Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 49

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 49
ekki til að lesandinn þurfi endilega að þekkja Eyrbyggju, auk þess sem skýja- flókarnir sem ég sæki þangað vísa líka fram, í aðra og voveiflegri atburði. Lífsgleðin á grunnplaninu Ný umgengni vid arfinn? Þessi arfur er ekki eitthvað sem.við höfum öll erft saman. Þetta er spurning um stéttaskiptingu og óhka menningu stéttanna. Og með fullri virðingu fyrir íslendingasögunum þá hafa setningar úr þeim oft endað sem leiðindaklisjur; til dæmis þegar menn úr Hafskipsmálinu tala um það í sjónvarpinu hver um ann- an þveran að ,, vera vitureftirá" ogríkis- stjórnin vitnar í lögspeki Njálu þegar hún setur bráðabirgðarlög, þá nota menn arfinn til réttlætingar á fólsku- legum athöfnum. Endurreisn nútímans byggist á að þetta táknmál sem valdhafar eru búnir að laga að sínum þörfum sé hrifsað frá þeim, að við lesum það á nýjan leik og leitum að hinni alþýðulegu frjósemi, karnivalandanum í þessu. Arfurinn lifir hjá „venjulegu fólki“ sem býr yfir bók- menntalegri hugsun og skilningi, hefur söguanda. En hann er ekki í skraut- bindaútgáfunum og fornritafélögunum sem valdhafar og bankastjórar stjórna og þarsem reynt er að gera arfinn að óaðgengilegum helgidómi, að liðinni tíð. Og þessar sögur sem fólk er að segja eru ekki bara skemmtisögur, þær skír- skota útfyrir sig, þær segja eitthvað ann- að í leiðinni. Bókmenntaandinn lifir sterku lífi alveg óháð allri bókmennta- gagnrýni, yfirbyggingunni, alveg einsog sögurnar og sagnalistin hljóta að gera, jafnvel þó það sé enginn til að segja þær. Eg hef stundum gert húsmæðurnar að fulltrúum þessa arfs, en í Eftirmálanum er sagan af söðlasmiðnum lofsöngur til frásagnarlistarinnar. Meðan allt er að farast stendur verkstæðið hans. Hefurðu skýringar á þessum áhuga á miðöldum og fornum bókmenntum í dag? Já, það stafar kannski af ákveðnum vatnaskilum í menningarbaráttunni. Við unnum ameríkanana í slagnum. Ef er- lent herveldi ætlaði að einoka sjónvarp á lítilli eyju í dag, hlytu allir að sjá hversu grótesk athöfn það væri. Markmið þeirra var að breyta skerinu í kóka kóla lýðveldi. En þá varð fyrir þeim þessi sterka menning og gagnstætt því sem raunin var með Costa - Rica búa hafa þeir neyðst til að fara að umgangast okkur sem sérvitringa sem vilja halda sínum sérkennum. Menning okkar er ekki lengur í þessari varnarstöðu og þá held ég að hún verði einhvernveginn að skilgreina sig uppá nýtt, takast á við ný verkefni. Arfurinn er ekki bara skóla- bókalærdómur heldur lifandi túlkun, þetta er enn margumrædd andstæða ræðupúltamóralsins og sagnarandans og þetta er líka dílemma í sögunni. Og þá erum við komnir í þennan stóra hring: hvort sem við lítum um öxl eða horfum útí heim, á það sem er að gerast þar í bókmenntum, þá verður það sama á vegi okkar. Pessi alþjóðlegi miðaldaáhugi: er ein- hver munur á Rabelais og Islend- ingasögunum fyrir þér? Eða er þetta þjóðernisstefna? Nei, fyrir mér er enginn munur á þessu, og það er hægt að teygja arfinn miklu lengra, til Biblíunnar eða Grikkja eða enn lengra aftur. Við erum hvorki að berjast við Dani lengur eða slökkva á kananum: okkur verður að koma þetta við á allt annan liátt en áður. Við erum nú einu sinni með okkar nútímavitund sem er hrærigrautur, við hljótum að skynja þessar bækur allt öðruvísi en kyn- slóðirnar á undan okkur. Við erum að ala okkyr upp í nútímabókmenntum og síðan les maður þetta með þeim augum. Eg held að Borges og Marquez hafi tengt okkur miklu meira við okkar gamla arf en allar yfirheyrslurnar í barnaskólanum um bardagana. Þetta er cinsog Borges segir um Kafka: Það er ekki aðeins að Kafka eigi sér forvera heldur breytir til- koma hans þessum forverum, samanber það hvernig hugtakið kafkaískur er not- að um bókmenntir frá öllum tímaskeið- um. Bókmenntir eru alltaf í stöðugum innbyrðis samræðum, allir tímar. Allur tími er samtími einsog Eliot sagði. Nú- tímabókmenntirnar eru leið okkar í fornöldina. Og það er athyglisvert að þessi mið- aldaáhugi nær einkum til þeirra skeiða sem menn hafa hingað til kennt við hnignun, menn snúa aftur til umbrota- tímanna, og þetta endurspeglar ef til vill þær krossgötur sem mannkynið stendur á, leiðirnar: Endurreisnin eðaeyðingin, sagnagleðin eða ræðupúltamórallinn, frelsi eða valddýrkun. Hugtakaheimur stjórnmálamann- anna er sífellt að færast fjær fólki. Heimsmynd þeirra manna sem stjórna risaveldunum er á undanhaldi. Allir vita að það stenst ekki að Rússar stjórni garnagauli bænda í Mið - Ameríku, en á þessu byggist heil utanríkisstefna. Og Austur - Evrópu sem með réttu heitir Mið - Evrópa hafa valdhaíar þurft að gera að allsherjar íþróttasal til að halda sér í sessi. Og í þessum heimi sem sífellt býður uppá meiri fjölbreytni hlýtur þessi leikfimiskennaramórall þar eystra að láta undan fyrr eða síðar. En því miður: það er einsog fólkið í heiminum geti ekk- ert annað gert en að halda á píslarvættis- spöðunum gagnvart þessu. Og í þessu samhengi er skáldskapurinn sem lífssýn félagslegt afl eða félagslegt viðhorf í sjálfu sér. Og þessi umræðaöll um raun- sæi eða fagurfræði, að annaðhvort henti betur tilteknum tíma en hitt og þetta hljóti að skiptast á vegna þess að annað útiloki hitt, hún er bara röfl. Um þetta gida orð þeirra Cohn-Bendit bræðra úr ’68 uppreisnunum: „vertu raunsær og framkvæmdu hið ómögulega." Listin er bæði fyrir listina og fólkið. 47

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.