Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 5

Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 5
[ ★ BÓKMENNTIR ic 1 NILS HELLESNES: HALLDÓR KILTAN LAXNESS (------------------------------------------------------------:-------'' Grein sú, er hér birtist í íslenzkri þýðingu, kom nýlega í norska tímaritinu SYN OG SEGN. Líklega hefur Halldór Laxness varla verið eins mikið lesinn í Noregi og öðrum grannlöndum vorum fram að þessu, og kann einhverjum að þykja fróðlegt að heyra þessa norsku rödd um tvær skáldsögur hans. Má og alltaf nokkuð af því að læra að sjá, hversu útlendir menn bregðast við íslcnzkum skáld- verkum, og höfum vér því tekið greinina traustataki til birtingar í ritinu. R i t s t j . _____________________________________________________________________ FYRIR RÚMLEGA fimmtíu árum fór Þorsteinn Gíslason, er seinna varð þekktur blaða- maður og skáld, til Kaup- mannahafnar til þess að taka meistarapróf í bókmenntum. Ritgerð hans um bókmenntir á íslandi eftir 1600 var stór og víðtæk, en prófessorinn neitaði honum um próf á þeim forsend- um, að ekki væru til íslenzkar bókmenntir eftir 1600. Þor- steinn Gíslason fór heim aftur og reyndi sig ekki úr því á lær- dómsbrautinni. Með beisku brosi lét hann eiga sig þá skoð- un, sem ríkti á Norðurlöndum, að ísland vseri og ætti að vera fornnorrænt safn. Og býsna mörgum finnst enn í dag ís- land vera sögusafn. En í þús- und ára sögu íslands hefur orð- listin verið hugðnæmasta and- legt viðfangsefni þjóðarinnar. Sú skoðun var almenn, að kyrr- staða hefði komið í bókmennta- iðkanirnar eftir hið andlega gróskuskeið, sem gat íslend- inga sögurnar. Einangrun í máli og danska einokunin ollu þess- ari skoðun. Ef maður rannsakar bók- menntalífið á Íslandi frá 1400 og til nýja tímans, kemur í ljós, að allt þetta tímabil hefur ver- ið fullt af ólgandi andlegu lífi, sem haldið hefur þjóðinni á floti í andstreymi og hörmung- um. Engin önnur þjóð í heimi hefur að jöfnum fólksfjölda eins umfangsmikla og listrænt þroskaða bókmenntaframleiðslu og íslendingar. Þeir hafa alltaf byggt á þeirri vöggugjöf, sem þeir fengu í arfi eddu og sögu. Á 20. öld hefur landið átt marga menn, sem reynt hafa að sameina fortíð og nútíð í eina menningarsögulega stefnuskrá, sem gæti vísað skáldunum leið. Nútímaskáldskapur íslenzkur hefur skapazt á óróatíma, þegar megin atvinnulífsins var að flytjast frá sveit til hinna nýju smábæja. Hinar þjóðfélagslegu hugmyndir hlutu að sverfa að leifð og erfðavenjum. Hið nýja sjálfstæði krafðist persónulegs og alþýðlegs ákvörðunarréttar, sem fær væri um að leysa úr vandamálum. Reynd skyldi þús- und ára gömul menningarstefna þjóðarinnar ásamt með hinum nýju hugyndum. Sá fyrsti, er sagði skilið við hinn gamla rómantískt bland- aða realisma, var Þorbergur Þórðarson, sem gaf út Bréf til Láru 1927 og brá af öllum erfða- venjum íslenzks sagnastíls. Bæði að stefnu og stíl er þessi bók expressjónistisk, en bak við hinar frumlegu lýsingar liggur þjóðfélagsleg hvatning og brýn- ing til andlegs sjálfstæðis. Hin- ir bókmenntafróðu lesendur stóðu efablandnir gegn þessu nýja eldregni, sem var áður óþekkt í bókmenntaheimi þeirra. í umræðum, sem spurm- ust út af þessu, lagði prófessor Sigurður Nordal áherzlu á sam- leikinn milli hinna nýju hug- mynda og hinna alþýðlegu og þjóðlegu vaxtarskilyrða. Árið 1933 hóf Kristinn Andrésson þungan áróður fyrir þjóðfélags- legri list. Átökin um stöðu list- arinnar í samfélaginu leiddu til klofnings í íslenzkum rithöf- undasamtökum 1944, og féllu þau í tvo jafna hluta. Þannig hittir maður á sögueynni bók- menntir, sem sveiflast milli nýs þjóðfélags viðhorfs og gamallar lífseigrar arfleifðar. Það skáld, sem sýnir þessar andstæður bezt, er Halldór Kiljan Laxness, sem í dag er eitt af stóru nöfn- unum í heimsbókmenntunum. LÍF og LIST 5

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.