Svart á hvítu - 01.10.1977, Qupperneq 22

Svart á hvítu - 01.10.1977, Qupperneq 22
Menning og bylting Dragoliub Igniatovic Þýöingu og formála gerði Skapti Þ. Halldórsson Ræða flutt á málþingi heimspek- inga, félagsfræðinga og rithöfunda í Dicibare 4.— 7. febrúar 1974 Nokkur formálsorð þýðanda Andófsmaður —. Viö heyrum orðiö dag hvern. Það hefur hlotið mjög sérstaka merkingu. í fjöl- miðlum er það notað um gagnrýnismenn kerfisins í verkalýðsríkjunum — gagnrýnismenn til hægri og vinstri — menn sem gagnrýna skrifræðið út frá afturhaldssamri heimssýn og byltingarsinna, marxista. Matthías Jóhannessen og Jóhann Hjálmarsson hampa sovéskum andófsmönnum. En þeir leggja megináherslu á að hefja merki hinna afturhalds- sömustu. Afstaða þeirra er stéttarleg. Mikill hluti andófsmanna eru byltingarsinnar, marxískir gagn- rýnendur. Vestrænir fjölmiðlar minnast sjaldnast á Þá- Höfundur þeirrar greinar sem hér fer á eftir í þýðingu minni er andófsmaður. Nafn hans er Dragoliub Igniatovic. Hann er serbneskt skáld og einlægur marxisti. Grein þessi er í rauninni ræða sem hann flutti á málþingi heimspekinga, félags- fræðinga og rithöfunda um efnió Menning og bylt- ing, sem haldið var í Divcibare í Júgóslavíu 4.-7. febrúar 1974. Fyrir þetta innlegg í baráttuna var hann dæmdur í 3'A árs fangelsi og auk þess tveggja ára missis allra borgaralegra réttinda. Réttarhöldin yfir honum stóðu í einn dag og var honum meinað að áfrýja til hæstaréttar og losna úr prísundinni á meðan hann beið dóms. Ekki hefur undirrituðum tekist að fá frekari upplýsingar um höfundinn, en lögfræðingur hans var einnig ákærður fyrir að verja hann, og lýsir það e. t. v. betur en nokkuð annaö hvers hefur verið að vænta frá júgóslavneskum dómstólum. Igniatovic er raunar yfirlýstur marxisti: „Ég er leninisti", segir hann á einum stað í varnar- ræðu sinni fyrir rétti, sem ekki fékkst flutt. Menning og bylting Það er ekki auðvelt að skilja kjarnann frá hisminu og engu auðveldara er að greina það sem er frá því sem ekki er. Umfjöllun um nútíðina, framtíðina og jafnvel fortíðina er torveld, þegar staðreyndirnar eru aðeins kunnar til hálfs. Sum tímabil eru óskiljanleg og óútskýranleg af því að okkur tekst ekki að koma auga á í hverju mikilvægi þeirra er fólgið. Umræður okkar í dag fara fram á mjög óheppi- legum tíma. Öll menningarleg viöleitni alþýöunnar er afvegaleidd. Athygli fólksins er beint aö ómerki- legum hversdagsvandamálum og álíka hversdags- legri neyslu félagslegra afuróa. Vitandi vits leiða hinir pólitísku forystumenn huga fólks frá sögu- legum framtíðarverkefnum á ófrjóu og hættulegu stigi stöugt dýpkandi kreppu. Að vísu hentar þetta ósköp vel núverandi valdhöfum, en óneitanlega koma upp ýmsar efasemdir um sjálfa tilveru menn- ingarinnar. Án hennar er ekkert brauð og ekkert vald. Hvaö á sér stað fyrir augum okkar? Við okkur blasir frumstæður landbúnaður, óarðbær iðnaður, síminnkandi framleiðni, vaxandi verðbólga og versnandi lífskjör. Á meðan mikill hluti landsmanna er að komast á vonarvöl sitja minnihlutahópar að vellystingum og sópa að sér auðæfum. Vinnuafl er flutt út og óarðbæru erlendu fjármagni er hleypt inn í landiö. Hvergi örlar á lausn í þjóöernisvanda- málunum (svo að alls kyns fordómar grafa um sig). Læknisþjónusta er lítil og öll í molum og mennta- kerfió er beinlínis hlægilegur forngripur. Við þurf- um að horfa upp á verkföll, almennt ólæsi, af- brotaaukningu, spillingu og hórmang og samskipti manna á milli einkennast af lygum og hræsni. Svona er málunum háttað. Þetta er hvorki sósíal- ismi né kapítalismi. Hér draga menn fram lífið á lægsta stigi samfélagshátta, einhvers konar hálf- barbarískri Evrópumenningu, barbarisma sem ekki verður breytt á betri veg og virðist stöðugt verða ömurlegri. Yfir okkur ríkir nú alræðisvald sem þykist engum háö og ábyrgðarlaust gagnvart öllum. Það líkist konu sem elur viðbjóðsleg kvikindi sér vió brjóst og reynir síðan aó afneita þeim og hrista af sér — en árangurslaust. Ófreskjurnar hanga á henni, hindra hreyfingar hennar, fylgja henni hvert sem hún fer, láta eitur síast um líkama hennar og afvegaleiða hana, og allt þetta gera þær undir hennar leiðsögn. Valdhafar og listamenn þjóðarinnar eiga nú í ill- deilum. Sjást þess æ fleiri merki. Fjölda heimspek- inga, félagsfræðinga og rithöfunda hefur verið meinað að gefa út ritverk sín. Bækur sem þegar eru komnar út eða eru í prentun hafa verið bannaðar. Mál hafa verið höfðuð á hendur rithöfundum, kvik- myndaleikstjórum og framleiðendum, og kennur- 18

x

Svart á hvítu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.