Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 28

Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 28
Asta Sigurðardóttir: GATAN í RIGNINGU RÁTT ínalbikið gljáði regnvott í kvöldsólinni og pollarnir köstuðu ljósspjótum í ýmsar átt- ir. Regndroparnir sáldruðust úr loftinu, drukku í sig ljósið og flögruðu nær og nær jörðinni, eins og feig náttfið'rildi. Hafrænan þaut í trjánum öðru hvoru, strauk eftir grasinu og bærði þvottinn, sem hengdur hafði verið út í fátækraþerrinn. — Mér leið ónotalega, því votur kjóllinn límdist við mig og slóst um bera fótleggina á mér eins og sjóblautt segl. Eg sætti mig betur við það, af því að nú rigndi minna, og fötin mín hlutu að þorna bráðum. Ég var þyrst og dálítið svöng, en verst þótti mér að eiga ekki sígarettu. Vingjarnlegur trébekkur dró mig til sín og ég lét fallast á hann örþreytt. Þarna var ég þá komin í almenn sæti þess stóra leiklniss án þess að borga, og virti fyrir mér lcik- tjöldin og svið'ið. Mjallhvítir og okkurgulir húsagaflar lýstu í bjarmanum eins og óskrifuð blöð, þökin glóðu í þúsund Ktbrigðum, græn, svört og rauð. Eftir blýgráu asfaltinu gengu persónur. Ungir menn, keikir og djarflegir, reigsuðu fram hjá mér með háværu glensi, ungar stúlkur, sem leiddust arm í arm, hvískruðu hver í annarrar eyra og ráku upp hvella smáskræki, eins og brothljóð í gleri. Lítill krakki grét sáran yfir eyðilögðum bíl hin- um megin á götunni og tárin komu jafnharðan aftur, þótt hann reyndi að þurrka þau af. Gömul kona með bólgnar hendur eigrað'i niður- lút með sorpfötu inn í port. Rétt hjá mér léku sér tvær hvítar dúfur. Aug- un í þeim tindruðu dökk og þær kurruðu ást- fangnar út í heiminn, lyftu hvítum vængjum og flögruðu léttar í rennusteinunum. Glampandi regndroparnir hrutu af þeim eins og sindur. — Höfundurinn myndskreytti. Gamall drykkjumaður kom til ínín, slagandi eftir akbrautinni. Hann rétti mér skjálfandi, beina- bera liönd og settist þyngslalega á bekkinn við hliðina á mér. — Þú átt að vera glöð, sagði hann í ávítunar- rómi. — I kvöld gengur hann í norðanátt. — Af hverju ertu að'gráta? Eg leit upp og strauk mér í framan með skýlu- klútnum mínum. — Eg er ekki að gráta, sagði ég. — Eg fékk bara ofbirtu í augun. Hann dró fram svartadauðaflösku og skyggndi hana við sólu. Hún var tæplega hálf. — Þetta er dauði, sagði hann, dálítið upp með sér. — Viltu dreitil? Það var ekki amalegt að fá afréttara, og ég tók við flöskunni orðalaust og drakk vænan teyg. Það var óblandaður svartidauði og mér varð snöggvast dálítið óglatt. Svo færðist um mig nota- legur ylur. Drykkjumaðurinn gaf mér auga. — Eg held þú hafir gott af að reykja eina sígarettu, sagði hann. Hann dró upp tvær þvældar sígarettur úr brjóstvasanum og gaf mér aðra. Eg kveikti í og var nú hætt að skjálfa að mestu, og fann minna til kuldans. Fegurð dagsins hófst upp í æðra veldi og nálgaðist æ meir hið alfullkomna. Drykkjumaðurinn tók að' raula sáhn rámri röddu en fór út af laginu og hætti. — Heyrðu, áttekki túkall? spurði hann hás. Eg kafroðnaði vegna fátæktar minnar, að eiga ekki einu sinni túkall til að miðla þessum rausn- arlega manni. Til að dylja hvað ég skammaðist mín leitaði ég með írafári í galtómum vösum mínum, þótt ég vissi, að þar var ekkert að finna. — Nei, ég á ekki túkall, hvíslaði ég. — Hann er farinn. Drykkjumaðurinn leit á mig af meðaumkun: LÍF og LIST 28

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.