Austurland


Austurland - 09.11.1978, Side 4

Austurland - 09.11.1978, Side 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 9. nóvember 1978 Fá Reyðfirðingar lœkni? Helgi Seljan flytur nú ásamt Vil- hjálmi Hjálmarssyni frumvarp til laga um breytingu á lögum um heil- brigðisjjjónustu. Frumvarpið lýtur að því. að á Eskifirði verði heilsu- gæslustöð með 2 læknum í stað eins, sem nú er. Er þá reiknað með að annar læknirinn sitji á Reyðarfirði. Samkvæmt lögum um heilsugæslu- stöðvar J>arf 2000 íbúa til að fá 2 lækna, og er Eskifjarðarhérað, sem nær yfir Eskifjörð, Reyðarfjörð, Helgustaðahrepp og þann hluta Fáskrúðsfjarðarhrepps sem er á suðurströnd Reyðarfjarðar, alveg við þessi mörk með milli 1900 og 2000 íbúa. Áhugi hefur verið mikill á því hjá he'mamönnum að læknar yrðu tveir, ekki síst á Reyðarfirði, par sem íbúar eru á áttunda hundrað. Liggja fyrir mjög eindregnar óskir íbúa á öllu svæðinu, m. a. í formi beinna samhykkta frá sveitarstjórn- um. Þegar heilsugæslulögin voru til endurskoðunar í vor, flutti Helgi ásamt Halldóri Ásgrímssyni breyt- ingartillögu um þetta sama efni, en hún var feld með tveggja atkvæða mun. Þá var m. a. borið við lækna- skorti, sem vissulega er alvarlegt vandamál, en Helgi bendir á í grein- argerð að hann er næstum eingöngu bundinn við eins læknis stöðvar, svo sem Djúpavogur er nú gleggst dæmi um. Vonandi fer Alpingi nú að ein- dregnum vilja heimamanna og sam- fykkir pessa breytingu, enda er íbúafjöldinn eins og fyrr segir alveg við mörkin. Hér yrði um mikla úrbót að ræða og mjög aukið öryggi fyrir Reyð- firðinga með búsetu annars tveggja lækna stöðvarinnar á Reyðarfirði, svo sem sjálfsagt væri, ef lagabreyt- ingin næði fram að ganga, segir að lokum í greinargerð með frumvarp- inu. Sveitarstjórnarrdðstefna Alþýðubandolagsins Mikið og öflugt starí fer nú fram á vegum Alþýöubandalagsins vítt um land, ef marka má af þeim fund- um og ráðstefnum, sem haldnar hafa verið að undanförnu og stefnt er að því að halda á næstunni. Fyrir stuttu er lokið landsfundi ungra sósíaiista og ársfundi verkalýðsmála- ráðs, en 17. til 19. nóvember næstk. verður flokksráðsfundur haldinn. Þá hefur AB boðað til ráðstefnu um sveitarstjórnarmál, dagana 24. og 25. nóvember næstk. Ráðstefnan hefst kl. 14.00 í Þinghól í Kópavogi. Til hennar er boðið öllum kjörnum fulltrúum AB í sveitarstjómum eða varamönnum þeirra (ef aðalmenn geta ekki mætt). Ráðstefna þessi er nýmæli í starfi AB enda urðu nokkur tímamót í flokksstarfinu að loknum síðustu kosningum en þá fjölgaði fulltrúum AB í sveitarstjórnum verulega. AB er nú forystuaflið í stjórn fjölmargra bæjar- og sveitarfélaga um land allt. Því er þýðingarmikið að þeir geti hist og kynnst svo þeir eigi hæg- ara með að leita eftir upplýsingum og ráðleggingum hver hjá öðrum. Markmið ráðstefnunnar er að samræma og marka stefnu AB í sveitarstjórnarmálum. Auk þess sem koma þarf samstarfi sveitarstjórnar- manna í fastan farveg líkt og orðið er hjá fulltrúum okkar í verkalýðs- hreyfingunni með Verkalýðsmála- ráði flokksins og starfinu þar. í boðaðri dagskrá er gert ráð fyr- ir að fyrri daginn verði framsögu- erindi og umræður um umdæma- skipunina, verkaskiptingu ríkis- og sveitarfélaga og síðast en ekki síst tekjustofna sveitarfélaga. Þessi mál hafa verið mikið til um- ræðu að undanförnu og eru nú í brennideplinum hjá sveitarstjórnar- mönnum. Síðari daginn er svo hugmyndin að ræða stefnumál AB í sveitar- stjórnum. Frá Búnaöarfélagi