Líf og list - 01.06.1951, Blaðsíða 4

Líf og list - 01.06.1951, Blaðsíða 4
öld. Engu að síður lögðu þessir fornmenntasinn- uðu aðalsmenn frumdrög að því formi, sem óperan býr enn að. Fram að þessum tíma hafði kirkjan sett svip sinn á alla tónlistariðkun, en kirkjutón- listin mótaðist mjög af mikilli kontrapunktsnotk- un, sem gerði textaframburð oft torskilinn. Gegn þessari óhóflegu notkun kontrapunkts risu þeir félagar öndverðir. Fyrir þeim vakti að tengja sam- an leiktexta og einsöng með undirleik, þar sem textinn nyti sín til fulls. Það, sem einkenndi þess- ar fyrstu óperur, var einkum recitativið (söng- framsögn, söngtal) með undirleikog kórlög. Text- ínn var að jafnaði sóttur í gríska sögu og goðsagnir. Fyrsta óperan, Dafne, eftir Peri, var flutt í Flór- enz árið 1597, og þremur árum síðar samdi hann aðra óperu, sem flutt var við brúðkaup Hmriks IV. Frakkakonungs. Þessar óperur vöktu geysi- mikla hrifnmgu, vafalaust öðrum þræði vegna íburðar í leiksviðsskreytingum og -búnaði, og urðu þær til þess, að önnur tónskáld tóku að semja sams konar verk. Og brátt hiaut óperan viðurkenningu sem sjálfstætt listform. I fyrstu var hún eingöngu á vegum aðalsins, en ekki leið á löngu, unz hún tók einnig að gerast þáttur í lífi almenmngs. Monteverdi var fyrsti óperu- höfundur, sem verulega kvað að. Hann var lærð- ur tónlistarmaður og hafði samið tónverk ann- arra tegunda. Önnur ópera hans, Orfeus, tók langt fram öllum fyrri tilraunum í þessa átt, bæði að tónlistargildi og tækni, en í síðari óperum hans komu enn ibetur í ljós grundvallaratnði hug- mynda hans um óperur. Árið 1637 var fyrsta söngleikhúsið reist í Fen- eyjum, sem voru framan af miðstöð óperunnar, en slíkum leikhúsum var einnig komið á fót í flestum stærstu borgum Italíu. Á síðara helmingi 17. aldar tók óperan nokkrum breytingum. Hið stranga, klassíska framsagnarform vók að nokkru leyti fyrir frjálsari notkun sönglaga og frjálsari hrynjandi: Arían var í fæðingu. Alessandro Scar- latti átti öllum öðrum meiri hlut að þessari þró- un. Hann leysti óperuna af þeim þrönga bás, sem upphafsmennirnir höfðu markað henni og jók bæði á dramatískt gddi hennar og tónlistargildi. Meðal nýjunga hans má nefna meiri fjölbreytm í hljóðfæraskipun og meiri orðgnótt í recitativ- um. Lærisveinar Scarlatti sömdu tugi ópera á arl hverju, unz óperan varð vinsælasta skemmtun, sem völ var á. En lýðhylhn fól þó í sór hættur, sem ollu nokkurri hnignun. Almenningur hafði meiri hug á skrautlegum sýningum, fjölmenn- um kórum og einstökum söngvurum en á ton- hstargildi. En eigi að síður lagði Scarlatti slíkan skerf til óperunnar, að fremstu höfundar hennar sóttu til hans hugmyndir meira en öld. Samtímis því, sem gerðist á Italíu, tóku að skapast óperur í Frakklandi og Þýzkalandi, að mestu úr þjóðlegum efmvið. Franska óperan atti upptök sín í franskri þrettándualdar-tónlist. En foreldri hennar eru þó ballettarnir frá síðara helm- mgi sextándu aldar. Lully (/Ó39—’8y) er talinn faðir franskrar óperu. Áður en liann sneri sór að óperunm, samdi hann marga hirð-balletta, sem nutu mikillar hylli við hirðina, og einnig gam- anballetta (,,Comedie-ballets“) fyrir áhrif fra Moliere, en í þeim var þrinnað saman gaman- leikur, tónlist og dans. Lully samdi margar óper- ur, sem urðu mjög vinsælar. Eftirmaður hans vat Rameau, sem var í rauninni frumlegra tónskáld en Lully, en öðlaðist þó aldrei hylh hans, að sumn leyti vegna þess, að hann lagði minni rækt við texta. Upphaf ensku óperunnar er kennt við Henry Purcell (1658—95ý, höfuðtónskáld Englend- mga. Af fjölmörgum söngleikjum hans er Dido og Aeneas hinn eim, sem telst fullgild ópera, en hún er mjög frumlegt verk, gædd aðdáanlegri feg' urð. Purcell varð fyrir nokkrum áhrifum fra frönskum og ítölskum tónskáldum, en list hans er eigi að síður mjög þjóðleg. I Þýzkalandi má rekja upptök óperunnar til trúarlegra og veraldlegra leikja frá miðöldum, en saga þýzkrar óperu hefst raunverulega fyrst, þeg' ar ítalska óperan var leidd inn. Fyrsta söngleikhus- ið var reist í Hamborg árið 1678, og þar var sýnd þýzka óperan, Adam og Eva eftir Johann Theile. Hún var samin í anda heittrúarstefnunn- ar og virðist hafa verið fremur þurr, eins og marg- LÍF og LIST 4

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.