Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 23

Líf og list - 01.10.1951, Blaðsíða 23
hann yrði sannari miðað við skaphöfn Jakobs og tilgang hans. í leiktjaldagerð sýndi Lárus Ingólfsson smekkvísi og hugkvæmni eins og svo oft áð- ur. Leiknum var vel tekið á frumsýningu og höfundurinn hylltur. Annars tókst framköll- un leikenda hálfklaufalega. Að- alleikandi á að koma fram sér, svo og leikstjóri (í eigin gervi) og höfundur, síðan tveir eða fleiri saman. Ekki fer heldur vel á, að þeir þakki hver öðr- um, á meðan á framköllun stendur. Sv. B. — Á KAFFIHÚSINU Framhald af 2. síðu. Til þessa hljóta að liggja ytri ástæð- ur, og meðal þeirra teljum vér ekki hvað sízt hinn harða íslenzka vetur, sem læsir jörðina frostgreipum mest- an hluta ársins og bannar jarðyrkju og flesta útivinnu. í orðinu „bjarg- ræðistími" felst mikil menningar- saga. Það segir oss, að á tiltölulega stuttum tíma verði þjóðin að hrifsa saman björg sína til alls ársins, og þann tíma verður að beita kröftum eins og framast má verða. En á eftir kemur logn og værð, lítið hægt að gera úti við, það er hinn langi vet- ur, sem þá færði mörgum tíma til andlegra iðkana og tóm til æðri menningar. Þetta var allt annað en hinn sami og jafni launaþrældómur, sem margir eru nú hnepptir í allan ársins hring. Ef ekki hefði verið hinn harði og kaldi íslenzki vetur, má guð vita, hvort vér hefðum nokk- urn tima skrifað alminlegar bækur. Látum oss því upp á gamlan kunn- ingsskap bjóða veturinn velkominn í þeirri von, að hann færi oss ögn af. þeim tíma og því tómi, sem hann færði forfeðrum vorum, og ekki sak- ar, ef hann eykur karlmennsku, eins og Bjarni Thor. og Johannes V. Jen- sen héldu. i ÞRJÚ SMÁKVÆÐI eftir Erling E. Halldórsson 1. [ DAG leit ég fyrst þína ógn, Island; aumkunlega kofa í grámulegu tum; o o o 7 yfir þrumdi hlíðin eins og hamraveggur: hjarta lands míns ku vera falið þar í klettunum. Og hjarta míns lands er hart eins og klettarnir, það heyrist stundum bresta í því í garranum: þegar stormurinn skekur hlíðina eins og hálmþak, ku hjarta lands míns vera að sækja í sig móðinn. 2. A HEIÐINNI gráu er alhvítt fram yfir sumarmál, síðan fer að ydda á hnjúkana, síðan byrjar mosinn mdh steinanna að tútna. Svo kemur kannski svanur á vatmð, verpir sér hreiður í hólmanum og syngur: þessir lóngu tónar kveða kyrrðina til lífsins. Að lokum kemur maðurinn að sunnan: ég O renni fclmtruðum sjónum út yfir auðnina. 3. QG BÆIRNIR híma undir heiðinni gráu ■ heimóttarlegir, kyndugir, lotnir, líkt og aldraður bóndi með viprur um varir, sem varð á sú hneisa að nussa af bátnum í kaupstaðarferð, og konan ein heima með kellingu, ærnar og nýborna Huppu. Jtíní 1951- <_____________________________________________________j LÍF og LIST 23

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.