Austurland


Austurland - 02.03.1995, Blaðsíða 4

Austurland - 02.03.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR, 2. MARS 1995. Af meintu landhelgisbroti skipstjórans á Bjarti NK NESKAUPSTAOUR fyrir tæpri viku fór fram málflutn- ingur fyrir Héraðsdómi Austur- lands í máli ákæruvaldsins gegn skipstjóranum á togaranum Bjarti NK 121. Sækjandi fyrir hönd ákæruvaldsins var Bjarni Stefánsson sýslumaður í Nes- kaupstað en verjandi í málinu er Gísli Baldur Garðarsson hrl. Málsatvik voru í stuttu máli þau að þann 8. febrúarsíðastlið- inn var Bjartur NK að veiðum í Lónsdýpi í nánd við friðunar- hólf fyrir smákarfa sem lokað er fyrir togveiðar milli kl. 8{K) og 20IXI. Þegar 1. stýrimaður, sem þá var á vakt, var að snúa á tog- inu mæla skipverjar á varðskip- inu Ægi, Bjart innan þeirrar línu sem markar friðunarhólfið. Ægir færði togarann til hafnar og var skipstjórinn kærður til sýslumannsis í Neskaupstað. Stýrimaðurinn ber því við að hann hatí lent í vandræðum í snúningnum vegna straums og þessvegna lent innfyrir um- rædda línu án þess að fá að gert. Gísli Baldur Garðarsson verj- andinn í málinu byggir vörn sína m. a. á því að þarsem skipstjór- inn hafi ekki verið við stjórnvöl þegar atvikið átti sér stað sé ekki hægt að dæma hann til að sæta refsingu. Ákæran er byggð á svokallaðri „hlutlægri refsi- ábyrgð“ á grundvelli landhelgis- laga þó ekki finnist skýr laga- heimild fyrir slíkri ábyrgð í þeim lögum. Hæstiréttur hefur hins- vegar til þessa túlkað mál af þessu tagi á þann hátt að ekki sé gert ráð fyrir að annar aðili en skipstjóri sé sóttur til saka fyrir svona brot. Hlutlæg refsi- ábyrgð hefur veið talin liggja í anda laganna. Sem dæmi má nefna að árið 1970 var annar norðfirskur skipstjóri dæmdur til að sæta refsingu í máli þar sem málsatvik voru með hlið- stæðum hætti. Nú ber hinsvegar svo við að vafamál getur talist hvort refsi- ábyrgð af því tagi sem hér um ræðir fái staðist mannréttinda- sáttmála Evrópu sem lögfestur var hér á landi í maí 1994. í öðru lagi telur verjandi vafa leika á því hvort upptaka á afia og veiðarfærum fái staðist 67. grein stjórnarskrárinnar en út- gerð skipsins þurfti að leggja fram tryggingu fyrir andvirði afla og veiðarfæra við þingfest- ingu málsins þar sem ákæru- valdið fór fram á upptöku þess- ara eigna. Túlkun verjandans er sú að eigandi afla og veiðarfæra sé útgerð skipsins en ekki skip- stjórinn og að útgerðin sé ekki fyrir dómi og því ekki stætt á því að fara fram á upptöku á hennar eignum. Nýtt leikrit eftir systurnar Iðunni og Kristínu lb^'<»]KiJni:TiHni Leikfélagsfólk á Seyðisfirði hafði löngum hugsað sér að setja upp myndarlega og minnisstæða leiksýningu á hundrað ára afmæli kaupstaðar- ins. Helst þyrfti það að vera í efnislegum tengslum við sögu og mannlíf staðarins. Nokkru síðar talaði svo formaður félagsins við hina kunnu höfunda, seyðfirsku systurnar Iðunni og Kristínu Steinsdætur, um að þær skrif- uðu leikverk fyrir félagið. Þær lofuðu samstundis liðveislu sinni og hófu fljótlega undirbún- ingsvinnu. Nú hafa þær skrifað leikrit, sem þær nefna Alda- mótaelexír. Eins og nafnið bendir til er horfið aftur í tímann íleikritinu, en það gerist á sumarmánuðum laust fyrir aldamótin. Þar er því brugðuð upp samtíðarspegli frá bernskuárum nýja kaupstaðar- ins. Höfundum bregst varla bogalistin fremur en áður, enda flestum öðrum kunnugri sögu staðarins og litríku mannlífi þessara tíma. Leikstjórinn heitir Ingibjörg Björnsdóttir, þaulvanur leik- stjóri og hefur m. a. leikstýrt sýningum á hinu vinsæla leikriti þeirra