Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 63

Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 63
hefur ekki verið friðlýstur. Og skyldi þetta þá vera leiðin til að frið- lýsa heiminn? Nú jæja, formaður menntamálaráðs segir að liann hafi ekki liaft sam- tökin „Friðlýst land“ í huga og ekki dregið dár að boðskap þeirra. En þó hann kunni að hafa gert það óviljandi (vegna fáfræði?) að dylgja um samtök þessi, þá nægir varnargrein hans til að sanna, að hann fór iítilsvirðingarorðum um boðskap þeirra. Hann segir í grein sinni: „Hinsvegar gat ég þess að kommúnistar þættust vilja friðlýsa ísland, en þess þyrfti raunar ekki, þar eð íslendingar ættu sér enga ósk æðri en mega lifa og starfa í sátt og friði við öll lönd og a'llar þjóðir.“ Hvílík rökfærsla! Islendingar vilja lifa í friði við aðrar þjóðir. Þess vegna er óþarft að sýna það í verki. Og áfram heldur hann: „Þvínæst benti ég á það ósköp kurteisum og hófsömum orðum, að sá draumur myndi rætast á samri stundu og heimurinn hefði verið frið- lýstui', og þá kæmi til dæmis brottför ameríska hersins af Islandi til sögunnar eins og sjálfsagður hlutur.“ Hófsöm eru þau og kurteis, hæðnisorðin, það skal játað. Sem sé: úr því það er óþarfi að herinn fari fyrr en heimurinn hefur verið frið- lýstur, þá er friðlýsingarboðskapur rithöfunda óþarfur. Barátta rithöf- unda og menntamanna fyrir því að Islendingar gangi á undan öðrum þjóðum og sýni vilja sinn til að friðlýsa heiminn er þá út í bláinn, ein- hverskonar fáránleg meinloka. Allt á að koma af sjálfu sér. Við eigum að sitja auðum höndum, dauð peð í brjálæðiskenndu vígbúnaðartafli. Formaðurinn hóf upp raust sína á Lækjartorgi fullur vandlætingar, af því að seta erlends hers í fjarlægu landi hafði leitt til hryllilegra blóðs- úthellinga. Þó tálaði hann ekki gegn hersetu í öllum löndum, heldur reyndi að gera fáránlegan þann boðskap, að það gæti einnig verið hættu- legt að hafa her í því landi, sem hafði fóstrað hann sjálfan. Hann hefur í varnargrein sinni sannað — þó honum finnist bersýnilega sjálf- um til um málflutning sinn — að hann notaði hörmungar annarrar þjóð- ar til að gera tortryggilega þá baráttu sem ýmsir beztu listamenn og menntamenn þjóðarinnar hafa háð gegn erlendum hernaðarítökum hér á landi. Hitt skiptir í rauninni engu máli hvort hann nefndi samtökin „Friðlýst land“ eða ekki, úr því hann talaði um boðskap þeirra og notaði orðtak, sem var runnið beint frá þessum samtökum og hlaut að leiða hugann að þeim. Ef hann vill ekki kannast við að hann hafi verið rétt skilinn, getur hann að sönnu leiðrétt misskilninginn, en hann stendur höllum fæti að bregða öðrum um óvandaðan málflutning. Sjálfur talar hann um kommúnista í landi, þar sem enginn kommúnistaflokkur er til. Ef til dæmis Sósíálistaflokkurinn tæki það til sín, gæti hann sagt: Ég nefndi ekki Sósíalistaflokkinn á nafn. Ef menn gæta þess að hafa mál- flutning sinn nógu loðinn, er erfitt að koma á þá höggi. I skjóli þessa Birtingur 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.