Birtingur - 01.06.1967, Blaðsíða 42

Birtingur - 01.06.1967, Blaðsíða 42
snöggar klippingar, og kemur þar glögglega í ljós, hve máttur myndskiptingarinnar getur verið mikill. Eftir deilurnar um fæðuna er skipshöfninni skipað upp á þilfar. Þar er henni kunngjört, að annað hvort fylgi hún yfirboðurum sínum í öllu eða hafi verra af. Meginpartur skipshafnarinnar samþykkir, en nokkrir sjóliðanna eru staðráðnir í að hvika ekki frá settu marki. Dýrseðlið í yfirmönnun- um segir þá til sín og þeir heimta, að þeir sjóliðar, er hafa óhlýðnazt skipunum þeirra, verði teknir af lífi. Einkennisklæddir her- menn eru fengnir til að skjóta þá, en í þann mund, er þeir ætla að hleypa af byssum sín- um, hrópar foringi sjóliðanna, Vakúlintsjúks: „Bræður!“ Orð hans hefur þau áhrif, að her- mennirnir láta byssurnar síga. Þannig kemur undirtónn myndarinnar, bræðralagsandinn, áþreifanlega í ljós, og hróp Vakúlintsjúks sam- einast síðan hrópum áhafnarinnar til forystu- skips herflotadeildarinnar, þar sem þetta sama orð er endurtekið — og fallbyssurnar síga. Eftir að Vakúlintsjúks hefur vakið bræðralags- andann, gera sjóliðarnir uppreist gegn liðs- foringjunum, og þeir fá makleg málagjöld, en Vakúlintsjúks lætur lífið í þessum átökum og er syrgður mjög. Lík hans er flutt til Ódessu. Þá kemur næst eins konar milliþáttur, þar sem lögð er áherzla á kyrrðina. Hafnargarður Ódessu Og umhverfi hans er kvikmyndað í þoku. Svipaður milliþáttur kemur fyrir síðar í myndinni eftir atburðina á Ódessaþrepun- um. í það skipti er kvikmyndað úti á rúmsjó og nú um stjörnubjarta nótt. Með þessum tveim milliþáttum er myndinni eiginlega skipt í þrjá kafla, þ.e.a.s. óánægju sjóliðanna um borð í Potemkin, atburðir í Ódessa og herflotadeildinni mætt. Hið dimma yfirlit, þokan, í fyrri milliþættinum er eins konar forboði harmleiksins á Ódessa-þrepunum, og á sama hátt verður hin stjörnubjarta nótt, hin bjarta yfirsýn, í milliþætti nr. 2 fyrirboði þeirrar bjartsýni, er ríkir í lokaatriði myndar- innar, þar sem bræðralagshugsjónin og frelsið eru orðin óttanum við dauðann yfirsterkari. Snúum okkur að atriðinu, þar sem Vakúlint- sjúks er syrgður. Við sjáum hendur, mátt- vana hendur, sem hægt og hægt kreppast og verða að steytandi hnefum. Harmurinn snýst upp í gremju. Fjöldaganga hefst, og rauðu fánarnir birtast. Smábátar koma og færa sjó- liðunum matvæli. Fólkið í landinu fagnar sjóliðunum og veifar til þeirra í kveðjuskyni. Ánægjusvipurinn leynir sér ekki. Af mann- grúanum á Ódessaþrepunum eru nokkrar persónur kynntar áður, sem eiga eftir að gegna þýðingarmiklu hlutverki í harmleikn- um, sem á eftir fer. Þá, skyndilega, er eins og ský dragi fyrir sólu, og gleði fólksins verð- ur að skelfingu. Hermenn koma þrammandi 40 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.