Austurland


Austurland - 09.11.1978, Blaðsíða 2

Austurland - 09.11.1978, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 9. nóvember 1978 Æjsturlanð Útgefandi: Kjördœmisráð Alþýðubandcúagsins á Ansturlandi. Ritstinri: Rjarni bóráarson. — NESPRENT Hlutverk sveitarfélaga í atvinnuuppbyggingu Alltaf eru í gangi í þjóðfélaginu umræður um, hver skuli vera afskipti sveitarstjórna af atvinnumálum. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum eru sveitarstjórnum ekki lagðar aðrar skyldur á herðar á sviði atvinnumála 2n að annast vinnumiðlun og „að gera ráðstafanír til jress aö koma í veg iyrir almennt atvinnuleysi eða bjargarskort, eftir því sem fært er á hverjum :íma“. Víst er. að það er afgerandi fyrir sveitarsjóði, að ástanu i atvinnu- málum sveitarfélaganna sé gott. Því eru afskípti sveitarfélaga af atvinnu- málum bæði eðlileg og sjálfsögð. Mjög er mismunandi með hverjum hætti ]>essi afskipti eru, en algeng- ustu skiptin eru með fernum hætti: í FYRSTA LAGl taka mörg sveitarfélög beinan eða óbeinan þátt í stofnun fyr:rtækja, sem ekki eiga skylt við eiginlegar framkvæmdir sveit- arfélaga, svo sem útgerð, rekstri frystihúsa, prjónastofa o. fl. Má benda á stórfyrirtæki eins og Útgerðarfélag Akureyrar og Hraðfrystihús Eski- fjarðar. f ÖÐRU LAGI standa mörg sve;tarfélög að stofnun og rekstri þjón- ustufyrirtækja, cins og vatnsveitna, rafveitna, varmaveitna o. fl.. ]>ó svo að þar sé um fyrirtæki að ræða, scm ætlað er að standa undir sér fjárhags- lega. Auk ]>ess eru svo ýmsar framkvæmdir á vegum sveitarfélaga, t. d. framkvæmdir við gatnagerð, hafnargerð og byggingarstarfsemi, sem veita atvinnu. í ÞRIÐJA LAGI hafa sveitarfélögin óbein afskipti af atvinnumálum með fyrirgreiðslu og sutðningi við atvinnufyrirtæki, s. s. með lóðaúthlut- unum og ýmiss konar hjónustu við atvinnureksturinn, sem veitir atvinnu- fyrirtækjum nauðsynleg skilyrði. í FJÓRÐA LAGl er algengt, að sveitarfélög veiti atvinnufyrirtækjum alls kyns fjárhagsaðstoð til þess að greiða fyrir eða tryggja, að fyrirtækin halda uppi atvinnurekstri í sveitarfélaginu. Slík aðstoð er oft fólgin í styrkveitingum, lánveitingum og ábyrgð sveitarsjóða á lánum fyrirtækj- anria. Hér á Austurlandi eru afskipti sveitarfélaganna, einkum við sjávar- síðuna, veruleg. Mjög algengt er að sveitarfélögin standi að rekstri út- gerðarfyrirtækja og frystihúsa í samvinnu við kaupfélögin. Þetta hefur víða gelist vel J>ó ]>ess séu vissulega dæmi aö svdtarsjóðir hafi árum saman ]>urft að sjá cftir öllum tekjum sínum til að standa undir atvinnu- rekstri, en það er að sjálfsögðu ótækt. En hætt er við að ástandið væri víða. ískyggilegt ef sveitarfélögin hefðu látið aðra alfarið um uppbyggingu ttvinnulífsins. Af og til heyrast raddir um að sveitarfélögin eigi ekkert að vera að vasast í atvinnurekstri. Það eigi einstaklingar að gera. Oftast eru þetta raddir manna, sem ókunnugir eru íslensku atvinnulífi, ókunnugir aðstæð- um í sjávarplássunum kringum landið, en hafa allt sitt vit úr fræðibókum, sem miðaðar eru við allt aðrar aðstæður en hér ríkja. Ríki og sveitarfélög hljóta að þurfa að hafa afskipti af atvinnulífinu í Jandinu og eðlilegt er að um nokkra verkefnaskiptingu sé að ræða. Ríkis- valdiö á að hafa það hiutverk fyrst og fremst að sjá svo til, að höfuð- itvinnuvegirnir hafi rekstrargrundvöll. Það á ennfremur að vera hlutverk ríkisins að gera áætlanir um atvinnulíf landsmanna og eflingu pess, bæði á landsmælikvarða og í einstökum landshlutum. í vissum tilvikum hlýtur ríkið svo að gerast oeinn 'pátttakandi í atvinnurekstri, einkum í mjög tjarmagnstrekum atvinnugreinum. Hvað sveitarfélögin varðar, er eðlilegast að pað sé háð ákvörðun hverrar sveitarstjórnar, hver þátttaka sveitarfélagsins í atvinnulífinu skuli vera. Hins vegar hníga öll rök að }>ví, að ráðlegt sé að hafa sveitarfélögin meira með í ráðum um atvinnuuppbygginguna en verið hefur — Krjóh. Samræming og samstarf sveitarfélaga: 