Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2011 -EMPIRE HHHH - KVIKMYNDIR.IS/ SÉÐ & HEYRT HHHH FRÁBÆ R TÓN LIST - MÖG NUÐ DANSA TRIÐI EINN BYGG FRÆ ÆVI ALLR LADDI - EGILL ÓLAFSSON - ÖRN ÁRNASON NÝJASTA ÆVINTÝRIÐUM BANGSANN SEM ALLIR ELSKA TINNI, TOBBI OG KOLBEINN KAFTEINN, DÁÐUSTU HETJUR ALLRA TÍMA LIFNA VIÐ Í FLOTTUSTU ÆVINTÝRAMYND SÍÐARI ÁRA. "GÓÐUR HASAR OG FRÁBÆR HÚMOR, SJÁÐU HANA UNDIR EINS!" - TÓMAS VALGEIRSSON, KVIKMYNDIR.IS HHHH MYNDINSEMALLIRERUAÐTALAUM SEMÓVÆNTASTASMELLÁRSINS. BYGGÐÁMETSÖLUBÓKINNI HÚSHJÁLPINEFTIRKATHRYNSTOCKETT „SÍGILD FRÁ FYRSTA DEGI“ - US WEEKLY HHHH „BESTA KVIKMYND ÁRSINS“ - CBS TV HHHH „STÓRKOSTLEG“ - ABC TV HHHH „FYNDIN, TILKOMUMIKIL“ - BACKSTAGE HHHH FYRIR EINN KUSPENNANDI ÝRAMYND SEM IR ÆTTU AÐ A GAMAN AF DANUM STEVEN SPIELBERG - J.C. SSP HHHH -S.S. FILMOPHILIA.COM HHHH -J.O. JOBLO.COM HHHH FABAKKA FYRIR ALLA - ALLIR Ð Á EINU GASTA NTÝRI A TÍMA HÖR ÆVINT ALL HAF 15.000 MANNS Á AÐEINS 11 DÖGUM! - H.S.S., MBL HHHHH HUGH JACKMAN ER FRÁBÆR Í EINNI ÓVÆNTUSTU MYND ÁRSINS FRÁ FRAMLEIÐAN SÝND Í ÁL MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS ÆVINTÝRITINNA Enskt tal kl. 5:50 - 8 - 10:10 3D 7 THEHELP kl. 5:30 - 8:30 - 10:10 2D L THETHREEMUSKETEERS kl. 5:40 - 8 - 10:20 3D 12 FOOTLOOSE kl. 5:50 VIP - 8 2D 10 REAL STEEL kl. 10:20 2D 12 JOHNNYENGLISHREBORN kl. 5:50 - 8 2D 7 KONUNGUR LJÓNANNA kl. 6 Ísl. tal 2D L DRIVE kl. 8 - 10:20 2D 16 / ÁLFABAKKA ÆVINTÝRITINNA Enskt tal kl. 5:40 - 8 - 10:30 3D 7 THEHELP kl. 6 - 9 2D L ÞÓR kl. 5:40 3D L THETHREEMUSKETEERS kl. 8 - 10:30 3D 12 FOOTLOOSE kl. 5:40 - 8 - 10:30 2D 10 ÆVINTÝRITINNA Enskt tal kl. 8 3D 7 THETHREEMUSKETEERS kl. 10:20 3D 12 BORGRÍKI kl. 8 2D 14 KILLER ELITE kl. 10 2D 16 / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK / AKUREYRI / SELFOSSI THEHELP kl. 6 - 9 2D L THETHREEMUSKETEERS kl. 8 - 10:20 3D 12 FOOTLOOSE kl. 8 2D 10 THE SKIN I LIVE IN kl. 10:10 2D 16 BANGSÍMON kl. 6 Ísl. tal 2D L ALGJÖR SVEPPI kl. 6 2D L THEHELP kl. 6 - 9 2D L THETHREEMUSKETEERS kl. 6 - 8 - 10:10 2D 12 SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KEFLAVÍK SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK NÆSTU SÝNINGAR Á ÞRIÐJUDAGSÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI Don Giovanni Mozart www.operubio.is 29. okt kl.17:00 í Beinni útsendingu 2. nóv kl.18:00 Endurflutt SÝND Í EGILSHÖLL TÓNLISTINN Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Það var á þriðjudegi um miðjan októbermánuð sem Snorri kíkti í heimsókn til blaðamanns, drakk með honum kaffi og reifaði í rólegheitum ævintýri sín í London. Önnur plata hans, Winter Sun, kom út í sumar en á henni heldur hann áfram að þróa lágstemmdan þjóðlagakenndan stíl sinn sem snertir bæði á arfleifð Am- eríku og Evrópu. Undir spjallinu var að sjálfsögðu gamalt írskt þjóðlaga- rokk sem blaðamaður dró úr pússi sínu og spjallið varð allt hið notaleg- asta. Fór um víðan völl á köflum enda kaffisúpararnir forfallnir