Birtingur - 01.01.1956, Síða 30

Birtingur - 01.01.1956, Síða 30
hug tónlistarþættir Björns Franzsonar sem eru mesta kjarnmeti, veðurþættir Páls Berg- þórssonar, málvöndunarákúrur Eiríks Hreins 'Finnbogasonar og áður hef ég talað um þætti Björns Th. Tónlistin á sunnudagsmorgna hef- ur ennþá sloppið við þá uppdráttarsýki sem geisar í útvarpinu. Margir hafa gott af því að spreyta sig á spurningaþætti Jóns Þórar- inssonar á sunnudagskvöldum sem ber langt af öðrum spumingaþáttum. En mér finnst hann gera helzt til miklar kröfur til okkar um þekkingu á skandínavatónlist. 1 þeim þætti heyrist upplesari sem er einn hinna allra ágætustu, það er Þorsteinn Hannesson óperu- söngvari. Auk þess sem röddin er viðfelld- in og lestrarhátturinn allur er efnið flutt með þeim hætti sem fátítt er hjá upplesur- um útvarpsins að þar fylgir skilningur á efn- inu. Hvemig er eiginlega með þessa milljón sem V. Þ. var að gefa um daginn og hefur nú kom- ið í verk að segja þjóðinni frá tveim mánuðum eftir að útvarpsráð samþykkti þetta. Á þetta að vera varanlegur sjóður? Eða á að ausa úr honum á nokkmm ánun ? Allt virðist heldur á huldu um hverskonar fyrirtæki þetta er. Og hver á að veita féð? Væri ekki gott að ganga í það að athuga þetta allt. Milljón eða ekki milljón, mættum við fá meira að heyra? Eínilegt tónskáld Vegna þeirrar ánægjulegu fréttar að tón- verk eftir kornungan Islending sem er að nema erlendis hafi verið valið til flutnings á alþjóðlegri hátíð nútímatónskálda 1 Stokk- hólmi í sumar (ISCM) hringdi ég í Jón Þór- arinsson tónskáld og spurði hvort ég mætti hafa eitthvað eftir honum um hið efnilega tónskáld sem hefur verið nemandi Jóns- Þessi ungi maður er Leifur Þórarinsson og verkið sem valið var eftir hann er sónata fyrir fiðlu og píanó. Jón Þórarinsson sagði: Ég þekki Leif mjög vel. Hann var nem- andi minn eina þrjá fjóra vetur í Tónlistar- skólanum, í tónfræði og tónsmíðum. Auk þess fylgdist ég mikið með honum í Vínar- borg síðastliðinn vetur, þar var hann við nám. Ég álít hann sé ákaflega efnilegt tón- skáld. Hann er gæddur góðum og fjörmikl- um gáfum og ríku hugmyndaflugi. Hann hefur tamið sér mjög alvarleg vinnubrögð og er að temja sér þau í æ ríkari mæli. Meðal þeirra kosta sem ég vona að dragi hann langt er meðfædd andstyggð á hverskonar fúski sem því miður hefur borið óþarflega mikið á hér. Ég er á þeirri skoðim að hann búi yfir fjölþættum listrænum gáfiun og séu ýmsir vegir færir og þykist vita að hann fylgist vel með, ekki aðeins í tónlist heldur líka öðr- uin listgreinum, — og það finnst mér góðs viti. Ég álít að þessi ungi maður eigi að fá tækifæri til að nema og þroskast erlendis og reyna krafta sína. Á þessa leið talaði Jón Þórarinsson tón- skáld um Leif Þórarinsson, en Leifur er kunnur lesendum Birtings af grein sinni um Stravinsky í fyrra. 24 J

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.