Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 50

Birtingur - 01.01.1968, Blaðsíða 50
hina sönnu ást? í lok myndarinnar, þar sem Sandro er staddur í kokkteilpartíi, leitar hann í faðm skyndikonu, er hefur ekkert á móti smáatlotum gegn sæmilegri þóknun. Claudia kemur að þeim óvörum og hleypur burt, er hún verður þess áskynja, hvers kyns er. San- dro fylgir henni eftir. Síðustu atriðin gerast á bílastæði fyrir framan hótelið. Sandro sezt á bekk og grætur, vitandi um óstöðuglyndi sitt og ótryggð í ástum. Claudia leggur rólega hönd sína á höfuð hans sem tákn um fyrir- gefningu. „Samband þeirra byggist í hæsta lagi á gagnkvæmri meðaumkun,“ segir An- tonioni um endi myndarinnar. Monica Vitti, eiginkona Antonionis, fór með aðalhlutverk í þessari mynd, en Antonioni kynntist henni, þegar hann var að stjórna II Grido. Hún virðist hafa haft mikil áhrif á hann, en sem leikkona er hún algerlega mót- uð af honum. Giovanni (Marcello Mastroianni) og Lidia (Jeanne Moreau), aðalpersónurnar í Nótt- inni, eru í rauninni hliðstæða Sandros og Claudiu. Þau hafa verið gift í 10 ár og hjóna- bandið virðist hamingjusamt, en ýmis atvik verða til þess, að skuggi fellur á hamingju þeirra. Þau heimsækja vin sinn, Tommaso, sem liggur fyrir dauðanum í sjúkrahúsi, en Tommaso er rithöfundur einsog Giovanni. Þjáningar Tommasos verða Lidiu óbærilegar. Á leiðinni úr sjúkrahúsinu kemst hún að þeirri niðurstöðu, að hún hefði betur látið undan ástleitni Tommasos. Á meðan hefur Giovanni gefið sig á vald einum sjúklingnum, vergjörnum kvenmanni. Um þetta leyti er verið að gefa út nýja bók eftir Giovanni og í tilefni þess er haldið samsæti, þar sem Gio- vanni gefur kaupendum eiginhandaráritun, en hann nýtur mikillar hylli meðal almenn- ings fyrir skrif sín. Lidiu leiðist, hún heldur brott frá samkvæminu og ráfar um eyðilegar götur Mílanó. í þessum kafla einbeitir An- tonioni sér að sálarlífi manneskjunnar, til- finningum og tómleika, og smæð hennar í samanburði við tækni nútímans, sem hann sýnir í alls kyns táknmyndum og notar í því sambandi mikið af vélarhljóðum. En Giovanni og Lidia reyna stöðugt að finna hvort annað. Um kvöldið halda þau í sam- kvæmi hjá vellríkum kaupsýslumanni. Rétt einu sinni sýnir Antonioni dapurleikann og tilgangsleysið, sem einkennir líf yfirstéttar- fólksins; innihaldslausar samræður þeirra og heimskuleg uppátæki til að breiða yfir leið- indin. Oft hefur þessum þætti myndarinnar verið líkt við svallveizluna miklu í La Dolce Vita (Hið ljúfa líf). Giovanni leggur dóttur kaupsýslumannsins, Valentinu (Monica Vitti), í einelti, en hún virðist fremur einmana og standa utan þessa samfélags. Lidia lætur tælast 48 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.