Teningur - 01.05.1990, Síða 10

Teningur - 01.05.1990, Síða 10
8/SKÁLDSKAPUR JÓNAS ÞORBJARNARSON ÞRJÚ LJÓÐ ANDARTAK OKKAR YNDI Ef það er liðið ef þessi rödd sem enn talar um mig og þig er ekki rödd en er litir blóma í sumri án okkar litir þessara blóma ... MORGUNKÆLA Draumur, ferðin var draumur. En rútan valt það var raunverulegt í því slysi voru allir slegnir í hel. Ég einn komst af ég vaknaði og vaki nú yfir þeim dauðu í gulnuðu grasi sem var grænt í nótt; það er óraleið til lifandi manna. Ég er lagður af stað niður þurran farveg árinnar ég er lækur hef farið skammt það er gaman að seytla um hrjóstrin og hjala við vorið gera steinunum hverft við steinum sem fyrir mér verða eflaust að hugsa um ána sem var landið er stórt og ræður för en ég uni mér við að seytla áfram og yndið eykur mér fjör ég verð - að skoppa nei ósköp glápir sólin! á skallann á jöklinum þarna sem horfir á eftir mér skoppa

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.