upphafi vetrar hvað nemendur áttu að gera og hverju þeir áttu að skila. Ef ein- hver skilaði ekki sínu var strax kallað eftir því. Nemendur vissu hvernig gefið var fyrir og þekktu þá einkunn sem þeir voru færir um að ná og voru ekki í neinum vafa um að ef þeir vildu hækka yrði það einungis gert með því að æfa sig betur. Það hjálpaði til við kennsluna að Þórunn var hlý að eðlisfari og átti auðvelt með að láta nemendur finna velvilja sinn í þeirra garð enda þótt hún kynni einnig að virðast hvöss og ákveðin. Nemendur reyndu stundum að kvarta undan álaginu sem fylgdi vélrituninni en gekk það illa, því öllum var ljóst, að álag á þá var að- eins brot af því sem Þórunn lagði á sjálfa sig með því að lesa yfir hvert einasta vinnubókarblað sem allur sá mikli nemendafjöldi sem hún kenndi framleiddi og skilaði. Það brást hins vegar ekki þegar í há- skóla kom að nemendur fundu til þess og höfðu gjarnan orð á að vél- ritunarkunnáttan væri það sem þeir vildu síst án vera. Hún væri forsenda afkasta allrar vinnu. Á þessum árum var gaman að ganga um skólann á vorin meðan próf stóðu yfir og sjá atvinnuaug- lýsingar frá alls konar fyrirtækj- um hanga uppi. Nýútskrifaðir nemendur með verslunarpróf áttu margra kosta völ, vildu þeir fara að vinna. Þórunn var einn þeirra kennara sem skópu þessa sterku stöðu verslunarprófsins. Sú staða er nú breytt, ekki vegna þess að skólinn hafi breyst heldur vegna þess að nemendur vilja nú læra til stúdentsprófs en láta sér ekki lengur nægja verslunarprófið. Þegar tölvur héldu innreið sína hlutu áherslur að breytast í kennslunni. Þórunn sá það en kaus að eftirláta öðrum að fylgja þeim breytingum eftir. Sjálf hafði hún fengið meiri áhuga á að að- stoða nemendur sem áttu við námserfiðleika að stríða. Einkum var henni hugleikið að fást við áfengisvandamál nemenda og náði oft góðum árangri á því sviði, en þar um var lítið hægt að ræða og fáir hafa því frétt af þeim störfum. Það er við hæfi að þakka Þór- unni fyrir hennar mikilvægu og árangursríku störf í þágu Verzl- unarskólans og nemenda hans. Ég veit að mikill fjöldi nemenda minnist hennar með þakklæti og af hlýjum hug fyrir að hafa fært þeim beitt vopn í lífsbaráttunni. Við Inga Rósa þökkum Þórunni vináttuna og hlýjuna sem hún sýndi okkur alla tíð og vottum að- standendum hennar samúð okkar. Þorvarður Elíasson. Við hlógum oft að því við Tóta frænka þegar við rifjuðum upp fyrsta vélritunartímann minn í Verzló. Margir nemendur hrædd- ust strangan vélritunarkennarann enda þoldi hún ekki leti, óheiðar- leika eða sérhlífni. En ég þekkti hjartagæskuna sem hún föður- systir mín bjó yfir. Þegar bekkjar- félagar mínir gengu skjálfandi á beinunum inn í vélritunarstofuna gekk ég beint að kennaraborðinu og smellti kossi á kinnina á Þór- unni frænku. Þetta var dramatískt andartak en frænka brosti breitt og byrjaði svo að píska okkur áfram við ritvélarnar. Betri kenn- ari en Þórunn Felixdóttir var vandfundinn. Þórunn frænka mín kom sem gestur minn á 20 ára útskriftaraf- mælið mitt. Hún ljómaði það kvöld og hver nemandinn á fætur öðrum kom til hennar, heilsaði upp á hana og þakkaði henni allt sem hún hafði gert fyrir Verzlunar- skólann. Þórunn var nefnilega fyrst og síðast Verzlingur. Hún vann þar alla sína starfsævi og síð- ari hluta tímans var hún orðin námsráðgjafi eftir að hafa sótt sér framhaldsmenntun. Hún vildi hjálpa nemendum og naut sín við það. Minningar mínar um Þórunni eru margar. Fyrst man ég eftir henni á Unnarbrautinni á Sel- tjarnarnesi og þótt ég hafi ekki verið nema nokkurra