Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 304. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Hafa fundið 14 milljarða evra 2. Maður skorinn á háls í … 3. Frumkvöðull og baráttumaður … 4. Einn með allar tölur réttar »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Í bókinni Táknin í málinu eftir Sölva Sveinsson er gerð grein fyrir merk- ingu, sögu og birtingarmyndum mörg hundruð tákna og tilvísana í bók- menntir. Kolbrún Bergþórsdóttir ræddi við Sölva. »26 Morgunblaðið/Golli Fimmtán ára vinna að baki nýrri bók Sölva  Ný djasstón- leikaröð hefur göngu sína á Kex hosteli á morgun kl. 20.30. Þá stíg- ur á pall Latín- kvartett Tómasar R. Einarssonar en hann skipa, auk Tómasar, Samúel J. Samúelsson á básúnu, Ómar Guð- jónsson á gítar og Matthías Hemstock á trommur. Tónleikarnir standa yfir í um tvo tíma og er aðgangur ókeypis. Djasstónleikaröð að hefjast á Kex hosteli  Annað Fuglabúr FTT í vetur verður á Café Rósenberg annað kvöld kl. 21. Sem fyrr leiða saman hesta sína listamenn ólíkra kynslóða og í þetta sinnið eru það feðgarnir Snorri Helgason og pabbi hans, Helgi P., oft kenndur við Ríó tríó. Gaman verður að heyra útkomuna þegar þeir feðgar spila lög hvor annars. Feðgar syngja lög hvor annars Á þriðjudag Norðan 13-18 m/s, snjókoma og vægt frost á norðan- verðu landinu, en hægara og bjart syðra og hiti 1 til 6 stig. Á miðvikudag NA 15-20 m/s og snjókoma NV-lands. Hvessir með talsverðri rigningu A-lands um kvöldið og hlýnar í veðri. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Lægir og styttir víða upp S- og A-lands en vaxandi NA-átt með rigningu A-til í kvöld. Hiti 0 til 8 stig. VEÐUR Guðjón Pétur Lýðsson var ekki alls fyrir löngu leik- maður með þriðjudeildar- liði Álftaness. Eftir stutta dvöl í Svíþjóð er hann orðinn sænskur meistari með Helsingborg og gæti bætt bikarmeistaratitli í safnið um næstu helgi. „Það er svona þegar maður er sveitastrákur. Það er hugarfarið sem kemur manni langt,“ seg- ir Guðjón. »4 Hugarfarið kem- ur manni langt Lagerbäck mætti í heimsókn til Heiðars Heiðar Helguson, leikmaður enska knattspyrnuliðsins QPR, fékk óvænta heimsókn í gær þegar Lars Lag- erbäck, nýráðinn landsliðsþjálfari Ís- lands, mætti til London til að reyna að fá hann til að hætta við að hætta að spila með landslið- inu. »1 HK-ingar komu fram hefndum frá síðasta vetri þegar þeir sigruðu Akureyringa, 30:27, í N1-deild karla í handbolta. HK er þar með stigi frá toppsæti deildarinnar en Akureyri hefur ekki unnið leik síð- an í fyrstu umferð. „Við vorum ekki búnir að gleyma síðasta vetri,“ sagði Erlingur Richards- son, annar þjálfara HK-liðsins. »3 Voru ekki búnir að gleyma síðasta vetri ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Systurnar Díana Ósk og Karítas Pétursdætur eru aðeins á þrítugs- aldri en hafa nú þegar stofnað sitt fyrsta fyrirtæki sem hannar föt. Flíkurnar eru litríkar og kvenlegar og engar tvær eins. Í hverja þeirra eru saumuð jákvæð orð. „Við feng- um þessa hugmynd út frá rann- sóknum sem doktor Masaru Emoto gerði á vatni,“ segir Díana Ósk. „Í stuttu máli þá límdi hann orð utan á flösku með vatni og frysti þar til vatnið myndaði vatnskristal. Ef orð- in voru falleg og kærleiksrík eins og ást og kærleikur þá mynduðust fal- legir kristallar en ef orðin voru ljót og særandi eins og hatur urðu krist- allarnir ljótir og jafnvel brúnir þótt vatnið væri tært. Stór hluti líkama okkar er vatn og því finnst okkur skipta mjög miklu máli að við séum með falleg orð í kringum okkur og finnst þetta góð leið til þess. Gallerí 21 Við systur höfum alltaf haft mik- inn áhuga á fatnaði, ólumst upp við mikinn saumaskap hjá mömmu og ömmum okkar,“ segir Díana Ósk. „Þannig má segja að við höfum fengið þetta í arf. Við fórum út í þetta núna því ég var að klára nám og Karítas þurfti að skipta um vinnu svo það var tilvalið að prófa þetta og við höfum ekki séð eftir því. Við ákváðum að setja ekki fyrir okkur að- stæður þjóðfélagsins. Ömmur okkar og afar bjuggu á sínum yngstu árum í torfkofum og við höfum alla tíð hlustað á sögur af lífsbaráttu þeirra. Við kvörtum yfir því að setja í eina, tvær þvottavélar á dag, amma okkar þurfti að ganga út að læk til að þvo þvott af sér, afa og níu börnum. Þegar maður veltir þessu fyrir sér getur maður varla annað en horft bjartsýnisaugum á ástandið í dag. Við erum báðar bjartsýnismanneskjur og viljum sjá það jákvæða í lífinu frekar en það neikvæða. Við erum nýkomnar með hönnun okkar í Gallerí 21 á Skólavörðustíg. Við gerum okkur grein fyrir því að kaupmáttur Íslendinga hefur minnkað mikið en við förum út í þetta varlega og erum mjög nýtnar. Nú eru að koma jól og flest kaupum við jólagjafir og jólaföt og viljum við benda öllum á að koma til okkar þar sem við erum bæði með fatnað og gjafavöru í Gallerí 21 og tökum vel á móti ykkur.“ Með jákvæðnina að vopni  Nýju fatahönn- unarfyrirtæki komið á kopp Morgunblaðið/Golli Bjartar Systurnar Díana Ósk og Karítas eru jákvæðar og vilja sem flest falleg og hvetjandi orð í kringum sig. Kíra er íslenskt fatahönn- unarfyrirtæki sem var ný- lega stofnað af systrunum Díönu Ósk og Karítas Pét- ursdætrum. „Nafnið Kíra er búið til úr uppáhaldsstöfum okkar í íslenska stafrófinu,“ segir Díana Ósk. „Helsta textílefnið sem við notum er frá Afríku, það er handunnið bómullarefni og er unnið þannig að það er litað ákveðnum lit, svo eru notuð til dæmis laufblöð eða útskornir tré- stimplar til að gera munstur í efn- ið. Við notum svo ýmis önnur efni í bland við afríska efnið í hönnun okkar sem við kaupum þá yfirleitt hér á Íslandi. Fatnaðurinn er litrík- ur og kvenlegur og eru engar tvær flíkur eins. Í hverja flík er saumað orð eins og til dæmis ást, kær- leikur og fleiri slík orð. Jákvæðni er mjög mikilvæg,“ segir Díana. Flíkur með fallegum orðum KÍRA – FATAHÖNNUNARFYRIRTÆKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.