Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 41

Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 41
MORTON FELDMAN: KVÍÐI í LIST Munið þið eftir því í skáldverkinu um Sívagó lækni, hversu sagan sópar burt öllu úr lífi hans, öllu sem vekur hina minnstu mannlegu tilfinningu? Hversu sagan, byltingin, treður hann undir? Hversu allt persónulegt, draum- órar hans, viðkvæmni, missir merkingu sína og er ýtt til hliðar? Samskonar öfl og þau er þeyttu burt lífi Pas- ternaks geta líka komið fyrir í listinni. Um leið og sérstakur atburður gerist í list og verð- ur hluti sögunnar, fær hann vald yfir okkur, drottinvald sem ekki er í neinu samræmi við raunverulegt gildi hans eða merkingu. Við sjá- um þetta í lífinu. Hvers vegna fáum við ekki líka séð, þegar listin á í hlut, að viðburðir og sigrar sögunnar fá að traðka niður allt hið fíngerða, allt hið persónulega í verkum okkar? Samt veitir listamaðurinn ekki viðnám. Hann álítur sjálfan sig eiga hlut að þessu afli sem aðeins getur tortímt honum. Það er í rauninni ómótstæðilegt og seiðir hann til sín, þar sem það setur honum þekkt markmið, veitir honum falskt öryggi í starfi sínu, færir honum þann ginnandi fróðleik, að í list gangi ekkert eins vel og velgengni einhvers annars. f stuttu máli sagt: af því að það linar kvíða listsköpunar. Einsætt er, að listamaður verður að gjalda dýru verði þessa vernd, þessi þægindi, þetta öryggisnet sem strengt er fyrir neðan hann. Hugsið ykkur, hvílíkur ávinningur það verð- ur honum að tengja list sína framvindu sög- unnar. Það er sem einhver Mefistófeles standi fyrir aftan hann og hvisli: „Áfram nú. Skap- aðu. Við útkljáum þetta seinna.“ En við skulum gera okkur ljóst, að tengsl við söguna eiga ekki endilega við um fortíð- ina. Þau geta líka átt við hið nýjasta og fram- sæknasta í þróun listarinnar. Listamaður get- ur verið jafn bergnuminn af hinu nýja og hinu gamla. Hann getur jafnvel játast undir hvorttveggja, eins og dauði hermaðurinn í sögu Babels, sem fannst með mynd af Lenín í öðrum vasanum, en mynd af tvíburabróður í hinum. Ef til vill heillar þetta viðhorf mest. Þegar Schönberg til dæmis hafði mótað tólf- tónaaðferð sína, spáði hann, að hún mundi lengja lífdaga hinnar þýzku tónlistarhefðar um hundrað ár. Mesta ánægjan við finna eitthvað nýtt virtist sú, að hann færði út mörk einhvers gamals. Og að hyggju margra vísar Schönberg veginn, þegar haldið er aftur á bak í menn- ingu og að því er virðist fram á við í list. Munur á stöðu manna í sögunni hefur samt alltaf skipt mig litlu. Boulez t. d. lætur sér reiðinnar ósköp annt um, hvernig tónlist hans er gerð, og Duchamp velur úr því sem þegar hefur verið búið til (ready-made). Þó eiga þeir sammerkt í því, að verk þeirra sem maður sér BIRTINGUR 39

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.