3. hluti. Þiónustumiöstöðvar Innheimtustofur í byrjun þessa árs komst skriður á mótun staðgreiðslukerfis skatta og at sumum var gælt við pá hug- mynd að koma ]>ví á í byrjun árs 1979. Þær hugmyndir voru byggðar á draumórum. Mál sem petta þarf mun lengri undirbúning ef leiða á til peirrar hagkvæmni sem að er stefnt. Hins vegar væri hugsanlegt að koma á staðgreiðslu útsvara með styttri fyrirvara væri ]>að athugandi fyrir stjórnvöld. Ekki var ætlunin að ræða hér al- mennt um staðgreiðslukerfi skatta og pví síður um hið stórgallaða stað- grciðslukerfi sem lagt var fyrir síð- asta Al]úngi. Því er á )>etta minnst hér, að uin leið og staðgreiðslukerfi verður komið á fót, ætti að sam- eina innheimtu hjá ríki og sveitar- félögum eins og þegar hefur verið gert á nokkrum stöðum. Að sjálfsögðu eiga þessar inn- heimtustofur að vera undir stjórn •sveitarstjórna og myndu tengjast reiknistofunum (sem um var rætt í 2. hluta) af tveimur ástæðum: Þær |>yrftu á }>jónustu reiknistof- anna að halda varðandi gjaldenda- bókhald og þjónustusvæði ]>eirra yrði hið sama. Þær mætti p\\ sam- eina í cinni byggingu ásamt fleiri j?áttum. Aðstöðumunur Áður en um ]>á ]?ætti er rætt er rétt að minna á, að sú atvinnulífs- bylting, sem hófst á dögum fyrri vinstri stjórnarinnar gjörbreytti at- vinnuástandinu og stöðvaði fólks- flóttann frá landsbyggðinni til höf- uðborgarsvæðisins. Því miður entist vinstri stjórnimii ekki aldur til að efla ]>jónustustarfsemi úti um land í kjölfar uppbyggingar á framleiðslu- tækjunum. Á höfuðborgarsvæðinu hafa ]>ví hlaðist upp }>jónustufyrirtæki sem byggja tilveru sína á ]>jónustu við framleiðslutæki landsbyggðarinnar. Hér hefur )>ví myndast aðstöðumun- ur, sem hefur, þegar til lengdar læt- ur, áhrif á staðarval fyrirtækja ef ekkert verður að gert ekki síst vegna ]>ess að atvinnuvegirnir verða æ háð- ari sérhæfðri þjónustu. Ekki er að- stöðumunur almennings minni. Stjórnsýslu- og þjónustumiðstöðvar Til að leiðrétta þennan aðstöðu- mun er ýmissa aðgerða þörf. rangursríkast væri að stækka sveitarfélögin, færa þeim aukin verk- efni og völd. í pví markmiði pyrfti að koma á fót í hverju héraði (lág- mark 700 manna byggð) stjórnsýslu og þjónustumiðstöð p. e. a. s. sam- eiginlegri starfsaðstöðu og hag- kvæmu samstarfi opinberra stofn- ana og einkaaðila til }>jónustu við fyrirtæki og einstaklinga. Þessar stjórnsýslumiðstöðvar yfir- tækju stjómsýslu peirra sveitarfé- laga sem að ptim stæðu og veittu alla pá almennu þjónustu sem skrií- stofur bæjarfógeta, sjúkrasamlög og oæjarskrifstofur veita. ir>annig yrðu reiknisíofur og inn- heimtustofur aðeins hluti Fessara miðsiöðva auk þess sem til kæmi rjónusta frá skattstofum, Fasteigna- mati ríkisins, Brunabótafélaginu, Húsnæðismálastofnun, Fram- kvæmdastofnun o. fl. Kostir )>essa fyrirkomulags eru margir. Það yki valddreifingu og drægi úr miðstjórnarvaldi. Sameinuð stærri sveitarfélög yrðu fær um að taka við auknum verk- efnum og bæta ]>jónustu við íbúana. Slík sameining stjórnsýslunnar ætti ekki að auka skriffinnskuna hcldur að leiða til margvíslegrar samvinnu opinberra stofnana og gæti ]>annig aukið hagkvæmni og sparað í rekstri )>eirra. Ei(.t blað á einum stað Til ]>ess að sýna á hvern hátt slík miðstöð gæti orðið vísir að endur- skipulagningu opinberrar hjónustu mætti nefna tvö dæmi: Húsbyggjandi ]>yrfti aðeins að fara í þjónustumiðstöðina til )>ess að ganga frá lánsumsókn lil Húsnæðis- málastofnunarinnar og/eða lífeyrir- sjóðs. Þaðan ætti lánið að afgreiðast til húsbyggjandans. í miðstöðinni lægju fyrir allflestar upplýsingar, sem umræddar lánastofnanir gera kröfu til. Með aðstoð tölvu ætti að vera fljótlegt að nálgast |>ær og koma til viðkomandi lánastofnunar Félagsfundur sunnudaginn 12. nóvember kl. 16 í Egilsbúð. DAGSKRÁ: 1. Flokksráðsfundurinn 17. nóvember. 2. Stjórnmálaviðhorfið. Hjörleifur Guttormsson kemur á fundinn. S T J Ó R N 1 N

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.