Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 37

Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 37
Til að skýra betur hvað átt er við með því að losa listina undan því, sem mannlegt er, getum við tekið dæmi. Hugsum okkur leikrit eins og Deigluna eftir Arthur Miller. Þar er sannsögulegur atburður að baki. Fólkið, sem hrífst af leikritinu, gæti ef til vill notið þess jafn vel að lesa ólistræna frásögn af atburðinum. Það, sem fólkið hrífst af, er sem sé það líf, sem sagt er frá, þær tilfinningar sem það kannast við, ást, hatur, tortryggni, ofstæki osfrv., sem koma því til að vikna af samúð eða titra af reiði. Það sér persónurnar og örlög þeirra á sama hátt og ef það læsi sannsögulega frásögn í tímaritinu Satt. Ef leikritið á að verða hreint listaverk samkvæmt hugmyndinni, þyrfti það því að losna við þessa mannlegu eiginleika, komast burt frá raunveruleikanum, þann- ig að fólkið fengi ekki útrás fyrir þær hversdagstilfinningar, sem það þekkir, heldur næmi nýjar kenndir. Nú skulum við taka tvö dæmi úr íslenzkri nútímaljóðlist, Þorp Jóns úr Vör og Tímann og vatnið eftir Stein Steinarr. 1 Þorpi Jóns úr Vör höf- um við alla þessa mannlegu eiginleika, við sjáum þorp, þorpsbúa, og við finnum til með fólkinu eða sjálfum okkur, þegar við lesum um atvik og viðbrögð sem við þekkjum sjálf: sem sé, þarna er ekki leitazt við að komast burt frá manninum, það er ekki nútímaljóð í þeim skilningi sem hér hefur verið drepið á. Hins vegar Tíminn og vatnið, þar þurfum við ekki að hafa samúð með neinu fólki, hvorki öðru né sjálfum okkur, þar er ekki lýsing á neinu, nema sýndarlýsing, og ljóðið er líf í sjálfu sér, það kemur þér hvorki til að gráta né hlæja, sýnir þér hvorki sorg né gleði, heldur einhverja fegurð sem þú þekktir ekki áður. Það hefur sem sé eiginleika nútímalistar eftir skilningi Gasset. Hins vegar er það í hefðbundnum búningi (stuðlar, höfuðstafir). en Þorp Jóns í nýjum búningi (hvorki rím né stuðlasetning). Við sjáurn á þessu að við getum aðeins að mjög takmörkuðu leyti skýr- greint íslenzka nútímaljóðlist eftir þessum leiðum, svo langt erum við frá þeim tilraunum, sem erlendis voru gerðar í ljóðlist upp úr fyrri heimsstyrjöldinni og voru að segja má útkljáðar, þegar þær fóru að hafa áhrif á okkar ljóðlist. En ef menn kvarta undan því, hve við höfum náð litlum árangri í módernisma, þá þarf líka að vita hvað við er átt. Ef Steinn, sem komizt hefur næst því, sem kalla verður módernisma eftir heimsbókmenntasögulegum skilningi, er sú fyrirmynd (Tíminn og vatn- ið), sem átt hefði að fylgja, þá eiga menn við að láðst hafi að þræða þá braut og skáldin hafi ekki hreinsað ljóðið nógu vel til að hægt væri að segja: Það merkir ekkert. Það er. Og ef menn hafa annað í huga, er það þá ekki afturhvarf frá stefnu nútímalistar? En við getum líka tekið önnur atriði. Hvað sem líður þeirri skýrgreiningu, sem hér hefur verið drepið á, þá er hægt að taka viss atriði og átta sig á þeim. f íslenzkri nútímaljóðlist hefur málið sjálft verið endurnýjað, Birtingur 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.