Austurland


Austurland - 23.12.1978, Blaðsíða 21

Austurland - 23.12.1978, Blaðsíða 21
J Ó L 19 7 8 AUSTURLAND 21 — Þrír íexiar við ungversk ljóð — Textarnir, sem hér l’ara á eftir voru á sínum tíma settir saman handa Tónkórnum á Héraði að syngja við ungversk hjóðlög. Heimspekingurinn Gvendur Jó Gvendur Jó var kunn ajlakló, kofa í hann einsamall hjó, einatt reri einn á báti, öðrum vænni fisk ár sjó dró. Gengur einn í grœnu túni granavotur bolakálfur, mjólkurlögg úr dalli drekkur, döggvuð grösin velur sjálfur. Fiðrildin hann fljúga kringum, flugur suða við hans eyra, laufsins þyt og lækjarbuldran löngum einnig fær að heyra. Gvendur Jó: Fast sótti hann sjó, sagði oft og kynlega hló: — Eigi mun hjá öldum vera ætluð mér sú hinsta ró þó. Stónini augum oft hann lítur um sig kring og þenkir hljóður: — Hafa vil ég heiminn svona, hann er bara nokkuð góður. S. Ó. P. Eitt sinn þó slík undur á sjó urðu fvrir Guðmundi Jó: allir þorskinn óðan drógu, eigi fékk hann bein úr sjó þó. Upp hann dró sinn öngul úr sjó æðrulaust, en kynlega hló, taldi rétt að halda heim og hratt en fumlaust áir í sjó sló. Bát með ró hann brýndi jrá sjó, beit á vör og kynlega hló. Hélt svo rakleitt heim i kofann, hvílu sér á fleti bjó, — dó. Ein er lind í lundi (Ef til vill má finna örlítinn andblæ af frumtextanum í þessum vísum.) Lind í gegnum lund í skógi streymir, litla stúlku framtíðina dreymir. Lindin marga leynda dóma geymir. Gekk hún ein í lundinn liljugrœna lindarspegil skoða, meyjan vœrui. Eitthvað vildi hana rósemd ræna. — Seg mér lindar silfurtæri straumur, segðu, hvort minn rætist óskadraumur. Leyn mig engu Ijúfi, blái straumur. Aftur gekk hún aldrei þar í lundinn, undarlegum töfrum var hún bundin. Ennþá streymir lindin gegnum lundinn. >avvvwvvvvv\a/vvvya/wvaavvvva\wvvwvvvvvvvavwvvv\avvvvyvyawwvvvvvwwvvvwwv/vvvvvvvv> Alþýðusamband Austur/ands óskar félögum sínum og annarri austfirskri alþýðu gleðilegra jóla og farsæls komandi árs VVVWVWVVAVWVVWWWWVVWVWVVWVWWWVWWVWWWVWVVWVVVWVVVWVVVVWVWVVVWVWV

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.