Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 8

Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 8
ann £rá sér vegna margvíslegra annarra star£a í baráttu gegn hernaðarstefnu og afsali lands- réttinda. Má spyrja hvort svonefndir ádeilu- höfundar Kristins hafi lagt meira í sölurnar. Eitt er víst, það sker ekki úr um gildi bók- menntaverka, hvort hægt er að bendla þau við ádeilu eða ekki. Það eru ekki aðrir en fals- spámenn sem reyna að telja fólki trú um slíkt. Og við athugun á þeim skáldverkum sem Kristinn hampar mest í grein sinni, kemur í ljós að þetta eru gölluð miðlungsverk sem mundu hvergi þykja umtalsverð nema þar sem fátækt prósans er jafnmikil og á íslandi. Að öðru leyti hirði ég ekki að fjalla um lang- loku Kristins. Grein hans virðist helzt skrifuð til að smjaðra fyrir nokkrum íslenkum rithöf- undum (sem flestir eru nálægt þv{ að vera byrjendur) og lokka þá með fagurgala til að þiggja samskonar formúlur um skáldskap og gefnar voru í Rússlandi á dögum Stalíns Og eru enn gefnar þar að einhverju leyti. Pað var verið að dæma tvo rithöfunda þar í fangelsi fyrir skáldverk einmitt sömu dagana og Krist- inn var að reyna að segja íslenzkum höfundum fyrir verkum. Það líður vonandi langur tími áður en jafn ómerkileg grein verður skrifuð um bókmenntir á íslandi. 6 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.