Teningur - 01.04.1986, Side 44

Teningur - 01.04.1986, Side 44
(81) er sama áriö og íslenski heimssöng- varinn, Eggert Stefánsson, lofsyngur sem ,,ár örlaganna sem kemur með Réttlætið og Frelsið til íslands: Árið Eina. . .“ (82). Við látum sannfærast um að þó viðbjóð- ur umheimsins skipti vissulega máli þá tilheyrir hann okkur ekki, okkar Úfi. Andri og Bylgja geta t.d. ekki tengt reynsluna sem þau verða fyrir í Dachau við neitt nema bíó: „Hitler, var hann ekki í sömu skúffu og Chaplin? Áhka raunverulegur." (81). Villigöturnar sem Andri og Bylgja ráfa um einkennast af því að öfugt við Guð- mund Andra þá leggja þau aðaiáhersl- una á lífið fyrir utan, heimsmá\in: Á meðan þeir töluðu bjó um sig til- finning um að heimurinn breyttist, að þeir breyttu heiminum með orðum sínum. Þess vegna hlustuðu þeir aldrei hver á annan heldur kepptust við að breyta heiminum, skapa heiminn hver í sinni mynd. (16) Þegartil kemur og þau þurfa að takast á við tilveruna eins og hún er eftir synda- fall og Paradísarmissi sjá þau að: Þetta var ekki veruleiki sem hægt var að tékka á yfir kaffi og kökum inni í eldhúsi og standa svo upp frá þegar maður hafði fengið sig fullsaddan. (183-84) Andri og Bylgja eru líka ófær um að upplifa ævintýrin sem ævintýri hér og nú eins og Hringur gerir á leiðinni í leik- skólann og er „Hrói Höttur, Súper- mann, Tarzan og Roy“. (48) Hjá þeim skötuhjúum er morgunþoka í þýskum skógi ,, eins og í Grimmsævintýri" (80) og hryllingurinn í Dachau: „AJveg eins og á bíó“ (81) eins og áður er nefnt. Jafnvel á stærstu stundum einkalífsins verður Andri að skynja sjálfan sig í gegnum einhverja aðra. Bylgja er að eignast bam og Ándri sér sig sem Lenn- on „á meðan Yoko var á sjúkrahúsi eftir fósturlát“ (162) og: „Nú vom aðeins þrjár mínútur á milli hríða og kvalimar hökkuðu sig í gegnum hana eins og í Voonii kvödd.“ (163) Pessi skynjunaraðferð á veröldinni leiðir þau Andra og Bylgju í ógöngur þegar þau fá far með almennilegasta lega, svo yfirskilvitlega“ sagði hann „þá væri nú meiri rotnunin á himni og jörð!“ í þessu kom Fritz til þeirra og hann gekk um sem í leiðslu, ölvaður, alvarlegur, með staup í hendi. - Salt! hrópaði drengurinn. - Ég elska þig! Þessi orð sagði Fritz nú við drenginn og tók hann á annan arminn og bar j hann um háþiljumar, undarlegur, og hélt staupinu í hægri hendi og bar það hátt við Ioft. Hann kyssti drenginn á augað. Það var ekki að furða þótt þeim blöskraði að sjá hann svona, hámenntuð- um mönnum. Svo það varð kliður á meðal þeirra. - Salt! hrópaði drengurinn á ný. - Þú sagðir orðið, sagði faðir drengsins afsakandi við Fritz. Þú sagðir það sjálfur í gær: Salt! - Hvað meinarðu með því? spurði annar. Þá brosti Fritz og sagði mjög leiddur í sinni ölvun: - Ég elska ykkur! Þeir þögðu við það, en það var einhver kliður í kríngum þá og með þeim, ekki beinlínis kliður sem nokkur heyrði, en kliður samt, og hann hélst við allan tímann. \ Þá var það að Fritz sagði þessi óskiljanlegu orð: - Það er þessi nálægð, þessi yfirskilvitlega nálægð! - Hugsa sér! sögðu þeir. En eftir þetta talaði Fritz hvað helst sem í leiðslu, en það var þó ekki margt sem hann sagði. Um leið og hann var að hverfa þeim úr augsýn sagði hann: - Nú jæja þá, getið þið sagt mér nokkuð sem ég hef verið að velta fyrir mér og ekki með nokkru móti getað skilið? - Hvað? spurðu þeir. Og að því búnu stilltu þeir sér upp fyrir framan Fritz og biðu mjög undrandi. Svo kom það: - Hver saltaði hafið? - Það sama og í gær! hvíslaði einn þeirra. Það sama. Alveg það sama. Þeir fóru nú að hugsa um þetta, en sögðu ekki neitt. Fritz nam staðar nokkru áður en hann hvarf þeim og sagði: - Hver sá fyrir því og svo mörgu öðru sem fram fer á himni og jörð? Þeir fóru nú að horfa á hann. - Hver sá fyrir því að skapa allt það samræmi sem ríkir hérna á skipinu, f og ég má segja heiminn allt um kríng? - Salt! kallaði drengurinn hástöfum. - Já, og saltið! hrópaði Fritz þá í algerri Ieiðslu. Og enn heyrðu þeir til hans síðustu orðin: - Hverjum datt í hug þessi þremils mikla snilld? 42 j

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.