Birtingur - 01.07.1955, Blaðsíða 41

Birtingur - 01.07.1955, Blaðsíða 41
brigðum, því að hinir innf æddu voru ekki eins frumstæðir og saklausir og hann hafði hald- ið.“ Ekki er minnzt á svo leiðinlega heilbrigða menn eins og Seurat og Renoir. Hér er flest sem sagt er um málaralist á okkar öld: „Aðalfrömuður expressionismans í málara- list var þó Matisse. Var hann lærifaðir margra ungra málara. (Jón Stefánsson er ekki nefndur í því sambandi og var hann þó í læri hjá Matisse. T.V.). Expressionistarnir hættu að gefa veruleikanum nánar gætur, en máluðu oft hugmyndir og ímyndanir sínar. (Mjög nýstárlegt og fátítt athæfi. T.V.). Hjá þeim kemur oft fram leit að hinu ein- falda og frumstæða. Frá expressionismanum eru runnir fútúrisminn og súrrealisminn í málaralist, en á þeim stefnum er lítill mun- ur. (Svo!). Þau málverk eru yfirleitt óskilj- anleg öðrum en málurunum sjálfum. Fátt segir fleira af málaralist okkar tíma. Tónlistarmenn: „Beethoven er eitt mesta tónskáld, er uppi hefur verið. Dvaldist hann lengi í Wien og átti oft við erfið kjör að búa. Hann var heyrn- arlaus hin síðari ár. Schubert var Wienarbúi. Hann var alinn upp í fátækt og var alla ævi taugaveiklaður 'og mannafæla. Hann dó 31 árs. Var hann fyrst metinn að verðleikum eftir dauða sinn. Schumann samdi lög við kvæði Heines og fleiri skálda. Hann varð brjálaður“. Ágætur kafli um leiklist er hér birtur 1 heild: „Leiklist hefur verið iðkuð í mörgum menningarlöndum heims, og hafa margir frægir leikarar verið uppi á þessu tímabili. Sérstök grein leiklistar er kvikmyndalistin, sem hefur að mestu leyti orðið til á 20. öld. Mikið af kvikmyndum hefur verið léttmeti, bæði að efni og leik, en sumar hafa verið stórfenglegar að efni og sumir kvikmynda- leikarar hafa sýnt afburðagóðan leik (Ch. Laughton, R. Massey, Ch. Boyer, E. Jann- ings, Greta Garbo, Marlene Dietrich o. fl.). (Ekki er verið að þreyta heila nemenda með öðrum eins tittlingaskít og nöfnum kvik- myndahöfunda svo sem Chaplin, Eisenstein, Dreyer eða Griffith. T.V.). Náskyld leiklist- inni er danslist. Hefur ballettinn víða notið mikillar hylli. Hafa Rússar staðið allra þjóða fremst í danslist (Nijinsky, Pavlova). List- hlaup á skautum hefur verið mikið iðkað í ýmsum löndum, einkum Noregi og Austur- ríki (Sonje Henie, Karl Scháfer).“ Loks eru rithöfundar, færri verða nefnd- ir en vert væri vegna rúmsins: „Vigny og Musset voru skáld þunglyndis og lífsleiða.“ „f Frakklandi er Honoré de Balzac kunn- astur þessara höfunda. Hann var nautna- maður og eyðsluseggur og því alltaf skuld- um vafinn. Varð hann að vera sískrifandi til að geta reytt eitthvað í skuldunauta sína. Æsti hann sig upp með sterku kaffi og dó á bezta aldri úr ofþreytu og kaffieitrun....“ „George Sand var ein mesta skáldkona Frakka á 19. öld. Var hún allfjöllynd í ásta- málum. Voru þeir Musset og tónskáldið Chopin um skeið unnustar hennar ..........“ „Chateaubriand var helzta rómantíska skáldið í Frakklandi á fyrstu áratugum 19. aldar. Frægast er rit hans um kristindóminn, en hann telur að í honum birtist hin fegursta lífsskoðun." (Mjög óvenjulegt sjónarmið og má af því manninn kenna. T.V.). „Maupassant var snillingur í smásagna- gerð. Hann varð brjálaður.“ „Frægasta skáld Symbólista í Frakklandi var Paul Verlaine. Hann var talinn eitt bezta ljóðskáld Frakka. Hann var þó drykkfelldur og sálsjúkur og dvaldist síðustu ár sín oftast 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.