Birtingur - 01.06.1967, Blaðsíða 9

Birtingur - 01.06.1967, Blaðsíða 9
samið löngu áður en sú stefna hófst; það var leikið fyrst 1896 í París og gekk alveg fram af mönnum á þeim tíma þegar það var nóg að segja merde við smáborgarana til þess þeir sypu hveljur, enda hófst leikritið á þessu orði sem þýðir skítur; og allt varð vitlaust í leik- húsinu og ekkert heyrðist fyrr en eftir kortér að aðeins slumaði í hinum hneyksluðu borg- urum sem fengu fljótt tækifæri til að emja að nýju því að Jarry ætlaði (samkvæmt því sem hann segir sjálfur) að sýna hinum sjálfum- glaða borgaraskap í sitt eigið liræsnidjup, yfir- drepsskapinn og heimskuna í fölskum dyggð- um uppgerðarföðurlandsást og lognum hug- sjónum hinna makráðu. Aðalsöguhetjan Ubu huglaus og gráðugur og grimmur verður einmitt kóngur í Póllandi með svikum og veður í blóði og er lýst þannig að ekki var furða þótt borgurum í stormahléi aldamótanna brygði við þau veður, sem þar geisuðu á sviðinu en þetta leikrit gengur ekki fram af mönnum lengur. Hvað gæti gengið fram af mönnum í dag? Leikritið á furðuvel heima í leikhúsinu í dag og hefur áreiðanlega haft áhrif á marga merka leikhúsmenn sam- tímans. Og raunar komu áhrif Jarry snemma fram því að skáldið Guillaume Appollinaire skrifaði leikritið Les mamelles de Tire- sias, Brjóstin á Tiresias sem var leikið 1917 og ber mikinn keim af verkum Jarry. Ap- pollinaire var pólskur að ætt. Það hefur verið bent á áðurnefnda sýningu á Úbú kóngi í Póllandi í sambandi við Mrozek. En hjá Jarry eru stórýkjurnar og ærslin í hinni blóð- ugu gamansemi svo hröð að Mrozek virðist hæverskur og stilltur í samanburðinum. Gam- ansemi hans er dulari; hún er beisk og hnit- miðuð en undir yfirborðinu leynast átök við hin stóru vandamál sem herja á nútímamann- inn. Fyndni hans er rökviss og nákvæmari en virðist í fljótu bragði. Meðan skuggi Stalínismans lá yfir menntalífi Pólverja gerjaði margt { lokuðum vinnustof- um myndlistarmanna, pólskur málari sagði mér að þeir hefðu búið til tvennskonar list: aðra til að gjalda keisaranum það sem keis- arans var. Stúdentaleikhúsin voru vettvangur formtilrauna á þeim árum þegar vofði yfir þeim sem kunnu betur til verks heldur en pólitískir leiðarahöfundar sem skrifuðu skáld- sögur og leikrit, þegar vofði yfir þeim sem höfðu vald á listtæki sínu að fá á sig heitið formalistar, þetta handhæga orð fyrir pólitíska listskussa til að jafna metin. Mrozek var í nán- um tengslum við stúdentaleikhúsin, þar há- þróaðist ádeiluskáldskapur sem oft var hug- vitsamlega dulinn undir því sem virtist sak- laust yfirborð gamanseminnar og græskulaust grín. Þegar losnaði um 1956 kom Mrozek fram í þeim umbrotum og átökum sem for- BIRTINGUR 7

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.