Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 38

Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 38
JÓNÓSKAR: LANDSLAG Ilmur úr skógi Húsafells fyllir stundum vit mín einsog einn dag, eitt sumar fyrir mörgum árum, fyllir stundum vit mín á eyrinni við sjóinn þegar ég horfi á bátana koma. Hallmundarhraunið svarta glitrar einsog jökullinn hvíti. Þangað sé ég mann £ara á handahlaupum þegar ég horfi barnsaugum sem aldrei litu stríðsvélar nútímans. Húsafell og Hallmundarhraun, myndir augna minna. Hvítur jökull. Snauðir menn. FLAUTUTÓNAR Einhverntíma líður þessi nótt Ég heyri það í fáum flaututónum sem berast mér að innan einsog þar sé hljóðtæri nýrra daga að boða nýja tónlist mannshjartans upp úr ögrandi róti vondra athafna. Flauta, lát mig heyral því þessi nótt er ekki nóttin mín heldur sú villunótt sem heimur dró sjálfur brjáluðum höndum á augu sín.

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.