ára gamall man ég eftir og skynjaði baráttu hennar við Bakkus. Síðar var hún flutt á Flyðrugranda okkur Þóri bróður til mikillar gleði. Ekkert var betra eftir æfingu í KR en að fá að fara til Tótu frænku, fá skinkusamloku og kók og láta dekra við sig. Hún var svo góð við okkur, talaði við okkur um lífsins gagn og nauðsynjar, sýndi lífi okk- ar raunverulegan áhuga. Síðar flutti svo frænka í Kópavoginn og bjó þar til æviloka. Þórunn frænka mín var bar- áttukona sem tókst á við erfiðleik- ana í lífi sínu. Það hefur ekki verið auðvelt að vera einstæð móðir í Reykjavík á sjötta áratugnum og ekki hefur verið auðveldara að horfast í augu við heiminn sem alkóhólisti löngu áður en það varð viðurkenndur sjúkdómur. Síðar á lífsleiðinni þurfti hún að glíma við erfið veikindi en hún hætti aldrei að berjast. Það er sárt að kveðja en samt svo gott. Hvíldin getur líka verið góð og tíminn hennar Tótu frænku var kominn. Það er vel við hæfi að hún Þór- unn frænka mín skyldi kveðja sama dag og við fögnuðum fjöl- breytileikanum á götum Reykja- víkur á Hinsegin dögum. Þórunn hafði alltaf stutt málstaðinn með eldmóði þess sem fylgir réttlætinu og skilur baráttu þeirra undirok- uðu. Hún var sem klettur í lífi mínu, alltaf til staðar og alltaf tilbúin að skilja. Ég græt af sökn- uði en ég veit að hún trúði því að við myndum hittast aftur. Ég óska þess heitt að hún hafi rétt fyrir sér. Við Baldur vottum Felix frænda, Þórunni, Millu, Begga og Áslaugu, auk annarra aðstand- enda, innilega samúð. Einnig elsku pabba og mömmu sem sinntu Þórunni svo vel og fallega alla tíð. Minningin um fallega, góða og gáfaða konu lifir. Hvíl í friði elsku Tóta. Felix Bergsson. Þegar ég sest niður og fer að minnast Þórunnar frænku minn- ar, eða Tótu frænku eins og við kölluðum hana, þá man ég einna helst eftir samræðum. Tóta talaði alltaf við mig eins og fullorðna manneskju. Ein minning sem kemur í hugann er að sitja við borðstofuborðið á Furugrund með kók í glasi dragandi tarot-spil til að athuga hvort ekki fari að bóla á draumaprinsinum. „Sjáðu þarna er hann, hár og myndarlegur, hann er bara á næsta leiti,“ sagði hún og glotti út í annað eins og henni var einni lagið. Við gátum setið tímunum saman og alltaf haft um nóg að tala. Síðast í vetur sat ég í upp undir þrjá tíma á Borgarspítalanum og átti yndis- lega stund þar sem við ræddum lífið og tilveruna og fjölskylduna, sérstaklega ömmu Sigurþóru og afa Felix. Stærsta sorgin í lífi Þór- unnar var að missa föður sinn að- eins 15 ára gömul. Hún var mikil pabbastelpa og leit upp til föður síns sem fyrirmyndar og tákn- myndar alls þess góða í lífinu. Þessi missir markaði allt hennar líf og afstöðu. Fyrir mig sem barn var Þórunn svolítið spennandi og framandi. Bjó ein og átti svo flott konudót og vellyktandi krem. Svo átti hún fullt af vinum, ég man sérstaklega eftir Freeport-fólkinu sem talaði allt öðruvísi en það fullorðna fólk sem ég þekkti og allir keðju- reyktu. Það var skemmtilegt að koma í heimsókn, fá að horfa á Tomma og Jenna úr Beta-tækinu sem var á Flyðrugranda og alltaf var til kók og nammi. Tóta var kona hátíða, elskaði jólin og elskaði að fá og gefa gjafir. Hún var alveg hrikalega forvitin, hafði áhuga á öllu fólki og sýndi öðrum umhyggju og áhuga. Hún talaði með stolti og ást um Felix son sinn, sonardæturnar Þórunni og Áslaugu og börn Ragnheiðar þau Millu og Bergsvein. Tóta frænka var mikilvæg fyr- irmynd fyrir mig. Sjálfstæð kona sem ekki var háð öðrum, fljót að átta sig á nýjungum og kona sem framkvæmdi hlutina. Þegar