Líf og list - 01.06.1951, Blaðsíða 7

Líf og list - 01.06.1951, Blaðsíða 7
Leiksviðsmynd úr RIGOLETTO: í höll hertogans. Helztu óperur annarra tónskálda Vestur- Evrópu á síðara hclmingi 19. aldar eru Faust eftir Gounod, Carmen eftir Bizet, sem er ef til vill vinsælasta ópera, sem samin hefir verið, La Bohóme og Butterfly eftir Puccini, Cavalliera Rusticana eftir Mascagni og Bajazzo eftir Leoncavallo. í Rússlandi skapar Glinka (1804—r$57,) nýja stefnu, er hann samdi Lífið fyrir keisar- ann, enda er hann nefndur ,,faðir rússneskrat tónlistar“. Hann reyndi að tengja erlenda tói->- listarmenningu rússneskum kirkjusöng og al- þýðutónlist. Af óperum annarra rússneskra tón- skálda ber að nefna I go r p r 1 n s eftir Borodin, sem er skrautleg ópera með austurlenzkum blæ, Bor- is Godounoff eftir Moussorgsky, sem er tal- in bezta verk hans, og Sadko og Le Coq d’Or eftir Rimsky-Korsakov. Það, sem af er þessari öld, hefur venð sannnn fjöldi óperuverka, en þeim verða ekki gerð skil hér. II Um þremur og hálfri öld eftir að óperan hefur göngu sína á Ítalíu, er í fyrsta skipti flutt ópera í Reykjavík. 1 fyrra var það flokkur frá Stokk- hólmi, sem flutti okkur Brúðkaup Figaros eftir Mozart, með aðstoð íslenzkrar hljómsveitar, en nú þessa dagana hafa íslenzkir söngvarar og hljóð- færaleikarar flutt okkur Rigoletto eftir Verdi. Ýmsum mun hafa þótt í mikið ráðizt af Is- lendingum að ætla að flytja hór óperu af eigin ramleik, en nú er þetta orðinn raunveruleiki. Til að koma slíku í framkvæmd hór, svo vel væri, þurfti mikið átak, samstilltan vdja þeirra, sem hönd lögðu á plóginn, og fádæma elju og bjart- sým þeirra, er leik og söng stjórnuðu. Um árang- urinn í hcild má segja, að hann hafi fanð fram úr vonum flestra og só samboðinn því menningar- hlutverki, sem þjóðleikhús okkar á að gegna. Opera Verdis, RIGOLE'ITO, var flutt í fyrsta skipti fyrir hundrað árum og aflaði hún Verdi heimsfrægðar. Hún telst ekki til fullkomnustu Líf og LIST T

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.