Líf og list - 01.02.1951, Blaðsíða 6

Líf og list - 01.02.1951, Blaðsíða 6
þó ekki væri nema skamma hríð í senn, slokkn- aði, fyrr en varði, og hann lagðist í örvæntingar- dróma. Hann hafði um skeið dálæti á amerísk- brezka málaranum Whistler, síðan hneigðist hann að Toulouse-Lautrec og varð heillaður af viðfangs- efnum þessa meistara og hinni beisku siðspilling- ar-heimspeki hans. Frá Lautrec tók athygli hans að beinast að tilraunum Picassos, sem kenndar eru við „bláa“ tímabilið, um það leyti er Picasso fékkst við hin svokölluðu blóð'lausu viðfangsefni sín eins og galdranomimar, trúðana og morfín- istana, en allt þetta hafði þessi spánski málari fengið að láni frá Toulouse-Lautrec, ættgöfga dvergnum frá Montmartre. Hann líkti eftir Cé- zanne, en þó ekki svo, að orð væri á gerandi, og er hann hafði lokið af nokkrum málverkum, sýndi hann með hinum óháðu (Les Independents) árið 1908 og aftur árið 1910. En hann hafði ekki fund- ið sjálfan sig, og myndum hans var tæpast gaum- ur gefinn. Skurðgoðalíkneski Afríkunegra koma til sögunnar. NIR ótvíræðu og frumlegu málarahæfileik- ar hans komu fyrst í ljós og fengu áð njóta sín, er hann kynntist skurðgoðamyndum og tré- líkneskjum negrakynþátta, sem róttækir málarar voru um þessar mundir byrjaðir að viða að sér og líkja eftir. Hann þurfti ekki annað en að líta á þær eitt andartak — þá fór hugmyndaflug hans að starfa og vann óðara bug á sleninu og hristi af honum dmngadeyfðina. Ilann sá í þeim grund- völl þess forms, sem hann hafði séð fyrir, dreymt um og þráð. Annarleg og næstum því afskræmi- leg tjáning þeirra, sem fól í sér barnslega skelf- ing' og hjartnæmt sakleysi, kom heim við af- skræmilega og óhugnanlega tilveru hans sjálfs, ör- vænting hans og dauðsjúklega tilfinningalíf. Loks- ins fann hann ráð, sem hann gat notað til þess að byggja upp myndir sínar með þeim ómcngaðá og ástríðuþrungna skilningi, sem hann hafði á lífinu. Ef nokkru sinni hefur verið til nútíð'arlist- málari, sem af eðlishvöt og án uppgerðar og til- gerðar hefur túlkað myndir sínar í prímitívu formi, nútíðarmálari, sem fann í prímitívri list anda eða sál, sem var blóð af hans blóði eða hluti af hans hjarta, nútíðarlistamaður, er kom á tengsl- um, þótt óljós væru, milli forms síns og mann- legra tilfinninga, er það Modigliani. Hann gerist myndhöggvari. TTANN fékk sér afríkanska grímu (maska), •*■ hengdi hana upp á vegg hjá sér og tók að semja eða draga upp á skipulegan hátt eins konar kenning eða formúlu fyrir list sinni, þar sem í væri falin öll hin sorglega lífsreynsla hans. Hann var góðkunningi Brancusis og Epsteins, og nú byrjaði hann að spreyta sig á höggmyndinni. — Hann hafði upp að vissu marki þann formshæfi- leika, sem hverjum myndhöggvara er nauðsyn- legur: t. d. kemur það glöggt fram í teikningum hans, að hann var gæddur íhyglihæfileikum og athygligáfum góðs myndhöggvara, þ. e. a. s. haim mótaði mynztrið (fígúruna) í skipulögðú jafnvægi með skýrum, hreinum flötum á rúmfræðilegan hátt. Hann byggði og málverk sín öll að hætti skurðgoðamyndanna. Um þetta leyti bjó hann við rýran efnahag, og marmarinn var dýr. Hann átti vanda til að hanga hjá steinsmiðunum, þar til er þeir gáfu honum hellu af venjulegum húsa- steini, sem hann ók síðan heim á vinnustofu sína í hjólbörum. En hann sagði fljótt skilið við' högg- myndagerðina — það var of mikil nostursemi, til þess að geta samhæft ólgunni í geðinu, og rykið var eitur í veik lungun. Engu að síður sannaði Módigliani áþreifanlega með þeim fáu fullgerðu höfuðlíkönum sínum, sem eftir hann liggja, jafn-afríkönskum og þau eru, að hann var sérstæð'astur allra nútíðarmyndhöggvara, sem fylgdu negra-plastíska stílnum, þeim stíl, sem kenndur er við líkneskjusmíði Afríkunegra. Vondir dagar. ANN varð félaus — gat ekki borgað húsa- leiguna. Svalt. Honum var varpað á gadd- inn, en vinir hans, nokkrir blásnauðir listamenn, sem bjuggu leigufrjálst í vöruhúsi, sem var að falli komið, skutu yfir hann skjólshúsi. Einn þeirra var myndhöggvari og hið mesta gæðablóð, en Modigliani gat ekki þolað myndir hans. f einu reiðikastinu tók hann sig til og braut eitt líkn- eski hans, þaut á dyr og sást ekki meir eftir það. Hann lagðist nú í mikla eymd og volæði, svalt, og lét allt reka á reiðanum, þáði mat og drykk af málurum, sem voru næstuin því eins fátækir og 'hann sjálfur, en raunar ekki eins óforsjálir. Stúlkur, sem urðu á vegi hans, fengu samúð með honum, og gáfu honum fyrir koníaki og eiturlyfj- um. Hann lagðist í langa veikindalegu, vinkon- urnar komu til skjalanná og hjúkruðu hónum, þar til er hann var orðinn nógu hress til að ferðast. LÍF og LIST ð

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.