Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 6

Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 6
Hvenær byrjaðir þú að lesa erlendar bókmenntir? Varla svo að heitið gæti fyrr en í Kaupmannahöfn 1937. Ég rauk þangað heldur félítill á jólaföstu 1936 og mundi hafa orðið að snúa fljótt heim aftur, ef Jón Helgason skáld og Ejnar Munksgaard hefðu ekki boðið mér drengilegan stuðning í nokkra mánuði. Ég byrjaði þarna í Höfn að kynna mér ýmsa öndvegishöfunda og las síðan feiknin öll árum saman, bæði nýtt og gamalt, þarft og óþarft. Það var stund- um einkennileg reynsla að sveiflast milli fortíðar og nútíðar, eða lesa til skiftis höfunda tveggja kynslóða, svo sem Tolstoj og Gladkov, Dostojefskí og Sjólokov, Galsworthy og D. H. Lawrence, Rolland og Malraux, Hamsun og Sandemose, Maugham og O’Flaherty o. s. frv. Mér leiddist sá frásagnarháttur, sem kenndur er við stream of con- sciousness, hreifst aldrei af æðstaprestinum, brauzt gegnum Ulysses með harmkvælum og geispum. Aftur á móti þótti mér mikið koma til bandarískra höfunda, las í striklotu skömmu fyrir stríð ýmsar bækur eftir Sherwood Anderson, Sinclair Lewis, Dreiser, Thomas Wolfe, Dos Passos, Hemingway, Caldwell, Faulkner, Steinbeck, Thorn- ton Wilder og Saroyan. Ég er hræddur um að Carson McCullers, sem er reyndar mjög snjöll skáldkona, Norman Mailer, James Jones og Truman Capote megi spjara sig, ef þau eiga að ná þessum fyrir- rennurum sínum. Það er áreiðanlega öllum hollt að komast í nokkur kynni við heimsbókmenntirnar og leitast við að fylgjast með helztu nýjungum. Hitt er svo önnur saga, að lengi vel las ég hratt og illa, kunni hvorki að vinza úr mergðinni né færa mér í nyt leiðsögu merkra bókmenntafræðinga, hljóp framhjá sumum undirstöðuverkum og sóaði í stað þess tíma í allskonar doðranta, sem skildu lítið eða ekkert eftir. Þykir þér ekki vera mikill munur á bókmenntum nú og þá? Að minnsta kosti svo mikill, að nóttin mundi ekki endast okkur, ef við færum að bera þær saman. Á milli heimsstyrjaldanna vakti það auðsæilega fyrir góðum höfundum í Evrópu og Vesturheimi að skrifa um manninn eins og hann leggur sig, en nú virðist mér æ fleiri kapp- kosta að skrifa annaðhvort um hann fyrir ofan axlir eða neðan mitti. Þú skilur hvað ég á við. Thomas Mann til dæmis, — hann lét sér ekki nægja að kryfja samtíð sína og etja saman heilabúum eins og Camus, heldur skóp jafnframt ógleymanlegar persónur. Ég veit vel að freud- ismi litaði úr hófi fram margt skáldritið milli styrjaldanna; en hvað var það hjá endalausu kynlífsstagli ótal gáfaðra höfunda um þessar mundir? Guð minn góður, það er eins og elephantiasis sé hlaupinn í penis! Ég kann ekki að meta frumleik og dirfsku, sem birtist ein- ungis í fjölbreyttum lýsingum á coitus. Ég get ekki heldur hrifizt af 4 Rirtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.