tónlistar- ástríðumenn sem geta talað um rót- arana hjá George Harrison út í hið óendanlega. Það er enda þessi hreina ástríða fyrir tónlist sem hefur komið Snorra á þann stað sem hann er á nú; strögglandi trúbadúr í stórborginni London. Og hann hefur aldrei verið hamingjusamari, enda eitthvað rétt við það að sinna þeirri köllun sem þér er ætlað. Óþolandi Sprengjuhöll – Ertu að vinna að ferlinum á tvennum vígstöðvum, Íslandi og í London. Eða hvað? „Alls staðar í raun. Meginland Evr- ópu hefur reynst mér best, þar er mest að gera og þægilegt að vinna þar. Þá er ég ekki að tala um Bret- land, það er alveg sér á báti í þessu öllu saman. Það er mjög erfitt að komast í gegn þar, mjög fáir sem ná því og ég skil hreinlega ekki brans- ann þar.“ – Það má eiginlega segja að þú haf- ir upplifað allan skalann í popptónlist- armennsku þrátt fyrir ungan aldur. Varst í bílskúrssveitinni Saab, svo í vinsælustu sveit landsins, Sprengju- höllinni, og upplifðir bæði ris og fall með henni. Og nú farsælan sólófer- il … „Þetta er alveg satt. Fyrsta plata Sprengjó leiddi til þess að við vorum búnir að gera allt sem hægt er að gera í þessum bransa á Íslandi á ör- skotsstundu. Svo floppar seinni plat- an og við föllum úr náð á örskots- stundu sömuleiðis. Við urðum „has-beens“ umsvifalaust (hlær). En ég er mjög ánægður með hvernig þessi sólóferill hefur þróast og ég er Teppinu kippt undan sér  Snorri Helgason gerði stutt stopp á landinu á dögunum og lék á fjölda tón- leika Hann ræðir um London, lífsfyllingu og hina óþolandi Sprengjuhöll Fylginn sér „Ég var aldrei í íþróttum þegar ég var yngri og las ekki bók mér til skemmtunar fyrr en ég var 21 árs eða eitthvað (hlær). Ég hef bara aldrei skilið neitt nema tónlist,“ segir Snorri Helgason í opinskáu viðtali. sérstaklega ánægður með viðbrögðin við Winter Sun.“ – En tölum aðeins um Sprengju- höllina, sem er fólki svo sannarlega í fersku minni. Hvernig hugsar þú um þessa sveit í dag? „Ég var að horfa á gömul mynd- bönd og upptökur um daginn og við fórum alveg ótrúlega geyst. Það var svo fyndið að horfa á þetta, við vorum svo óþolandi, svo yfirmáta hrokafullir (hlær). Ég er enn að svara fyrir fullt af hlutum sem við létum hafa eftir okkur í fjölmiðlum (brosir).“ – En það var óneitanlega hressandi að fá loksins menn inn í senuna sem opnuðu á sér munninn … „Ég er mjög stoltur af þessum tíma. Þetta var einstakt. Lögin hans Bergs Ebba eru t.d. nokkuð sér á parti, hann fór óvenjulegar og skemmtilegar leiðir þegar hann var að semja.“ Ekki nógu góður … – Hvernig líður þér með þá ákvörð- un að hafa flutt út og starfa 100% að því að vera tónlistarmaður? „Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun. Mér finnst mikilvægt að kippa undan sér teppinu í lífinu með reglulegu millibili. Snúa öllu róttækt á hvolf. Það kemur alltaf eitthvað gott út úr því.“ – Er samt ekki hættulegt að fara í svona harkalegar gírskiptingar ef menn eru ekki sæmilega hraustir hvað hug og hold varðar? „Alveg ábyggilega (hlær).