Morgunblaðið - 13.08.2011, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.08.2011, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011 Nóttina áður en hún lést hitt- umst við í draumi og kysstumst og kvöddumst undir björtum himni sumarnætur. Elsku Felix, Þórunn og Áslaug og mamma og pabbi. Missir ykkar er mikill en minningin mun lifa með okkur öllum. Sigurþóra Bergsdóttir. Þórunn var æskuvinkona mín. Það höfðu mæður okkar líka verið. Fjölskyldurnar voru tengdar órjúfandi böndum og alla tíð stóð heimili Felix og Sigurþóru okkur opið. Á vorin kom fjölskyldan til okkar í sveitina og bjó um sig á loftinu. Þá var sumarið komið. Litlar telpur leika sér í sólinni – ég hef eignast vinkonu fyrir lífstíð. Þórunn varð fyrir miklu áfalli á viðkvæmum aldri þegar hún missti föður sinn, sem hún var mjög náin. Hún var þá rétt 15 ára og nýbyrjuð í Verslunarskólanum, sem síðar varð starfsvettvangur hennar alla tíð. Þórunn var hörkukennari. Hún kenndi vélritun og mátti svo sann- arlega muna tímana tvenna. Þeg- ar hún byrjaði komu nemendur með ferðaritvélar sínar í skólann og ferðuðust með strætó en þegar hún hætti kennslu hafði ritvinnsl- an tekið við og öll bílastæði yfir- full. Það var engin miskunn; setja hlíf yfir lyklaborðið, vélrita, bann- að að kíkja, og skila miskunnar- laust. Ekki voru allir ánægðir meðan aðgerðir stóðu yfir en þeim mun þakklátari er yfir lauk og æ síðan. Síðar vann hún einnig braut- ryðjendastarf í námsráðgjöf við skólann. Þar lenti hún í fyrstu í erfiðri aðstöðu þar sem henni var ætlað að vera í senn hjálparhella og refsivöndur; aðstoða þá sem stóðu höllum fæti og hirta þá sem ekki sóttu skólann sem skyldi. Þórunn var skarpgreind, rök- föst og ódeig að halda skoðunum sínum fram og næm réttlætistil- finning hennar bauð henni að vera býsna óvægin ef henni fannst hún eða skjólstæðingar hennar órétti beittir. Hún vildi öllum gott gera og fylgdist grannt með vegferð gamalla skjólstæðinga. Þórunn var mikil smekkmann- eskja og alltaf gat hún gert ein- staklega hlýlegt og notalegt í kring um sig þótt efnin væru ekki alltaf mikil. Heimili hennar stóð mér alltaf opið og ekki bara mér heldur vinum mínum líka. Hún vildi reyndar helst alltaf vera heima hjá sér og fá alla til að koma til sín ef eitthvað var um að vera. Enda var ekki í kot vísað því hún var t.d. mjög góður kokkur og sló okkur flestum við á því sviði. Áratugum saman spiluðum við brids. Hún var góð bridskona. Þórunn mín, fyrirgefðu að ég skyldi ekki geta lært að telja! Þórunn gat verið hrókur alls fagnaðar og mikið var gaman í borgarferðunum okkar fjögurra þegar við drógum upp spilastokk- inn fyrir háttinn! Mesta gleði hennar var Felix og sonardæturnar tvær, Þórunn Helga og Áslaug. Það er ekki langt síðan við sátum og rifjuðum upp sögur af Felix litlum. Þá lifn- aði yfir andlitinu og það tók sig upp gamalt bros sem gerðist allt of sjaldan í seinni tíð. Þau voru stolt hennar og yndi. Afmælisdagurinn 21. júlí var bjartur og hlýr eins og júlídagar verða bestir og þarna var hún í fal- legasta kjólnum sínum og hafði auðvitað áhyggjur af að það færi ekki nógu vel um gestina. En vissulega var henni brugðið. Og nú er hún farin, trygglynda góða vinkona mín. Ég vildi að ég hefði getað stutt hana betur í erf- iðleikum síðustu missera. Við Friðrik óskum þess að allar góðar vættir veiti henni skjól og sendum vinum okkar Felix, Bergi og Ingu og þeirra fólki öllu inni- legar samúðarkveðjur. Alexía. Við fjölskylda Þórunnar í Dan- mörku höfðum haft fregnir af lé- legri heilsu hennar, sem hafði versnað upp á síðkastið. En þótt maður telji sig vera undirbúinn fyrir hið versta er maður aldrei tilbúin að kveðja. Og að kveðja Þórunni er ákaflega erfitt. Samband