Birtingur - 01.12.1963, Blaðsíða 55

Birtingur - 01.12.1963, Blaðsíða 55
lífeyri. Sú hugsun hefur ekki verið til hér a landi síðan um aldamót að ríkið ætti að tryggja góðum listamönnum meðalárslaun. Um skdldskap og dónaskaþ Alþjóð veit að Kristmann Guðmundsson lifir á mjög háu siðferðisplani. Þess vegna þarf engan að undra að hann verði fyrstur manna til að krefjast afskipta réttvísinnar þegar menningar- viðleitni keyrir svo úr hófi í Birtingi að grein- arhöfundur nokkur leyfði sér að viðhafa svo lítið siðferðisþroskað orð einsog að spræna í sam- bandi við meðferð stjórnarvalda á tilteknu máli. Þess má geta að umrædd grein birtist í 1. hefti Birtings á þessu ári og mun ennþá vera fáanlegt í bókabúðum hversu lengi sem það nú verður svo kaupendum er ráðlagt að hafa hraðan á. Hinum heimsfræga rithöfundi svíður að sjálf- sögðu sárt smæð landa sinna og reynir að stækka ])jóð sína með því að krefjast þess að hinn ókurt- eisi greinarhöfundur verði látinn greiða hinum sannmenntaða fræðslumanni ríkisins um bók- menntir í landsins skólum krónur tvö hundruð þúsund fyrir grófa móðgun við fíngerð skynfæri. Til þess að taka af tvímæli og firra misskilningi skal þess getið að dóninn í þessu einvígi á sið- ferðisplaninu er enginn annar en Thor Vil- hjálmsson. En hinn sannmenntaði bókmennta- fræðari og siðferðisvarðgæzlumaður og liið heimsfræga og landsfræga skáld það er aftur Kristmann Guðmundsson. Finnst mörgum tími til kominn að hefta dreiss- ugheitin í fyrrnefndum drjóla sem hefur vaðið uppi í Birtingi i níu ár (og reyndar víðar og lengur) og er vel til fallið að jafn gagnvandaður maður kalli löggæzluna út til að grípa delann flagrante delitto með blekþvöruna. Skaðabæturnar munu væntanlega miðaðar við að stórskáldið það er að segja Kristmann Guð- mundsson geti tekið sér tveggja ára hvíld frá lýjandi fræðslustarfi fyrir unglinga landsins en í aftakahugnæmri sjálfsævisögu sinni hefur hið Ifórnfúsa skáld og merkisberi sannleikans lýst af óvanalegri snilld þeirri óskaplegu áreynslu sem fylgir því nú á tímum að brjótast milli skóla landsins í allskyns hörkum og komast inn í þá til þess að tendra hina þakklátu gleði í óspilltu barnshjarta. Þarf ekki orðum um það að fara hvílíkt voðaverk þeir menn vinna sem ætla sér að girða á milli hinna saklausu barna og ung- linga og fræðarans, og verja þau fyrir seilingu þessa einstæða og fjölhæfa ræktunarmanns feg- urðarinnar og kærleikans. Getur nokkrum sýnzt það ofrausn að maður sem leggur á sig þvílíkt og annað eins og verður síðan fyrir því að telja sig meiddan í víngarði drottins með því að huganum sé beint frá því háa og göfuga og vitundinni vakinn fnykur af einhverju lágstreymandi honum sé veitt nokk- ur umbun, — getur nokkur talið það eftir þó jafn ókurteis maður einsog undirritaður verði látinn gjalda hinu bjarta skáldi listamannakauj) sitt frá hinu íslenzka ríki í næstu þrettán árin? Og hrekkur þó ekki alveg til. BIRTINGUR 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.