Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 30

Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 30
sögnum gagnrýnenda, en léti undir höfuð leggjast að lesa verkin sjálf? Það er algjör lágmarkskrafa á hendur þeim sem hyggst sanna lággengi alls vestræns skáldskapar í dag, að hann hafi að minnsta kosti lesið forvitnilegustu skáldsögur, ljóðabækur og leikrit sem út eru að koma um þessar mundir í Vestur- evrópu og Bandaríkjum. En að lýsa því yfir að hann hafi ekki einu sinni lesið nema sumar þeirra norsku skáldsagna frá 1958 sem lesendur eiga að láta sér nægja sem fullgild sönnunargögn í málinu — slíkt er meiri óskammfeilni en kunnugir hefðu ætlað Hannesi Sigfússyni að óreyndu, þó hreinskilnina sé skylt að meta. Þegar Hannes hefur með þessu snilldar- bragði lagt hina 14 norsku að velli, greiðir hann öllum öðrum vestrænum rithöfund- um lausnarhöggið með einni snaggara- legri yfirlýsingu: „Efnisval v.-þýzkra, franskra, enskra og bandarískra höfunda kann að vera tilbrigðilegra, en viðhorfin eru mjög áþekk. Sama gildir um íslenzka rithöfunda, danska, sænska“. Það vantar ekki að hátt sé reitt til höggs. Yfirleitt vantar hér ekkert — nema rök- in. Þangað til bætt hefur verið úr þeirri vöntun verður Hannes að una því, að gífuryrði hans um vestræna rithöfunda og verk þeirra flokkist til þeirrar hvim- ieiðu framhleypni sem veður hér uppi á öllum sviðum. Frumhlaup af þessu tagi í virtu og víð- kunnu tímariti er ámælisverð ókurteisi við lesendur. Sérstaklega óviðfelldinn finnst mér þáttur ritstjóranna í því spili. Annar aðalritstjóri Tímaritsins er vel að sér í vestrænum bókmenntum millistríðs- áranna, hinn hefur setið í Evrópu miðri nær allan seinasta áratug og kynnt sér bókmenntir sérstaklega, ætti því að vera ágætlega fróður um vestrænar bókmenntir eftir stríð. Fólkið í Máli og menningu færir þeim af fátækt sinni fúlgur til út-

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.