fjölskyldnanna á Ís- landi og í Danmörku er staðfestu Þórunnar að þakka. Sextán ára gömul hafði Þórunn samband við Johannes, danska bróður sinn. Með hreinlegri og fallegri skrift vakti hún athygli á að það fannst íslensk systir sem vildi þekkja hann og hans fólk. Hún varð þannig brúarsmiður, sem vildi af köllun binda saman íslensk/ danska fjölskyldubandið og það á tímum er peningar voru minni og ferðalög dýrari. En það heppnaðist. Hjartans þakkir fyrir það. Við í Danmörku erum stolt yfir íslenska samband- inu og stóru og hlýju fjölskyld- unni á Íslandi. Margar góðar minningar rifj- ast upp þegar við íhugum öll skiptin sem Þórunn var með okk- ur. Áhugi hennar á að styrkja sambandið og nærvera hafði mikla þýðingu fyrir það góða sam- band, sem við höfum í dag, bæði milli eldri og ekki síður yngri fjöl- skyldumeðlima. Sem barn var maður alltaf spenntur þegar íslenska frænkan kom í heimsókn með stóru töskuna sína, þar sem fundust margir spennandi hlutir frá norð- urslóðum. Bækur, fyrstadagsfrí- merki, hljómplötur, íslenskir minjagripir ásamt mjög framandi og spennandi matvælum: „Skyr er gott og hangikjöt – það verður þú að borða Lasse og smávegis harðfisk, sem er mjög góður með smjöri, þá verður þú stór og sterkur.“ Að sjálfsögðu borðaði maður þetta því Þórunn, með sínum mildu sterku augum, gat látið danskan strák hoppa út í bæði harðfisk og hangikjöt. Síðast var Þórunn hjá okkur í Danmörku í ágúst 2006 og við höfðum þá ánægju að vera með henni í sumarbústað okkar í heila viku. Ógleymanleg vika þar sem rætt var um bæði góða og erfiða hluti. Þórunn var aldrei hrædd við að ræða um lífsins dökku hliðar og það gerði hún þannig að maður gat opnað sig og talað um efni sem maður getur ekki rætt við marga. Þórunn fór létt með það og það er gefið að margur mun sakna Þórunnar á erfiðum stundum. Hún réð svo vel við að setja það erfiða í orð og hugsun. Sannarlega gat hún líka verið hvöss í máli ef eitthvað fór þvers- um í hana. Sérstaklega þegar um þjóðfélagslega mismunun eða óréttlæti var að ræða. Þá gat hún orðið beitt og þá var eins gott að samþykkja rök hennar eða fara í skjól og bíða eftir að storminn lægði. Síðasta heimsókn okkar til Ís- lands var árið 2009. Þá var hún greinlega farin að gefa sig, en var þó nógu sterk til að bjóða heim vinkonum, keyra bíl og margt annað, sem aðrir í sömu sporum hefðu hætt fyrir löngu. Hugur okkar er á sorgarstund hjá fjölskyldu Þórunnar og vina- hópi. Sérstaklega hugsum við til Fel- ix og dætranna Þórunnar og Ás- laugar. Einnig Bergs og Ingu og fjölskyldu. Kærleikur þeirra og umhyggja fyrir Þórunni er aðalsmerki sem allir hljóta að virða. Í Danmörku, sem Íslandi, kom- um við til með að sakna Þórunnar. Litla stóra manneskjan, rík af náungakærleika og áhuga fyrir öðru fólki. Blessuð sé minning hennar. F.h. ættingja í Danmörku, Anne-Lise og Lasse. Elsku Tóta frænka, ég sendi þér hér með smá kveðju á þessum fallega degi. Ég kveð þig með söknuð í hjarta, það er svo margs að minn- ast. Margar samræðurnar áttum við, þú hafðir ákveðnar hugmynd- ir um lífið og deildir þeim með mér. Aldrei gleymast þær stundir sem við bræðurnir komum til þín á Flyðrugrandann. Þreyttir og svangir fengum við alltaf ristað brauð með smjöri og osti að ógleymdu ísköldu kakómalti. Það er fyrir þær stundir sem ég mun minnast þín, elsku Tóta frænka. Hvíldu í friði. Þinn nafni, Þórir Helgi Bergsson. Kær vinkona og skólasystir er látin. Við Þórunn Felixdóttir urðum bekkjarsystur í Melaskóla þegar hann var stofnaður árið 1946 og tókust þá með okkur góð kynni sem héldust æ síðan. Að loknu barnaprófi í 12 ára bekk vorið 1948 stóð til að senda árganginn í nýstofnaðan gagnfræðaskóla, Gaggó Hring, sem átti að taka til starfa um haustið í