systranna: Síldin kemur - Síldin fer. Hún hefur undanfarið kynnt sér leikritið með höfundunum og hafa þær fínpússað það til sýningar. Leikmyndina mun listamað- urinn Inga Jónsdóttir gera. Tónlistarflutningur allur verður undir stjórn Einars Braga skólastjóra og leikur þar þriggja manna hljómsveit, sem þykir góð. Frumsýning er fyrirhuguð 17. apríl, annan páskadag. JJ OPNAÐU FYRIR TILVERUNA í LIT Tilboð á AKRYLLAKKI og METAKRYLLAKKI verður í mars MIKILL AFSLÁTTUR Eigum einnig ELECTROLUX heimilistæki á lager ROWENTA ryksugur - GOTT VERÐ Kaupfélagið Fram - Byggingavörudeild - Bjartur NK 121. Gísli Baldur sagðist vongóður ónógur fyrir ákæru. Búist er við um að skipstjórinn verði sýkn- að dómur falli í málinu innan aðurþarsem lagagrundvöllursé þriggja vikna. SP Kosningaskrifstofa G-listans Kosningaskrifstofa G-listans í Austurlandskjördæmi hefur nú verði opin í tæpan mánuð. Hún er staðsett að Tjarnarbraut 21 á Egilsstöðum í björtu og sæmi- lega rúmgóðu húsnæði. Skrif- stofan hefur hingað til verið opin 3 tíma á dag á virkum dögum, frá 15 - 18, og 5 tíma um helgar, frá 13 - 18. Vænta má að opnunartími verði lengd- ur þegar nær dregur kosningum. Á skrifstofunni er alltaf heitt á könnunni og þar er hægt að líta við og lesa nýjustu blöðin, bæði okkar málgögn og annarra. Kosningastjóri og eini starfs- maður skrifstofunnar er Þor- steinn Bergsson. Síminn er 12571 og faxnúmer 12573. Allir eru velkomnir og tilvalið að líta inn. Kosningastjóri Stiklur á útmánuðum Það er ekki langt síðan að um- ræður áttu sér stað í þinginu okkar um Stasi og hugsanleg tengsl alþýðubandalagsmanna við þessa austur-þýsku njósna- hreyfingu. Ég varð svolítið undrandi þegar ég heyrði glefs- ur úr þessum umræðum og velti því fyrir mér hvort málefnafá- tækt sjálfstæðismanna væri virkilega svo mikil að nú þyrfti að draga fram gömlu rússagrýl- una svona rétt fyrir kosningar, ef vera mætti að einstaka auð- trúa sál myndi glepjast. Og það rifjaðist upp fyrir mér þegar ágæt vinkona mín úr MR sagði við mig forðum daga: „Mér var alltaf sagt að þið kommarnir væru ljótu karlarnir sem færu til andskotans þegar þið skilduð við“. En ennþá frekar varð ég undrandi þegar ég hlustaði á eldhúsdagsumræðurnar í út- varpinu í síðustu viku. Eigin- lega er það orðið æði langt síðan ég hef hlýtt á hverja einustu ræðu í eldhúsdagsumræðum og kannski hefði ég ekki hlustað allt kvöldið ef ég hefði ekki ver- ið að mála herbergi dóttur minnar. Ég var eiginlega búinn að gleyma hversu skemmtilegt og áhugavert það er að hlusta á okkar ágætu alþingismenn. En undrandi varð ég, það verð ég að segja, þegar ég hlustaði á Halldór okkar Ásgrímsson og uppgötvaði að hann er haldinn sama vírusi og Björn Bjarna- son, hinum svokallaða Stasívír- usi. Annars var gaman að hlusta á ræður þingmannanna og ég get ekki neitað því að ég var hrifinn af sannfæringarkraftinum í henni Jóhönnu. Það eru ekki allir sem hafa kjark til þess að ausa sér, eins rækilega og hún gerði, yfir eigin stjórn og síðan að halda því fram að ráðið til að sameina vinstrimenn í land- inu væri að stofna enn einn flokkinn. En sannfæringarkraft- inn vantaði ekki og hjartað í henni Jóhönnu slær til vinstri það held ég sé alveg öruggt þó hún í þetta skiptið hafi ekki átt- að sig á því að leiðin til að mynda breiðfylkingu til vinstri er að sameina kraftana líkt og margir óháðir vinstri menn gera nú þegar þeir ganga til liðs við okkur alþýðubandalagsmenn. Með ósk um gott vinstra vor. Póroddur Helgason, Reyðarfirði

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.