Birtingur - 01.01.1961, Page 15

Birtingur - 01.01.1961, Page 15
hann var enn við námið í menntaskólan- um og sigldi um árnar Belaja og Kama á fljótaskipum. Nokkru eftir að hann sett- ist í háskólann var hann sendur til Norð- ur-Rússlands til að rannsaka menningar- sögulegar minjar. Hin gamla og fjölskrúð- uga alþýðulist hafði djúp áhrif á hann þegar í stað. Heima í Moskvu þreyttist hann aldrei á að skoða dulræna listfegurð borgarinnar. 1 snertingunni við hana og íkonana fornu sérstaklega er að leita upp- runa listar Kandinskys. Hann var að minnsta kosti vanur að taka svo til orða á efri árum. En Kandinsky komst líka í kynni við list Vesturlanda. Rembrandt varð á vegi hans í Pétursborg, voldugur, hreinn og hlýr. Og á ferðalögum til Par- ísar lukust upp nýir heimar. Það var á sýningu Impressjónistanna 1895, að Kan- dinsky spurði sjálfan sig þeirrar spurning- ar, hvort málarinn gæti ekki stigið feti framar og þurrkað út hluti og náttúrulík- ingu. Kandinsky lauk prófi við Moskvuháskóla 1892. Fjórum árum síðar var honum boð- in kennarastaða í lögfræði við háskólann í Dorpat í Estlandi. Sú staðreynd bendir ákveðið til þess, að á þrítugasta aldursári hafi hann notið álits sem góður lögfræð- ingur og snjall vísindamaður í Rússaveldi. En nú urðu þáttaskil í lífi hans. í stað þess að fagna hinu glæsta boði og ganga óhikað út á brautina, sem hann hafði helgað sér, sneri hann baki við lögfræð- inni að fullu og öllu og hélt til Múnchen til að nema málaralist. Þar með var ten- ingnum kastað. Engar leiðir lágu aftur til borgaralegs lífernis. I Múnchen settist lög- fræðingurinn á skólabekk. Fyrst í stað Kandinsky á ferðalagi (1931) Vinnustofa Kandinskys í Neuilly-Sur-Seine Birtingur 13

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.