nýbyggðu JL- húsinu við Hringbraut. Við vorum nokkrar bekkjarsystur sem leist ekki alls kostar á þetta hráa hús- næði og ómótaðan skóla og fleiri ástæður voru eflaust fyrir því að við ákváðum að fara í Verzló. Skólastjórinn reyndi að hafa okk- ur ofan af því en það styrkti okkur auðvitað enn frekar í ákvörðun okkar. Við tóku góð og skemmti- leg ár í Verzló og lukum við prófi úr 4. bekk vorið 1953. Þórunn var alla tíð fyrirmyndarnemandi og góður bekkjarfélagi, skemmtileg og kát. Seinna varð hún kennari við skólann og kenndi þar árum saman. Kynni okkar Þórunnar urðu enn nánari fyrir nokkrum árum þegar við ákváðum að gerast spilafélagar og spiluðum saman tvisvar í viku í nokkur ár í brids- deild Félags eldri borgara. Því miður neyddist hún til að hætta að spila vegna heilsubrests. Hin síðari ár hittumst við bekkjarsystkinin VÍ 53 mánaðar- lega í kaffi og þar hittum við Þór- unni síðast fyrir mánuði, var hún þá furðu hress og kát sem endra- nær þrátt fyrir erfið veikindi und- anfarið. Við munum sakna hennar úr hópnum og sendum við Felix syni hennar, sonardætrunum Þórunni Helgu og Áslaugu og öðrum ástvinum kæra samúðar- kveðju við andlát hennar. Blessuð sé minning Þórunnar Felixdóttur. Guðrún Þórðardóttir. Víst þekkjum við ekki nótu neina sem neyð og sæld getur hljómað við, en finnum að lokum línu hreina í lífsins fjölþætta tónaklið. (Piet Hein./Helgi Hálfdánarson.) Lífshlaup fólks fléttast oft ein- kennilega saman. Haustið 1966 varð ég nemandi Þórunnar. Hún, ákveðin og ströng, gerði sitt besta til að kenna mér, fingrastirðri, þá list að skrifa á ritvél. Eftir það lágu leiðir okkar saman á stund- um, eins og gengur. Haustið 1986 varð hún svo nemandi minn, hlut- verkin höfðu snúist við á býsna skemmtilegan máta. Sem kennari og námsráðgjafi snerti Þórunn líf margra, af næmu innsæi og þekkingu leiddi hún mörg ungmennin inná far- sælar brautir. Lífið kenndi Þórunni að ekkert er sjálfsagt í þessum heimi og ára- löng veikindi heftu iðulega þessa annars kjarkmiklu og lifandi konu. Að leiðarlokum þakka ég þau forréttindi að hafa fengið að læra af lífsreynslu og visku Þór- unnar og sendi fjölskyldu hennar hugheilar samúðarkveðjur. Sölvína Konráðs. Nú þegar ég lít yfir farinn veg kemur ýmislegt fram í hugann. Ég minnist þess er Stína systir mín var væntanleg í heiminn. Ég var ekki sátt við það, ég vildi eiga mömmu eina fyrir mig, enda átti ég ekkert annað. En annað kom í ljós þegar hún fæddist. Strax fann ég fyrir elsku til hennar og ábyrgðartilfinningar. Ég ætl- aði að passa hana vel og létta undir með mömmu. Ég man sérstaklega eftir einu atviki. Föðuramma Stínu bjó á heimilinu og átti dýrindis kaffistell sem sjaldan var not- Kristín Reginbaldursdóttir ✝ Kristín Reg-inbaldursdóttir var fædd og uppal- in í Miðhúsum í Grindavík. Hún fæddist 15. ágúst 1940. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 1. ágúst 2011. Útför Kristínar fór fram frá Sauð- árkrókskirkju 12. ágúst 2011. að. Þó kom það fyrir í eitt skipti að gesti bar að garði og kaffistell- ið var notað. Það kom í minn hlut að hjálpa til með upp- vaskið. Ég var ekki vön að hand- fjatla svona þunnt og dýrmætt postu- lín. Skaðinn skeði, það brotnaði einn bolli. Ég var skjálfandi af hræðslu og þorði ekki að segja frá þessu. Svo leið nokkur tími, þá uppgötvaðist að einn bolla vantaði. Ég var spurð hvort ég ætti sök á þessu. Áður en ég fékk einu orði að komið segir Stína systir: „Amma, ég braut hann óvart“. Af því að hún tók á sig sökina var ekkert mál gert úr þessu. Þegar hún svona lítil, níu árum yngri en ég, verndaði mig frá hegningu og skömmum, tók ég hana með mér út á tún, þar faðmaði ég hana og kyssti. Ég hélt á henni og sagði að ég elskaði hana mest af öllum í