Líf og list - 01.10.1950, Blaðsíða 13

Líf og list - 01.10.1950, Blaðsíða 13
skemmtilegur leikur, þ. e. a. s. e£ menn líta á það gegnum leikhús- kíki skáldsins. Þarna geystist tudd- inn inn, bölvandi og ragnandi, stangandi allt og alla, og plægði upp jarðveginn." „Sáuð þér þar kannske írnynd kapítalismans?" „Að vísu má líta svo á, en þessi leikur er miklu skrautlegri.“ Og skáldið heldur áfram: „ . . . og hinn hugdjarfi Tor- ero, sem hérlendir kalla Tor- eador, veifar rauðri dulu og tudd- inn tryllist og froðufellir, og sér allt rautt, unz hinn vaski Torero tekur sér sverð réttlætisins í hönd og rekur það beintíhjartastaðbola og blóðið roðar gulansandinn. Hið bandóða dýr tekur dauðateygjurn- ar og iýðurinn hrópar til nauta- banans: Vive la Madre che te barió, sem þýðir: Lifi sú móðir ,er þig bar! Hetja dagsins er borin út á gullstól. Leiknum er lokið, og hið radíkala atómskáld rekur bens- ínstöngina á kaf í hjarta bílsins, karbúratórinn, og hinn kapítal- istikt byggði skrautvagn geysist bara áfram með enn meiri hraða. „Varið yður, þér akið of liratt, akið ekki hús skáldsins í klessu." „Ha, Gljúfrastein," segir skáld- ið. „Engin hætta, Gljúfrabúinn býr ekki í glerhúsi." „Hví flaggar ekki Gljúfrasteins- búinn í dag?“ „Hans sunnudagar eru ekki ann- arra manna.“ Og uppi á hárri heiðarbrún- kveða við hvellir og skellir í púst- rörinu og bifreiðin staðnæmist. „Nei, hver andsk., bíllinn er þó ekki bensínlaus? Bensínmælirinn miðar á E, sem auðvitað getur ekki þýtt annað en enoughsegir Tlior. Feimnislega lauma ég út úr mér: „Stundum þýðir það líka empty." — Og ég af stað niður á Þingvöll eftir brúsa af bensíni. Þar hitti ég fyrir fagforeiningu bólstr- ara á skemmtiferðalagi, sem bólstr- uðu mig fullan af brennivíni og buðust til að aka tneð brúsann til baka upp í heiðina fyrir ofan, þar sem skáldið beið, og það eina, sem ég man, var að ég söng hástöfum með undirtekt bólstraranna: Stendur i brekku Brúsaskeggur og biður mín þar. En þegar ég kom til sjálfs mín, og óminnishegri var floginn aftur til fjarlægra stranda, mundi ég, að nú bíða állir eftir liinum brúsa- skeggjaða Öku-Thór á brothættum skxautvagni skáldskaparins og nýja skáldverkinu hans, sem hann nefn- ir: Maðurinn er alltaf einn. Og vér vonum, að hann með- liöndli hið viðkvæma farartæki giftusamlega á vegarenda (”dead end“) frægðarinnar án þess að verða bensínlaus, án þess að púnktera, án þess að aka í klessu. Örlygur. o O o LÍF og LIST 13

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.