Birtingur - 01.07.1955, Blaðsíða 11

Birtingur - 01.07.1955, Blaðsíða 11
— svo við tökum nú hátíðlega til orða — sem Kristur og Prómóþeus eru leiddir hvor and- spænis öðrum, ekki í fyrsta sinn að umkomu- leysi manneskjunnar er teflt gegn mikilleik hennar. Samræðan er ekki til lykta leidd á sviði rökdeilunnar. Þar er það ekki hægt. Svarið fæst er Ólafur lýtur niður að dóttur sinni og kyssir hana er hún vaknar til sællar vitundar um nærveru föðurins áður en dauð- inn kemur. Byggingarsniði þessa kafla sem er einstæður í verkum Laxness, má líkja við söguþátt Dostojefskys af yfirrannsóknar- dómaranum. Ivan Karamazoff lætur yfir- rannsóknardómarann, sem svarar til fulltrúa valdsins í Don Carlos eftir Schiller, ásaka Krist, sem aftur er kominn niður á jörðina. fyrir að hafa veitt mönnunum það frelsi sem þeir fá ekki risið undir, í staðinn fyrir brauð °g hugarró sem þeir þarfnast. Yfirrann- sóknardómarinn flytur sem kunnugt er á- kæru sína í langri ræðu yfir Kristi sem hann hefur látið fangelsa og hótar lífláti. Þar er ekki samtalið eins og hjá Laxness, rök- leiðslan á sér stað hið innra, felst í djöful- legri lýsingu yfirrannsóknardómarans á lífi Krists á jörðinni. Svar Krists við ákærunni er það eitt að lúta og kyssa ákærandann. Kær- leiksverkið þurrkar út ákæruna. Yfirrann- sóknardómarinn lætur Krist lausan. Hinn síð- arnefndi hefur sigrað. Óhætt mun að fullyrða að þarna er örugg- 11 r samanburðargrundvöllur við Laxness. Líkingin er ljós, það sem milli ber er engu siður mikilvægt. Laxness skortir fyrst og fremst djöfulmóð (satanism) Dostojefsk- ys, það að láta heillast af tvískinnungnum. Andstæðurnar milli mótherjanna eru eklti leiddar til lykta. Frammi fyrir auðmjúkum kærleika Krists leggur Dostojefsky niður rökleiðslu sína. Hjá Laxness er gefið til kynna að kærleikur Ólafs til hinnar deyjandi dó;ttur sé ekki lokastigið. Það er hið eina mannlega í ómannúðlegri tilveru. I tilveru sem þyrfti ekki endilega að vera svo ómannúðleg. Við sjáum hvernig hugsjónamaðurinn bregzt við: „Örn IJlfar sat hreyfingarlaus hinu meg- in við rúmið og starði út í fjarska án svip- brigða eins og þetta kæmi honum ekkert við; eða eins og það kæmi honum of mikið við til þess að hann vildi sjá það.“ Þetta er mótvægi við Ólafi. En það er ekki ljóst hvort heldur harðneskja hugsjóna- mannsins eða einskær neitun að sætta sig við þjáninguna ráða viðbrögðum hans. Hann stendur framandi andspænis því sem fram fer enda þótt hann hafi á réttu að standa. Ólafur lifir atburðinn í tilfinningum sínum jafnvel þótt hann hafi rangt fyrir sér. Skoð- un hans á manneskjunni er sprottin úr því þjóðfélagi sem þarf að bylta. 3. í Sjálfstæðu fólki þræðir Laxness leið Bjarts frá sjálfshyggju einstaklingsins til þess er lífsháttur hans er sundurtættur og hann finnur til samúðarinnar sem opnar nýj- ar leiðir. I skáldsögunum um Ólaf Kárason byggir höfundurinn á þessari frumstæðu fé- lagskennd. Ólafur leitast aldrei við að hefja sjálfan sig og lifir lífinu í auðmýkt og lætur undan síga fyrir öllum átökum. Hann sættir sig við að níðzt er á honum og hefur sig ekki í að heimta rétt sinn þegar á honum er troðið. Með því að þrautplægja viðfangs- efnið svo að Ólafur ferst þrátt fyrir auðmýkt sína, hreinleika sinn, nær Laxness enn rík- ari vandlætingaráhrifum en áður. Jafnframt rekur Laxness annan þráð, lýsir hinu ein- mana skáldi sem píslarvotti er þjáist í því þjóðfélagi, þar sem hans hlutverk er að taka á sig þjáninguna. I upphafi skáldsagnabálks- ins fer lesandinn að halda að líf Ólafs muni öðlast hreint trúarlegt innihald. Hann er sveitarlimur i greipum vandalausra sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.