heiminum. Og árin liðu, ég var farin að búa og eignast börn. Þá var gott að eiga Stínu að. Hún passaði fyrir mig ósjaldan og taldi það ekki eftir sér. Þegar hún svo fór að búa í sveit norð- ur í landi tók hún börn að sér til sumardvalar. Þau undu þar vel og komu ár eftir ár. Það segir sig sjálft að þetta hefur verið mikil vinna að elda og annast mörg og misjöfn börn. Stínu þótti þetta ekki erfitt enda var hún hörkudugleg. Eftir að hún hætti að taka börn á sumrin fór hún að vinna í fiski niðri á Sauðárkrók. Það var ekki auðvelt, það hefði ein- hver ekki sætt sig við þær að- stæður sem hún bjó við, auk þess að sinna heimilinu. Svo fór heilsan að gefa sig. Stína fékk augnsjúkdóm og varð nánast blind, en áfram var haldið. Seiglan var hennar að- alsmerki. Núna þegar ég kveð kæra systur hefði ég viljað hafa hana nær mér og launað henni alla hjálpsemina sem hún sýndi mér. Guð blessi og hlúi að Búa og börnunum fjórum, þeirra er söknuðurinn mestur. Far þú í friði, elsku systir, nú ertu laus við sjúkdóminn sem hrjáði þig. Með söknuði kveð ég þig, elsku Stína mín. Þín systir, Guðveig (Stella). ✝ Okkar ástkæri, SVERRIR SIGÞÓRSSON bakarameistari, Huldubraut 58, Kópavogi, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hans eigin ósk. Þeim sem vildu minnast Sverris er bent á Félag nýrnasjúkra. Elísabet (Bettý) Jónsdóttir, Edda Sverrisdóttir, Gottskálk Friðgeirsson, Gústav Sverrisson, Hrafnhildur Júlíusdóttir, Sigurjón Smári Sverrisson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa samúð, kærleik og stuðning á einn eða annan hátt við andlát og útför okkar ástkæru, ÁSU LÍNEYJAR SIGURÐARDÓTTUR viðskiptafræðings, Árbakka 9, Selfossi. Sérstakar þakkir fyrir alúð, hlýju og fagmennsku færum við Elísabetu Örnu Helgadóttur lækni, Hjördísi Jóhannsdóttur hjúkrunarfræðingi og starfsfólki Landspítalans á deildum 11B, 21A og líknardeildar í Kópavogi. Einnig þökkum við starfsfélögum Ásu Líneyjar hjá Sýslumanninum á Selfossi fyrir ómetanlega aðstoð og vinarhug. Þorgrímur Óli Sigurðsson, Linda Rós Pálsdóttir, Dagur Gunnarsson, Sigrún Hanna Þorgrímsdóttir, Anton Scheel Birgisson, Sigurður Ingi Þorgrímsson, Særós Ester Leifsdóttir, Kristófer Dagsson, Tómas Dagsson, Líney Hekla Antonsdóttir, Pálína Jóhannesdóttir, Ingibjörg Þorgrímsdóttir, og systkini hinnar látnu. ✝ Við sendum innilegar þakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖLMU ÖNNU ÞÓRARINSSON F. THORARENSEN fv. yfirlæknis. Starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Sóltúns eru færðar sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun síðustu æviárin. Þórarinn Hjaltason, Halla Halldórsdóttir, Oddur C.G. Hjaltason, Ingibjörg H. Jakobsdóttir, Sigríður Hjaltadóttir, Þórir Ragnarsson, Hrólfur Hjaltason, Gunnlaug Hjaltadóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, systur, tengdamóður og ömmu, UNNAR HJARTARDÓTTUR, Breiðuvík 18, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Krabbameinsdeildar Landspítala Háskólasjúkrahúss. Megi Guðs blessun fylgja ykkur öllum. Baldvin Örn Berndsen, Berglind Helgadóttir, Jóhanna S. Berndsen, Hjörtur Þór Steindórsson, Thelma Guðmundsdóttir, Hjörtur Örn Hjartarson, Hrefna Hrólfsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskaðs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, HARALDAR SVEINSSONAR, BÓA, Bláhömrum 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 14G á Landspítala við Hringbraut fyrir frábæra umönnun og hlýju. Stella Lange Sveinsson, Reynir Haraldsson, Esther Halldórsdóttir, Gunnar Haraldsson, Unnur Einarsdóttir, Einar Haraldsson, Rosemarie Hermilla, Sonja Haraldsdóttir, Þorlákur Guðbrandsson, Stefán Örn Haraldsson, Xin Liu, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.