Birtingur - 01.06.1967, Blaðsíða 11

Birtingur - 01.06.1967, Blaðsíða 11
Einföldun táknanna sem eiga þó stærri víddir undir yfirborðinu er einkenni á aðferðum Mrozeks. Við höfum þegar séð í annexíu Þjóð- leikhússins þáttinn Á rúmsjó, hann var síðan fluttur í útvarpinu, þennan meinfyndna al- varlega málfund þriggja manna sem eru að hrekjast soltnir á rúmsjó og reyna að ákveða samkvæmt ýmsum leikreglum mannlega sam- félagsins hvern skuli éta, eða öllu heldur reyna tveir þeirra: sá feiti og hinn meðalfeiti að telja hinn magra á að láta éta sig, fyrst með lýðræðislegum kosningaaðferðum og áróðri, síðan með ofbeldi, loks með hetjugloríu fyrir tálbeitu. Fyrsta leikrit Mrozeks: Lögreglan, þar segir frá einhverju ríki þar sem bara einn einasti maður er eftir í fangelsi. Allt er þarna til fyr- irmyndar, fangelsin hafa orðið fínni og fínni. Lögreglan æ öilugri. En þá dynur yfir reiðar- slagið, fanginn sem hefur þrætt fyrir sekt sína í tuttugu ár snýst skyndilega alveg á band stjórnarinnar. (Hann hafði verið ákærður fyr- ir að kasta sprengju að hershöfðingja.) Hann segist sjá það á öllu að stjórnin hljóti að vera alveg prýðileg. Hann heimtar að fá að játa en lögregluforinginn reynir að koma í veg fyrir það. Því ef enginn er fangi, til hvers þarf þá svona mikla lögreglu? Og á hverju sér fang- inn að allt er svona ágætt? Jú — hann sá út um gluggann fólkið á akrinum hvað það var ánægt. Veit fanginn þá ekki að það er bannað að horfa út um gluggann? Að vísu en það gegndi allt öðru máli þegar ég var á móti stjórninni, þá var það mín dyggð að óhlýðn- ast. Núna er ég orðinn hrifinn af stjórninni. Eg sé reykinn úr verksmiðjunum, framfarir. O það er nú reykur úr líkbrennslu, segir lög- regluforinginn. Þegar engin leið er að halda lengur í þennan turnaða fanga verður lögregl- an að útvega glæp til að bjarga sínum forsend- um. Þessi bráðskemmtilegi leikur vekur með glúrni sinni margar hugsanir um eðli þjóðfé- lagsins og mannlega náttúru. í þessu ríki er látið heita svo að æðsta yfirvaldið sé Smá- barnið og frændi þess Ríkisstjórinn, og hve- nær sem þetta par er nefnt spretta allir úr sæti í virðingarskyni, og {rarna hefði verið tekið eins hart á því að segja að fluga hefði skitið á keisarann og gert var við góða dátann Sweig og skyldi þetta ekki eiga enn við hér og þar í heiminum, þó að það sé reyndar búið að sprauta eitri á allar flugur í Kína með sam- stilltu átaki á hinum árlegu DDT-hátíðum Rauðra varðliða, svo þar er flugan væntan- lega úr leik. Tveir menn koma inn í herbergi, í þessu her- bergi er ekkert. Nema tveir stólar. Þannig befst leikþátturinn Striptease eftir Mrozek zr Nektarsýning. Þeir hafa hrakizt inn í þetta herbergi og taka með sér tal. Hvurnig stendur BIRTINGUR 9

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.