Austurland


Austurland - 23.12.1978, Blaðsíða 22

Austurland - 23.12.1978, Blaðsíða 22
22 AUSTURLAND J ÓL 19 7 8 Að vera unglingur ó Austurlandi Fjórir unglingar sitja fyrir svörum Ólöj Másdóttir, 18 ára Neskaupstaö Magnús Sigurösson, 18 ára Egilsstöðum Samtalið átti sér stað í Neskaup- stað, þar sem þau J>rjú aðkomnu eru í Iðnskóla Austurlands. Er gott að vera unglingur á Aust- urlandi? HILDUR: Ekki get ég sagt það, ekki heima. Þar Jekkjast allir of vel og mér finnst of mikil læti í krökk- unum. f stórri borg eins og j>ar sem ég var í Ameríku í fyrra er hægt að sniðganga Jað. Mér finnst betra hér en á Fáskrúðsfirði. Hilmar Þ. Magnússon, 16 ára Vopnafiröi Torjhildur Th. Ólajsdóttir, 17 ára Fáskrúðsfirði ÓLÖF: Það er of lítið um að vera fyrir unglinga. Ég var t. d. á Akur- eyri í fyrra. Þar gat maður alltaf l'arið eitthvað, gert eitthvað. MAGNÚS: Mér finnst ]>að alveg prýðilegt. Ég hef ekkert til að miða við ncma Reykjavík. Mér finnst maður ekki kynnast fólkinu par eins og í smærri bæjum og j>að finnst mér ókostur. Ég held, að ungling- arnir par séu óánægðari, Jeir gera meiri kröfur til annarra, vilja fá meira. Það finnst mér eðlilegt í svo stórri borg. Þar er minna hægt að gera sjálfur. Ég vildi ekki búa }>ar. HILMAR: Ég er fæddur og upp- alinn í sveit og veit Jess vegna ekki nnkið um hvernig ]>að er í kaup- stað. En i sveitinni er ágætt. Alltaf nóg atí gera og aldrei eirðarleysi. Ef verkefni vantar við vinnu, ]>á dundar maður bara eitthvað fyrir sjálfan sig. HILDUR: Ég held, að krakkar í Reykjavík séu ánægðari nema á sumrin, þá hafa ]>eir minni vinnu. Það ætti að senda alla krakka út á land á sumrin, }>au hefðu gott af ]>ví. En ég veit ekki, hvort ég vildi eiga heima í Reykjavík. Það er nú svona upp og ofan hjá mér. ÓLÖF: Ég vildi eiga heima ]>ar. Ég held, að eldri krakkar séu ánægð- ari ]>ar en ]>að er ágætt fyrir ]>á 13—14 ára að vera úti á landi. HILMAR: Ég held ég vildi ekki eiga heima í Reykjavík. ÓLÖF: Það er ofsa fínt að vera hér í Neskaupstað á sumrin, ]>á eru allir skólakrakkarnir heima og niiklu meira fjör í bænum. HILDUR: Já, pá er hægt að gera miklu meira, stutt í fjallið og betra að komast allt. ÓLÖF: Það er miklu betra að komast á böll og svoleiðis. HILDUR: Mér finnst best að vera heima á sumrin. SPURNING: Hilmar sagði, að- hann væri aldrei eirðarjaus, ]>.ó að ekki væri haft ofan af fyrir honum. Eru unglingar í Jéttbýli ekki of háð- ir ]>ví, að tómstundimar séu skipu- lagðar fyrir ]>á? Gerið ]>ið sjálf eitt- hvað að eigin frumkvæði? ÓLÖF: Ég veit ekki, hvað maður ætti svo sem að gera. Maður gerir náttúrulega ekkert í ]>ví. HILDUR: Jú, mér finnst við ekki gera nóg. MAGNÚS: Ég móta ekki mínar tómstundir heima sjálfur nema að litlu leyti. SPURNING: Hvað gerið ]>ið pá7 ÓLÖF: í Neskaupstað höfum við fyrst og fremst í)>róttimar sem tóm- stundaiðju. HILDUR: Á Fáskrúðsfirði er ekki enn mikið um í]>róttir, ekki á veturna. Það er of lítið húsnæði. Ég held að krakkarnir fari út í fyllerí og ]>ess háttar af ]>ví að lítið annað er að gera. MAGNÚS: Heima eru margir í . íþróttum. Strákamir djöflast á mótorhjólum, gömlum bílhræjum og þess háttar. Á vetuma er líka nokkuð um skíði. HILDUR: Já ]>að er talsvert líka á Fáskrúðsfirði. ÓLÖF: Mér finnst fyrir neðan allar hellur, að sjómannastofan skuli standa auð. Hún er gerð of seint í stand. Þar gæti verið diskótek og bara verið eins og hún var í hitteð- fyrra. Það var alltaf gaman. HILDUR: Svoleiðis þyrfti að vera á Fáskrúðsfirði. Það hefur smávegis verið í skólanum, æft leik- rit og svoleiðis. Þetta batnar vafa- laust nú, Jegar nýi skólinn er kom- 'nn. nú er húsnæðið meira og betra. MAGNÚS: Á Egilsstöðum erekki æskuiýðsheimili. en í skólanum er smá klúbbastarfsemi og svo vantar algjörlega /)>róttahús ]>ar. HILMAR: Á Vopnafirði er ekk- eri húsnæði fyrir æskulýðsstarfsemi nema í skóianum en )>ar hefur verið skák og borðtennis t. d. á kvöldin. Þar vantar líka í)>róttahúsnæði. Núna verður að notast við félags- heimilið. Sundlaug vantar líka. ÓLÖF: í skólanum er ágætt fé- lagslíf. Á föstudögum er diskótek sem yngri bekkimir sækja mest. Við höfum árshátíð, þorrablót og for- eldrakvöld. Svo eru skylduklúbbam- ir sem valið er á milli: ijósmyndun, blaðaútgáfa, leiklist, smíðar, föndur, borðtennis og skák. Við höfum ágætt /}>róttahús og ]>egar sjómanna- stofan verður tilbúin fáum við æskulýðsheimili. MAGNÚS: Já ]>að væri betra að hafa æskulýðsheimili en að krakk- arnir sitji á gólfinu niðri í sjoppu

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.