Líf og list - 01.06.1951, Blaðsíða 12

Líf og list - 01.06.1951, Blaðsíða 12
NÆ T UR VÍN Ljóð eftir JÓN ÓSKAR Veiztu hvers þú leitar er þtí leitar að augum fullum af v'tni brennandi nautnar í garðinum bak við hús þitt opnum munni burt frá þér sjálfum týndur inn í myrkur botnlausrar nœtur augu full af vmi að munni þtnum horfa nœturdrukkinn er svipur þinn 6 veiztu hvers þú leitar opnum munni þú sem eitt sinn horfðir úr bernsku þinni á veginn þar sem fætur ungrar vinu þinnar léttir stigu forðum í morgunbirtu nýrra drauma. ______:________________________________j — Nú? — I'ú flaðrar upp um píkuna eins og lóðahundur. — Ekki vantar þakklætið, sagði ég. — Mér er alveg sama, ég hefði ekki gert það, sagði Jói. — Nei, það er satt, þú byggðir brúna, og þess vegna máttu strjúka öllu kven- fólki héraðsins á lærunum, sagði ég. — Hún er ekkert kvenkyn, sagði Jói. — Hvað þá?, sagði ég. — Alminlega náttúraður kvenmaður hefði þolað þetta, sagði Jói. Uppörtunin kom með pepsíið og við sögðum ekkert við hana, og Jói blakaði ekki hendi. Við drukkum niður í hálfa flöskuna og héldum okkur saman, meðan við vorum að því. Menn voru að koma og fara inn í stofuna, en engir yrtu á okkur hvað þá heldur virtu okkur viðlits. Sumir þeirra liöfðu unnið við brúna, en það var saga, það var einhver andskotans reiging- ur í þeim. Við vorum afar beygðir og miður okkar yfir þessu tómlæti, og ég fór að hugsa um að standa upp og gá í sal- inn. Og mig fór að langa til að dansa við hana, og ég fór að hugsa um það og hvemig það myndi verða, og kannske myndi það ekki verða neitt, og þá væri gott að eiga dreitilinn í flöskunni. — Eg ætla fram, sagði ég. — Það verður ekki andskotalaust, sagði Jói. — Ertu með, sagði ég. — Með í stelpustúss. Viltu á kjaftinn?, sagði Jói. — Hvað er þetta maður, er ekki kom- ið niður í þér enn?, sagði ég. Hann var máttlaus og óskaplega ]>reytt- ur og óskaplega fullur, og neðri vör hans hékk niður, eins og opinn slákjaftur á skurðgröfu. — Hissaðu þig upp, það er ekki sjón að sjá þig, sagði ég. Hann fór að reyna rétta sig við og gTÍlla í mig, og hann sagði: — Gengur eitthvað á fyrir þér? — Þú ert að verða nokkuð framlágur. sagði ég. — Skiptér ekki af því. Eltu stelpur, irrdan, bittana, bíttana, hvutti!. sagði Jói. Ég var hálft í hvoru að hugsa um að reiðast, en þá datt hann fram á lúkumar, og ég sá hann var kominn í mark. Frammi á ganginum rakst ég á þá Sæta- Nása og Dóra, og það var hí og hallelúja. — Allt í fínasta, sagði Dóri. Hann var í hífing, og þessi eina fram- tönn, er var í gangi hjá honum, skelltist kolmórauð á neðri vörina, og munnvatnið frussaðist báðum megin við hana, þegar hann talaði. Tranturinn var innhverfur af tannleysinu, og hann var með töbak á hökunni. — AUt í fínasta drallinu, sagði Dóri. Sæti-Nási reyndi að gera sig ópersónu- legan og horfði yfir höfuðið á mér og sagði: — Nokkrar stelpur hér? — Nei engar, sagði ég. Ég sagði honum ekki frá því, af því hann hafði verið að fara á fjörumar við hana, eins og allir. Enginn vissi hvaðan hún kom til prests- ins, af því enginn hafði spurzt fyrir um það. Og það hafði verið eitt tryllt helvíti í kringum hana í allt sumar. Og við, sem vorum í brúarsmíðinni, höfum ekki um annað talað eða liugsað en hana; livernig hún myndi fara í bólinu og hvort séra Handanvatna héldi við hana. Og ég vissi að Sæti-Nási var kominn í ]>eim tilgangi að gera út um þetla. Hann var búinn að hafa hitt og þetta í heitingum, varðandi hana, allt sumarið, og þó ég scgði honum að hér væru engar stelpur, þá myndi hann vita af henni innan stundar hvort eð var. Dóri brá sér frá og fór að góna inn í salinn, og svo kom hann til okkar og það hlunkaði í honum. — Andskota drallinu, ef Mósa cr ekki hér, sagði Dóri. Sæti-Nási kímdi, og hann sagði: — Það er mannglöggur piltur hann Dóri. Ég vissi Iivað liann fór. Hann var að gefa í skyn, að ég skyldi léta hana í friði. Og hann myndi hafa Dóra með scr af í hart færi út af henni. — Hann Dóri er sko enginn venjulegur, sagði ég. Séra Ilandanvatna kom til okkar og gat í hvorugan fótinn stigið fyrir brennivíni, og andlitið á lionum var eldrautt, eins og á berrössuðum engli i jólaútstillingu. — Hí guttar, sagði séra Handanvatna. — Allt í fínasta drallinu, sagði Dóri. — Þegið þér, sagði séra Handanvatna. — Andskola drallinu, sagði Dóri. — Gcrið ]iér yður það ljóst, að þér eigið í viðræðum við prest, sagði séra Handan- vatna, og honum var svo mikið niðri fyrir, að liann lokaði vinstra auganu og lét renna úr nefinu, án þess að bera við að þurrka það. Enginn skildi hvers vegna hon- um var svona uppsigað við Dóra, en Dóri reiddist þessu, eins og hann hafði bezt vit á og sagði: — Preslurinn og Mósa og drallið. — Holdin kjaft, sagði sé.ra Ilandan- vatna. — Hvurn djöfulinn ertu að kássast?, sagði Sæli-Nási við prestinn. — Hí guttar, sagði séra Handanvatna, og lét sig fljóta frá okkur í þvögunni. Það var geypileg þröng við dyrnnr, og fólkið tróðst innum ]>ær öðrum megin og 12 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.