Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 41

Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 41
Gunnar Dal: OKTÓBERLJOÐ íslenzk heimspeki hefur sjaldan staðið með miklum blóma, en þó hafa henni annað veifið fæðzt hugsuðir, er haldið hafa merki hennar hátt á lofti. Gunnar Dal er hinn yngsti slíkra manna. 1 þessari bók birtist lesendum heimspeki hans í ljóð- formi; dýpstu rök tilverunnar eru rædd og rakin í fleygum hendingum ýmissa bragarhátta, sem sumir hverjir eru nú í fyrsta sinn teknir til meðferðar á vorri tungu. Gunnar Dal varð þegar landskunnur af fyrstu bók sinni, „Veru“, og seinni bækur hans, bæði í bundnu og óbundnu máli, hafa ekki síður fengið góða dóma. í bók þessari birtast, auk nýrra ljóða, úrval úr eldri bókum höfundar. Norðri. Smábækur Menningarsjóðs. Samdrykkjan, eftir Platon. Steingrímur Thorsteinsson skáld þýddi, dr. Jón Gíslason sá um útgáfuna. Eitt frægasta rit grískra fornbókmennta. Bókin er 130 bls. að stærð. Verð í bandi kr. 85.00. Trumban og lútan ljóðaþýðingar eftir Halldóru B. Björnsson. Hér birtist m. a. sýnishorn af ljóðum Græn- lendinga, Kanada-eskamóa, Afríkusvertingja og Kínverja. Forvitnileg bók. — Bókin er 80 bls., verð í bandi kr. 75.00. Skiptar skoðanir. Ritdeila Sigurðar Nordals og Einars H. Kvarans á árunum 1925—1927, um bókmenntir og lífsskoðanir. Tvímælalaust einhver merkasta rit- deila, sem háð hefur verið hér á landi. — Bókin er 140 bls. að stærð, verð í bandi kr. 85.00. Bókaútgáfa Menningarsjóðs.

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.