Líf og list - 01.02.1951, Blaðsíða 3

Líf og list - 01.02.1951, Blaðsíða 3
RITSTJÓRI: Steingrímur Sigurðsson, Barmahlíð 49. Sími: 81248 LÍF og LIST TÍMARIT UM LISTIR OG MENNINGARMÁL Kemur út í byrjun hvers mánaðar. Árgangurinn kost- ar kr. 50.00. Sími: 81248 2. árgangur Reykjavík, febrúar 1951 2. hefti Gestur Guðfinnson: ÞENKINGAR Oa fólkið lærði sitt faðirvor og kver D D og frelsara sínum og guði í lotningu kraup, en heilög þrenning þvældist fyrir mér og þvermóðskufullur sviti af enni mér draup, ég stóð eins og auli andspæms þeim, sem trúa og eiga við frið og rósemd hjartans að búa. Oft varð mér lítið efni að mikilli spurn, sem öðrum fannst gjarnan heimskan ber og tóm, brennandi af áhugta braut ég hverja skurn, en bar ekki skyn á kjarnans leyndardóm. Og gæfusamt fól'k hélt fagnandi leiðar sinnar og fékkst ekki um úrræðaleysi heimsku minnar. Og biskupar lýðsins blessuðu hinn ‘himneska auð og beindu sjónum að gæðum annars lífs, en augu mín staðnæmdust einatt við daglegt brauð í ágirnd þess, sem á lítið td skeiðar og hnífs, og hugsun mín snerist um heimsins réttlæti og dygð og hlutskipti mannanna í allrar veraldar byggð. Og þegar aðrir gengu í heilagt hús og heyrðu og trúðu og þekktu skapara sinn, lék sér efinn að mér eins og köttur að mús og margur grunur Iæddist í hugskot mitt inn. Og þegar ég horfði yfir hólpinna sálna bekki, var hugur minn úti á þekju óg viknaði ekki. LÍF og LIST Lítiltrúaður, tregur og efagjarn á torginu stend ég og spyr og leita mín sjálfs. Ég er eins og fávist, forvitið barn, sem fullorðins spekin svarar ekki til hálfs. En sumir þurfa aldrei að vefjast í vafa og verður engin hugsun til falls éða tafa. 3

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.