Birtingur - 01.01.1968, Page 50

Birtingur - 01.01.1968, Page 50
hina sönnu ást? í lok myndarinnar, þar sem Sandro er staddur í kokkteilpartíi, leitar hann í faðm skyndikonu, er hefur ekkert á móti smáatlotum gegn sæmilegri þóknun. Claudia kemur að þeim óvörum og hleypur burt, er hún verður þess áskynja, hvers kyns er. San- dro fylgir henni eftir. Síðustu atriðin gerast á bílastæði fyrir framan hótelið. Sandro sezt á bekk og grætur, vitandi um óstöðuglyndi sitt og ótryggð í ástum. Claudia leggur rólega hönd sína á höfuð hans sem tákn um fyrir- gefningu. „Samband þeirra byggist í hæsta lagi á gagnkvæmri meðaumkun,“ segir An- tonioni um endi myndarinnar. Monica Vitti, eiginkona Antonionis, fór með aðalhlutverk í þessari mynd, en Antonioni kynntist henni, þegar hann var að stjórna II Grido. Hún virðist hafa haft mikil áhrif á hann, en sem leikkona er hún algerlega mót- uð af honum. Giovanni (Marcello Mastroianni) og Lidia (Jeanne Moreau), aðalpersónurnar í Nótt- inni, eru í rauninni hliðstæða Sandros og Claudiu. Þau hafa verið gift í 10 ár og hjóna- bandið virðist hamingjusamt, en ýmis atvik verða til þess, að skuggi fellur á hamingju þeirra. Þau heimsækja vin sinn, Tommaso, sem liggur fyrir dauðanum í sjúkrahúsi, en Tommaso er rithöfundur einsog Giovanni. Þjáningar Tommasos verða Lidiu óbærilegar. Á leiðinni úr sjúkrahúsinu kemst hún að þeirri niðurstöðu, að hún hefði betur látið undan ástleitni Tommasos. Á meðan hefur Giovanni gefið sig á vald einum sjúklingnum, vergjörnum kvenmanni. Um þetta leyti er verið að gefa út nýja bók eftir Giovanni og í tilefni þess er haldið samsæti, þar sem Gio- vanni gefur kaupendum eiginhandaráritun, en hann nýtur mikillar hylli meðal almenn- ings fyrir skrif sín. Lidiu leiðist, hún heldur brott frá samkvæminu og ráfar um eyðilegar götur Mílanó. í þessum kafla einbeitir An- tonioni sér að sálarlífi manneskjunnar, til- finningum og tómleika, og smæð hennar í samanburði við tækni nútímans, sem hann sýnir í alls kyns táknmyndum og notar í því sambandi mikið af vélarhljóðum. En Giovanni og Lidia reyna stöðugt að finna hvort annað. Um kvöldið halda þau í sam- kvæmi hjá vellríkum kaupsýslumanni. Rétt einu sinni sýnir Antonioni dapurleikann og tilgangsleysið, sem einkennir líf yfirstéttar- fólksins; innihaldslausar samræður þeirra og heimskuleg uppátæki til að breiða yfir leið- indin. Oft hefur þessum þætti myndarinnar verið líkt við svallveizluna miklu í La Dolce Vita (Hið ljúfa líf). Giovanni leggur dóttur kaupsýslumannsins, Valentinu (Monica Vitti), í einelti, en hún virðist fremur einmana og standa utan þessa samfélags. Lidia lætur tælast 48 BIRTINGUR

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.