Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 12

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 12
stofur 13, 14, 15, til vinstri, í skotinu, stofa 2, og beint áfram stofur 5, 6, 7, 8 stopp! blindgata! fylking kennara sem dreifir sér, splunkunýjar buxur sem hreyfast svo ... og þannig byrjaði vetur- inn sem ég var í níunda bekk. Bekkjarsystkini mín tínast inn. Sum þekki ég einungis í sjón, önnur með nafni, og enn öðrum er égmálkunnugur. Strákinn sem situr við hliðina á mér þekki ég nokkuð vel. Hann heitir Guðjón. Hann talar aldrei við mig að fyrra bragði. Hann er með gleraugu. Eg segi að hann sé með gleraugu vegna þess að þegar maður sá Guðjón fyrst tók maður ekki eftir öðru en óhugnanlega þykkum gleraugunum.Og þegar maður var búinn að umgangast Guðjón í dá- góðan tíma tekur maður enn ekki eftir öðru en gleraugunum. Það er alveg ör- uggt að það fer engum vel svona gler- augu. Pegar Guðjón tók einu sinni gler- augun af sér, sá ég að honum fór mjög vel að hafa þessi gleraugu. Við Guðjón erum ekki neinir perluvinir. Skrítið. Paö er alltafeinhver óhaggan- leg kyrrð yfir kennslustofum. Jafnvel heilög kyrrð eins og í kirkjum og á öðrum söfnum. Oftar en einu sinni hef ég reynt að rjúfa þessa kyrrð en aldrei orðið neitt ágengt. Ég er ekki ýkja hrif- inn af kennslustofum. Þær eru kannski ókei sem bænahús eða eitthvað þess háttar, ég meina, þær eru ágætar þegar maður er einn inní þeim og þarf að íhuga eitthvað eða biðjast fyrir eða bara láta hugann reika, en sem kennslustofur eru þær vonlausar. Pau eru ófá skiptin sem ég hef setið einn inní kennslustofu og látið hugann reika - og það veit sá sem allt veit að þó þetta sé besti staðurinn á jörðinni til dag- drauma, þá mundi ég sko ekki ráðleggja neinum að venja sig á að sitja einn inní kennslustofu og láta hugann reika. Jú annars, einum. Það minnir mig á að segja frá Guð- mundi. Guðmundur situr í fremstur röð beint fyrir framan kennaraborðið. Guð- mundur er til í milljón kópíum og situr þessvegna alvegeins og við öll borðin í fremstu sætaröðinni. Guðmundur í fremstu röð, í sætinu beint fyrir framan kennsluborðið, er kannski bara kópía. 1. Guðmundur er í meðallagi hár, hvorki of mjór né of feitur og hefur engan afgerandi háralit. 2. Föt Guðmundar eru svo hversdags- leg að þau myndu ekki einu sinni skera sig úr þó þau héngu ein í búningsklefa leikfimisalar skólans. 3. (get ekki sagt það núna) 4. Guðmundur er mjög iðinn. 5. Guðmundur er merkikerti. Ég veit að þegar ég einhverntíma í framtíðinni þarf að fá víxil eða láta gifta mig eða láta skera mig upp, þá mæti ég Guðmundi, í bankastjórasætinu, hempuklæddum við altarið, á skurðstof- unni með hníf í hendi. Halldór og Magnús og Björn eru klíka. Allavega haga þeir sér einsog klíka og fara dult með allar fyrirætlanir sínar, sérstaklega þegar þeir hafa engar. Magnús er dálítið skrýtinn. Ég held að hann lesi of mikið - í einu - eða bara of mikið. Þeir sitja allir í miðröðinni. í næstfremstu röð, uppvið vegginn, í röð- inni fjarst glugganum, í röðinni með- fram veggnum sem hurðin að kennslu- stofunni er á, situr Signý. Magnús er ritstjóri skólablaðsins og Halldór og Björn eru báðir í ritnefnd. Halldór og Magnús og Björn eru allir mjög róttækir og tala ekki við hvern sem er. Margar stelpur eru í bekknum. Magnús og Halldór og Björn og Rún- ar og Helgi og fleiri voru í sama bekk og ég í fyrra. Við Helgi vorum kunningjar í fyrra. Helgi er allur í íþróttunum og þess vegna alltaf slasaður. Margar stelpur voru líka með mér í bekk í fyrra. Kennarinn sem núnaer inni hjá okkur heitir Sigurjón. Sigurjón kennir íslensku og er umsjónarkennari bekkjarins. Sigurjón er ókei. Sigurjón er dálítið uppá kvenhöndina. Eða rétt- arasagt: Sigurjón er mikið uppá stúlku- höndina. Sigurjón djúsar mikið. Ekki vildi ég vera í sporum Sigurjóns. Og svona þegar ég hugsa útí það, ekki vildi ég vera í sporum nokkurs annars manns. Skúli réttir upp höndina. Skúli situr í miðröðinni. Kennarar hafa augu í hnakkanum og Sigur jón sem snýr í okkur baki og skrifar á töfluna, snýr sér við um leið og Skúli réttir upp hönd. ,,Já hvað er það?“ ,,Má ég aðeins skreppa á klós’tið?" Sigurjón bandar frá sér hendinni. ,,Vertu fljótur.“ Einu sinni, ég held það hafi verið í ellefu ára bekk, jú það var örugglega í ellefu ára bekk, og ég held að strákurinn hafi heitið Heimir, jú hann hét... Hvað um það, einu sinni þegar ég var í ellefu ára bekk bað strákur sem hét Heimir um að fá að fara á klósettið. Kennarinn sagði gjörðusvovel. Heimir gekk út og kom aldrei aftur. Ég meina það! Heimir kom aldrei aftur og ég hef ekki séð hann síðan. Ég man að kennar- inn tók draslið hans og skólatöskuna. Þetta var víst allt útaf einhverju veseni í fjölskyldu Heimis. Mig minnir að þau hafi flutt úr hverfinu stuttu síðar. En sögurnar sem gengu um Heimi eftir að hann hvarf! Það var svo sannarlega eins gott fyrir hann sjálfan að hann kom ekki aftur í skólann. Hvílíkar sögur! En líka að biðja um að fá að fara á klósettið og sjást bara ekki framar! Ég fatta þetta aldrei. Ég fæ stundum undarlega tilfinningu þegar ég horfi á eftir náunga útúr kennslustofa á leið á klósettið. Þetta er örugglega einhver duld eða eitthvað sem ég hef fengið útaf Heimi. Sennilega Ödi- pusarduld. Sjálfur fer ég örsjaldan, svona einu sinni 2svar á ári, á klósettið. Ég meina í kennslustund. 10

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.