Líf og list - 01.05.1952, Blaðsíða 24

Líf og list - 01.05.1952, Blaðsíða 24
Ejyiest Hemingway: SNJÓAR KILIMANJARÓFJALLSINS Kilimaniaró er snœoi þakiÓ fjall 19,710 jcia hátt og cr taliÓ vera hœsta jjall í Afríku. Vcsturtind þcss kalla Massœjarnir ,,Ngájc Ngái“ e8a Hús guðs. Nálœgt vesturtindinum liggur upphorrnaÓ og jrosiÓ hrœ aj pardusdýri. Enginn maÓur hefur nokkru sinni gctaÓ skýrt hvaÓ haÓ var, sem pardusdýrið leitaði í þessari hæð. „FURÐULEGAST ER, að það cr sársaukalaust", sagði hann. „Þannig veit maður, hvenær það byrjar“. „Er það svo?“ „Gjörsamlega. En mér leiðist lyktin hræðilega. Hún hlvtur að fara í taug- arnar á þér“. „Talaðti ekki svona! Hættu, gerðu það, hættu!“ „Horfðu á þessa þarna“, sagði hann. „Hvort er það nú helclur sjónin eða lyktin, sem laðar þá að?“ Maðurinn hvíldi á bcdda í breiðum skugga mímósatrés, og er hann leit yfir skuggann fram í skæra birtu sléttunnar, sá hann, að þrír þessara stóru fugla höfðu setzt cfónalega niður á jörðina, og samtímis sveimuðu aðrir tólf uppi í háloftinu og vörpuðu frá sér óðfluga skuggum, um leið og þcir svifu fram hjá yfir höfði hans. „Þeir hafa verið þarna alltaf síðan daginn, sem flutningsvagninn eyðilagð- ist“, sagði hann. „Það er í fyrsta skipti í dag, scm nokkur þeirra hefur setzt á jörðina. Ég athugaði gaumgæfilega, hvernig þeir fltigu fyrst í stað, ef það skyldi einhvern tíma koma að því, að mig langaði til að nota þá í skáldsögu. Kyndugt að hugsa um það nú“. „Ég vildi óska, að þú létir það ekki eftir þér“, sagði hún. „Ég segi nú bara svona“, sagði hann. „Það er svo miklu hægara að tala. En ekki langar nug til .þess að hrella þig“. „Þú veizt, að þetta angrar mig ekki neitt“, sagði hún. „Ég cr bara orðin svo taugaveikluð af því, að geta ekki gert neitt. Ég hcld, að við ættum að geta látið okkur báðum líða cins nota- lcga og auðið cr, þar til flugvélin kem- ur“. „Eða þangað til flugvélin kemur ekki“. „Ó, viltu segja mér, hvað ég get gert. Eitthvað hlýtur það að vera, sem ég gct gcrt“. „Þú getur tekið af mér fótinn, kannski getur það stöðvað þctta, og þó efast ég tim það. Ellcgar gcturðu skot- ið mig. Þú ert bara orðin býsna góð skytta. Það áttu mér að þakka. Ég kenndi þér að skjóta, ekki satt?“ „Vcrtu nú sætur og talaðu ekki í þcssum dúr. Á ég ckki að lcsa citthvað fyrir þig?“ „Lesa hvað?“ „Hitt og annað úr bókasekknum, sem við höfum ekki lesið“. „Ég þoli ckki að hlusta", sagði hann. „Það er þægilcgra að tala. Þá rífumst við, og það drcpur tímann“. „Ég rífst ekki. Mig langar aldrei til að rífast. Við skulum aldrei rífast fram- ar. Alveg sama, hvað við vcrðum tauga- veikluð. Ef til vill korna þeir aftur með annan flutningsvagn í dag. Ef til vill kemur flugvélin“. „Ég kæri mig ckki um að flytja héð- an“, sagði maðurinn. „Það er vitifirrt að flytja núna ncmai til þcss eins að gera þér auðveldara fyrir“. „Agalega ertu tíkarlcgur“. „Geturðu ckki látið karlmann deyja eins þægilcga og hann getur, án þcss að kalla hann öllum illum nöfnum? Hvað stoðar að skamma mig?“ „Þú deyrð ekki“. „Vertu ekki svona mikill kjáni. Ég er að deyja núna. Spurðu bara þcssa drýsildjöfla þarna“. Hann horfði þang- að, scm þessir risastóru, sóðalegu fugl- ar sátu með ber höfuðin í kafi í fiðrinu. Fjórði fuglinn kom aðvífandi úr loft- ínu, renndi sér ofan á jörðina eins og sviffluga, hljóp stuttum skrcfum spöl- korn, þar til ferðin var farin af honum, og vaggaði síðan hægt í áttina til hinna. „Þcir hanga umhverfis allar tjaldbúð- ir. Menn taka bara ekki eftir þeim. Maður getur ekki dáið, ef maður gefst ekki upp“, sagði hún. „Hvar lastu þctta? Þú ert svo djöfull vitlaus“. „Þér væri nær að hugsa um citthvacS annað en það“. „Guð sé oss næstur", sagði hann, „það hefur verið ævistarf mitt“. Svo lá hann kyrr nokkra hríð og leit út yfir hitamóðu sléttunnar í áttina til kjarrskógarins. Þar voru stöku gazellur á beit, scm virtust örsmáar og hvítar í samanburði við allan þcnnan gula lit, og langt í burtu sá hann hóp af zcbra- dýrum, sem virtust hvít samanborið við grænan kjarrskóginn. Þetta var skemmtileg tjaldbúð undir stórum trjám upp við hæð, drykkjarvatnið var gott, og skammt þar frá var næsturn upp- þornaður vatnspyttur, þar scm orrarn- jr flykktust að á morgnana. „Viltu ekki, að ég lesi fyrir þig?“ spurði hún. Hún sat á strigastól við hliðina á bcddanum. „Nei, þakka þér fyrir". „Kannski kemur flutningsvagninn?" „F.g gcf skít í flutningsvagninn?" „F.kki ég“. 24 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.