Líf og list - 01.10.1950, Blaðsíða 20

Líf og list - 01.10.1950, Blaðsíða 20
- Ég er rétt að verða til, pabbi, kallaði hún á móti. Mér var satt að segja hálfórótt innanbrjóst vegna þeirrar föður- legu ábyrgðar, sem hvíldu á mér. En hvernig mundi þá blessuðu barninu líða, sem átti að ganga í gegnum allar þessar þrengingar? Ég dáðist að því, hvað hún var róleg og röskleg, þegar hún kyssti móður sína, því að ég fann glöggt á sjálfum mér, hvað litla hjartað hennar barðist ótt af kvíða. Ég skammast mín ekkert fyrir að segja, að ég var stoltur af henni dóttur minni þá. Og á slíkri stundu finnur maður glöggt, hversu heppilegt það er að vera dálítill barnasálfræðingur. Og ég hugsaði mér jafnvel þá, að skrifa dálitla grein um þetta í norskt tímarit öðrum feðrum til lærdóms og leiðbeiningar. Svo héldum við af stað. Um leið og við gengurn niður stigann kallaði konan mín á eftir mér. — Æi, kauptu nú fyrir mig kola eða makríl í matinn á heimleiðinni, góði minn. Ég leiddi dóttur mína mér við hönd, eins og ég man að ég sá á myndinni í barnablaðinu forðum. Það var ekki nema röskur tíu mín- útna gangur til skólans. Fyrst gekk ég þögull við hlið hennar af ásettu ráði, því að sá sem veit eitthvað um barnasálarfræði skilur, að barnið þarf að jafna sig svolítið með sjálfu sér fyrstu sporin frá heimilinu. Hún bar skólatöskuna á bakinu og virtist vera hreykin af henni. Því meir dáðist ég að hugrekki hennar, þar sem ég vissi, að þessi atburður hvíldi þrátt fyrir allt sem margföld byrði á þessum litlu herðum. Þegar við höfðum gengið góðan spöl áleit ég tíma tilkominn að segja eitthvað hughreystandi við hana. Ég ræskti mig því og sagði: — Ég er viss um, að þér þykir gaman að ganga í skóla, þó að þér leiðist kannske eitthvað fyrstu dag- ana. Mér lízt vel á kennslukonuna þína. Ég er alveg viss um, að hún verður góð við þig. Þegar maður talar við börn, þá á maður alltaf að nota þann orða- forða, sem barnið skilur. Maður á aldrei að vera hátíðlegur við börn. — Æ, vertu ekki að þessu, pabbi. Það er svo leiðinlegt, að heyra þig tala svona, sagði Edda. Hm. Hún er ekki svo lítið rogg- in sú stutta. En ég skildi hana samt vel. Það var ógætilegt af mér að vera að rifja þetta upp fyrir henni. Þetta var henni nógu jmngbæirt samt. Þá sagði Edda allt í einu: — Og mundu svo eftir að kaupa kola eða makríl í matinn á heim- leiðinni, eins og hún mamma bað þig um. Nú, nú. Var það ég sem var að ganga í skóla eða hún? En þar kom sálfræðikunnátta mín mér að góðu haldi. Og auk þess þekkti ég hana dóttur mína. Hún var alltaf svo hugsunarsöm við hana móður sína, þótt ung væri. Því að þó að ég segi sjálfur frá, þá er hún mesta skýr- leiksbarn. Enda þekkti hún það af reynslunni, að ég gat verið dá- lítið utan við mig og gleyminn, einkum þegar ég átti að annast matarkaupin. Því að maður í minni stöðu hefur að jafnaði um alvarlegri hluti að hugsa en matar- kaup. Þegar við komum að skólahlið- inu, sem var lokað með stórum járngrindum, þá greip mig svipuð tilfinning og þegar ég gekk inn um sáluhliðið á kirkjugarðinum heima í fyrsta sinni. Þetta voru Jtýðingarmikil spor. í skólagarðin- um fyrir innan hliðið var fullt af krökkum, í alls konar leikjum eða á rápi um garðinn. Það stóðu auðsjáanlega yfir frímínúturnúna. Ég nam aðeins staðar, áður en ég bjó mig undir að ryðjast í gegnum barnaþvöguna til að komast inn í skólann. Ég fann, að mörg auðu stóðu á okkur, og það kann ég aldrei við. Ég hresstist þó við, að það myndi vera ennþá óþægilegra fyrir hana dóttur mína, blessað barnið. En þá veit ég ekki fyrri til, en hún er rokin burt frá mér inn í barnaþvöguna. Ég stóð einn eftir eins og glópur, einmana og yfirgef- inn. Hvað átti þetta nú að þýða? Ég fór að svipast um eftir henni í Jivögunni og kom loks auga á hana í rauðsvartköflótta kjólnum og með dökka hárið með klippta ennistoppinn. Það bar ekki á öðru en hún væri komin í ákafa sam- ræður við eina telpuna og virtist alveg hafa gleymt honum föður sínum. En þá þekkti ég hina telp- una. Það var hún Inga, vinkona hennar, sem bjó á hæðinni fyrir ofan mig í sama húsinu. Þær voru á sama aldri, en hún var þegar byrjuð. En ég hafði ekki komið fyrr en nokkra daga eftir skóla- setningu. En þetta var ágætt. Henni mundi þá ekki leiðast eins fyrstu dagana. En einhvern veginn líkaði mér þetta þó ekki. Þetta gekk ekki eins og það átti að ganga. Og nú kom þriðja stelpan að. Bara að hún færi ekki að stríða telpunni minni með frekjulegum spurningum. Jæja, lofum henni að eiga sig dá- litla stund. Ég gekk hratt, en virðulega inn í skþlann og hugs- aði mér að líta á kennslustofuna, en hana hafði skólastjórinn sýnt mér áður. Skólagangurinn var auður og stofurnar tómar, eins og við var að búast. Kennarastofan var einhvers staðar í hinum end- anum á ganginum. Þangað kunni ég ekki við að fara. Það fer um mig hrollur við að ganga inn í stofu.þar sem ókunnugt fólk er fyrir, Jaó að ég láti aldrei neitt á því bera og 20 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.