Líf og list - 01.05.1951, Qupperneq 15

Líf og list - 01.05.1951, Qupperneq 15
TVÖ LJÓÐ EFTIR EZRA POUND Fríða. Einars íslenzkaði SENDIFÖR HVERF þú sendiboði, kvæði mitt, til þeirra sem engu una, einnig til þeirra sem þolleysið hrjáir og til þeirra sem hið gagnslausa gerðist að vana, kenndu þeim að fyrirlíta böðla þeirra eins og ég fyrirlít þá, komdu til þeirra eins og fossfall af svalandi vatni og kenndu þeim fyrirlitningu mína á kvölurum þeirra. VERTU þeim vörn gegn umkomuleysinu, gegn ofurvaldi vanans og gegn ófrelsinu. Hverf þú til auðstéttarfólksins sem leiðindin þjá, til þeirra sem hjúskapurinn varð að vondri plágu til þess sem einn veit sjálfur hvar skórinn kreppir, til þeirra sem hlutu aðra en þá sem þeir vildu eiga til hinna keyptu kvenna og til ambáttanna. HVERF þú til þeirra sem óska sér fagurra hluta, til þeirra sem fagurra hluta er bannað að njóta, MUNUR Níu hórdómar, 12 frillulífi, 64 sifjaspell auk nokkurs sem hálfvegis mætti kalla nauðgun hvíla náttlangt sem mara á samvizku vinar vors Florialisar, og þó er maðunnn svo hófsamur í háttum að hann er álitinn meinlaus gufa og geldingur. V.__________________________________________________ vertu eldingin i dauðamyrkri heimskunnar, stilltu srengina góðu, og veittu öryggi hinum uppburðarlausa. Komdu til þeirra þýður og opinskár og leitaðu uppi meinsemdir þeirra sem og gleði þeirra. vertu óvmur hverskyns kúgunar. Hverf þú til þeirra sem fjörleysið færðist yfir með vaxandi aldri og urðu síðan sinnuleysinu undirorpnir. HVERF þú til unglinganna sem búa við húsþrengsli. Hvílík andstyggð að sjá þrjá ættliði ætla sér að vera saman um heimili. Það er eins og gamalt tré beri nýjan blóma, en sé þó feyskið og hætt við falli. GAKKTU á hólm við venjuna, þessa fjötra sem gera dauðyfh úr manm. Vertu óvinur allrar yfirdrottnunar. Ezra Pound: Commission. MANNA Bartidides afiur á móti, hvers orðbragð er alræmt og ritháttur hans hefur getið tvíbura við konu sinni, en til þess að því yrði framgengt hlaut hann að verða kokkálaður þrisvar. Ezra Pound: The temperaments. LÍF og LIST 15

x

Líf og list

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.