vant- aði almennilegt námsefni í vélrit- un og þá skrifaði hún bara kennslubækur. Seinna fór hún í nám í námsráðgjöf og starfaði sem slík í Versló, það var starf sem hentaði henni einstaklega vel. Í því var hún líka frumkvöðull í að leggja fyrir áhugasviðspróf. Hún var feministi sem hamraði inn í mig mikilvægi sjálfstæðis, að við konur ættum að mennta okkur og þyrftum ekki karlmenn til að sjá fyrir okkur. Hún vildi kenna mér að ég gæti allt og ætti ekki að gera málamiðlanir. Öllum mínum börnum sýndi hún umhyggju og lét mér og þeim alltaf líða eins og þau væru einstök í heiminum. Hún elskaði þau og þau elskuðu hana. Nú er hún komin heim í fang pabba síns, laus við líkamlegar þrautir. Þótt form þín hjúpi graflín, granna mynd, Og geymi þögul moldin augun blá Hvar skáldið forðum fegurð himins sá, – Ó fjarra stjörnublik, ó tæra lind – (Halldór Laxsness) ✝ Ástkær eiginmaður minn og vinur, faðir tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR ÞÓR ÓLAFSSON, Eikjuvogi 13, Reykjavík, sem andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 5. ágúst, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 15. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Sigríður Haraldsdóttir, Birgir Þór Gunnarsson, Ásta Karen Rafnsdóttir, Gerða Gunnarsdóttir, Guðmundur Arnar Jónsson, Lára Guðrún Gunnarsdóttir, Gunnar Þór, Íris Ósk, Tara Sif, Arna Rán, Jón Gunnar og langafabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, dóttir, systir, tengda- móðir, mágkona, frænka og vinkona, KATRÍN INGIMARSDÓTTIR, Bugðulæk 16, Reykjavík, andaðist í faðmi fjölskyldu og vina sunnu- daginn 7. ágúst. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 17. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að heita á börnin hennar sem ætla að hlaupa til styrktar Líknardeildar Landspítalans í Kópavogi í Reykjavíkurmaraþoninu (vefsíða: hlaupastyrkur.is, nafn hóps: Í minningu Katrínar). Allur ágóði rennur til Líknardeildarinnar sem hefur reynst fjölskyldunni ákaflega vel í veikindum Katrínar. Ingibjörg Kristín Halldórsdóttir, V. Ester Straumberg Halldórsdóttir, Kristinn Ingi Halldórsson, Ingimar G. Jónsson, Vigdís Ester Eyjólfsdóttir, systkini, makar og aðrir aðstandendur. ✝ Okkar elskulegi faðir og afi, MAGNÚS BERGMANN KARLSSON vélstjóri, síðast til heimilis að Hlévangi, Faxabraut 13, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 16. ágúst kl 13.00. Skúli Þór Magnússon, Magnús Bergmann Magnússon, María Magnúsdóttir, og afabörnin, Helga Heiðdís, Hilmar Rafn, Hinrik Örn og Hlynur Almar. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, RAGNA ÓLAFSDÓTTIR Tómasarhaga 12, Reykjavík, sem lést á Líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 10. ágúst, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 19. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Helga Ögmundardóttir, Reynir Sigurbjörnsson, Ólafur Ögmundarson, Vaka Ýr Sævarsdóttir, Ragna Reynisdóttir, Þórhildur Helgudóttir, Ingimar Ólafsson, Ögmundur Steinar Ólafsson, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Gústaf Berg Pálmason, Stefán Ólafsson, Ástríður Sveinbjörnsdóttir. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu hlýhug og stuðning í veikindum og við fráfall, ÁSTU KARLSDÓTTUR sjúkraliða, Árskógum 6, Reykjavík. Kærar kveðjur, Haukur Bergsson, Bergur Hauksson, Auður Harðardóttir, Eva Hauksdóttir, Viðar Freyr Sveinbjörnsson, Ólafur Steinar Hauksson, Bergþóra Hafsteinsdóttir, Sigurður Hauksson, Kristín Axelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.