“ – Þú stríðir semsagt ekki við neitt slíkt? „Ég fæ bara svo mikið „kikk“ út úr þessu. Að stökkva út í djúpu laugina er mjög frískandi og sýnir manni líka hluti sem maður hafði kannski ekkert verið að pæla í. Ég fann það t.d. þegar ég var nýkominn út að ég væri ekki nógu góður. Með því að stíga frá Ís- landi, þar sem allir eru að klappa manni á bakið, sá maður það mjög skýrt. Ég sá það skýrt að ég var ekki nógu góður sviðsmaður, lagahöf- undur eða hljóðfæraleikari. Þannig að ég sló sjálfan mig utanundir og fór að hugsa hlutina upp á nýtt. Ég vakn- aði á morgnana, drakk mikið kaffi og fór að æfa mig og vinna að mínum hlutum. Þetta hefði aldrei gerst hérna, öryggisnetið er of sterkt.“ – Og hefur ekki horft til baka síðan! „Það sem ég er að gera með þessu, fyrst og síðast, er að sinna því eina sem veitir mér einhverja lífsfyllingu. Ég var aldrei í íþróttum þegar ég var yngri og las ekki bók mér til skemmt- unar fyrr en ég var 21 árs eða eitt- hvað (hlær). Ég hef bara aldrei skilið neitt nema tónlist. Það er það eina sem ég er góður í, það eina sem ég sé fyrir mér að gera.“ „Ég var með mjög ákveðnar hugmyndir um fyrstu plötuna. Ég átti bunka af lögum og vissi upp á hár hvaða hljóðheimur ég vildi að umlyki þau. Þegar ég fór inn í nýju plötuna var ég bara með kassagítar, laglínur klárar og texta en all- ar útsetningar og upptökupæl- ingar voru unnar í samstarfi við Sindra (Má Sigfússon, úr Seabear og Sin Fang). Ég pass- aði mig á því að halda mig til hlés og reyna að láta lögin fara í þær áttir sem þau vildu fara í.“ Hver er munurinn? SNORRI UM PLÖTURNAR Nýjar fréttir berast nú af væntan- legu samstarfi þeirra Thoms York- es og Jonnys Greenwoods úr Rad- iohead og MF DOOM. Nú ætlar Gruff Rhys, leiðtogi Super Furry Animals, að koma inn í verkefnið með hliðarverkefni sitt Neon Neon. Snúið? Tónlistin á víst að koma út stafrænt í smáskömmtum en efnis- leg útgáfa verður í formi mynd- vínyls. Radiohead mun svo ferðast um og kynna nýjustu plötu sína The King Of Limbs á næsta ári. Við- komustaðir verða „hefðbundnar“ borgir í Ameríku og Evrópu að sögn gítarleikarans Eds O’Briens. Radiohead, MF DOOM og Gruff Rhys Samstarf Thom Yorke úr hinni geðþekku sveit Radiohead. Ný safnplata, National Treasures, kemur út á mánudaginn en við- fangið þar er velska rokksveitin Manic Street Preachers. Um er að ræða smáskífusafn, alls 37 lög frá 21 árs löngum ferli. Um þriðju safnplötu sveitarinnar er að ræða, árið 2002 kom Forever Delayed: Manic Street Preachers, The Greatest Hits út sem er safn með bestu lögum sveitarinnar eins og nafnið gefur til kynna. Ári síðar kom svo Lipstick Tra- ces (A Secret History of Manic Street Preachers) út en hún inni- heldur sjaldgæf lög og svo- nefndar b-hliðar. Safnplata frá Manic Street Preachers Umslag Hér getur að líta umslag þessa forláta og vandaða safns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.