Vopnafjarðar Vegna þess uggvænlega ástands sem er að skapast með aukinni út- breiðslu riðuveiki í sauðfé á Austur- landi, boðaði Búnaðarfélag Vopna- fjarðar til fundar með bændum að tilhlutan dýralæknisins í Norðaust- urlandsumdæmi, Ragnars Ragnars- sonar, sem hafði þar framsögu um riðuveiki og varnir gegn henni. Nú hefur veikin borist norður yfir Jökulsá á Brú, þar sem hún hefur verið staðfest á Brú á Jökuldal, og stóreykst því hætta á að hún breið- ist um Norðausturlandið sé ekkert að gert. Bændur úr Vopnafirði fjölmenntu til fundarins, og einnig mættu þar tveir stjórnarmenn úr Búnaðarsam- bandi Norður-Þingeyinga. Á fundinum ríkti mikill einhugur um að einskis yrði látið ófrestað að hefta útbreiðslu veikinnar, eins og eftirfarandi ályktun ber með sér, en hún var samþykkt samhljóða. Fundurimi skorar á Sauðfjár- veikivarnir, landbúnaðarráðherra og þingmenn Austurlandskjördæmis og Norðurlandskjördæmis eystra, að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hefta útbreiðslu riðuveikinnar inn á áður ósýkt svæði, og tryggja nægilegt fjármagn til framkvæmda. Hvað varðar varnir hér á Norð- austurlandi vill fundurinn benda á eftirfarandi: 1. Að öllu fé á Brú á Jökuldal verði slátrað nú í haust, og sótthreins- un og aðrar varúðarráðstafanir gerðar eins og talið er áhrifa- mest. 2. Að stofnað verði nýtt sauðfjár- veikivarnarhólf sem nái frá Jökulsá á Fjöllum að Jökulsá á Brú, og sett niður ristarhlið beggja vegna við allar brýr á án- um. 3. Fundurinn fer ákveðið fram á fullar bætur Brúarfólkinu til handa, fyrir það tjón og tekju- missi sem hlýst af þessum ráð- stöfunum. Ekki er að efa að þessi mál eiga eftir að skapa fjörlegar og skemmti- legar umræður á ráðstefnunni, sem svo leiða lil stefnumótunar. Til að mótun þeirrar stefnu, sem mörkuð verður takist sem best, er nauðsyn- legt að einstakar félagsdeildir taki þessi mál til umræðu og undirbúi sína fulltrúa í sveitarstjórnum sem best undir ráðstefnuna. Um leið og ailir sveitarstjómar- menn AB eru hvattir til að sækja ráðstefnuna er rétt að benda þeim á aðra ráðstefnu, sem þeir ættu að sækja í leiðinni. En það er hin ár- lega fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á þeirri ráð- stefnu er að fá ýmsar þýðingarmikl- ar upplýsingar, sem að gagni mega koma við gerð fjárhagsáætlana. Að lokum er rétt að undirstrika að hið mikla traust sem AB var sýnt í síðustu sveitarstjórnarkosn- mgum krefst mikils starfs jafnt inn- an flokks sem utan. — L.K. 'uvwwwi wv\ unvvvnvuuvvunvnvtvvuu \ w vn\ wwu v\\ vvu v wwvww vwv\ wvwvv Norðfirðingar athugið < Þeir sem hafa að láni frá okkur fiskikassa ásamt ýmsu öðru \ eru vinsamlega beðnir að skila þeim nú þegar. Síldarvinnslan hf. U\\\W\ WWWWW WVWWWW VWVWWWVN \-W W”\ \ wvwww ww\» \\ \' \ wwv vw wwwuw nuu wwwwvwwwvwwwwwv\\\\vvw vww\\a\a\\ wvwwv\\ w w ww vwwvw Ferð eldri borgara á Norðfirði I Fyrirhuguð er leikhús- og skemmtiferð til Reykjavíkur með ? eldri borgara á Norðfirði (65 ára og eldri) helgina 23.—27. nóv. Ín. k. Dvalið verður á Hótel Loftleiðum. Farið verður í leikhús og i farnar skoðunar og kynnisferðir í nágrenni Reykjavíkur. : S Þeir sem áhuga hafa á þátttöku í ferðinni, skrái sig hjá Svavari % ; Stefánssyni í síma 7127 eða Vali Þórarinssyni í síma 7613 fyrir 12. í | nóvember n. k. Allar nánari upplýsingar fást hjá þeim. t % NEFNDIN í ? ; 'WWVW VVUWWWVWU vvwvwvwvwvwvwvwvwwvwvvvwwwwvw vwvvwvwwvwvvw wv%

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.